Stefnir á að keppa í RuPaul's Drag Race Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2019 11:00 Sigurður Heimir Guðjónsson segir að það leiðinlegasta við dragið sé að þurfa að taka límbandið, farðann og glimmerið af í lok kvölds. Vísir/Vilhelm Margir þekkja Sigurð Heimi Guðjónsson sem dragdrottninguna Gógó Starr, sem er ein af fáum atvinnu-dragdrottningum í fullu starfi hér á landi. Sigurður stefnir á að flytja til Bandaríkjanna og segir að fordómar hvetji hann til þess að verða enn sýnilegri. „Ég fór fyrst í drag fyrir tíu árum þegar ég var að byrja í framhaldsskóla árið 2009,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ég byrjaði í framhaldsskólaleikfélagi, endaði í draghlutverki þar og einhvern veginn fann það hvað ég dýrkaði þetta mikið. Fyrir tveimur árum hætti ég svo í vinnunni minni og fór að gera þetta í fullu starfi.“ Sigurður kemur mjög reglulega fram á árshátíðum og skemmtunum, enda er Gógó Starr orðin þekkt persóna hér á landi. Starfið hans er alveg einstaklega fjölbreytt og skemmtilegt. „Svo sé ég um sýningarnar Drag-súgur, er partur af Reykjavík Kabarett og svo eru önnur verkefni eins og Endurminningar Valkyrju sem er verið að setja upp í Tjarnarbíó. Svo fer ég á árshátíðir og er að stökkva heim til fólks í gæsanir og steggjanir og allskonar skemmtilegt.“Fann sig í draginu í framhaldsskóla Hann segir að uppáhalds verkefnið sé samt að heimsækja félagsmiðstöðvar og ungliðahreyfingar. „Ef að ég er með drag þar þá hreinsa ég aðeins til í atriðinu, það er aðeins minna dónó en það er svo gaman að sjá ungdóminn dýrka þetta og taka svona vel í drag og hinsegin menningu þannig séð. Ég hugsa alltaf að ef ég hefði getað séð eitthvað svona á þessum aldri, þá hefði það gert mér mjög gott. Séð að þetta er í lagi, þetta er skemmtilegt, þetta er gaman, þetta er fyndið, eins og þú ert og allur sá pakki. Að skila því aðeins aftur til samfélagsins finnst mér mjög mikilvægt.“ Sigurður byrjaði að geta verið algjörlega hann sjálfur í menntaskóla, í kringum þann tíma sem hann byrjaði fyrst í dragi. Á framhaldsskólanum hafi hann fundið sig og „leyft sér að blómstra sem einstaklingur.“Gógó Starr sem valkyrjan Brynhildur.Mynd/Lilja JónsdóttirValkyrjan Brynhildur Það er brjálað að gera hjá Sigurði um þessar mundir. Í gær var frumsýning á Endurminningar Valkyrju en það er fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingar sem er að baki þessari sýningu sem er full af dragi, dansi, söng og húmor. „Þetta er búið að vera magnað en krefjandi tveggja mánaða æfingaferli. Allir í hópnum koma inn með sína styrkleika og saman gerum við glæsilegustu drag-revíu sem Ísland hefur séð.“ Sýningin er dragfögnuður til heiðurs hinni kynngimögnuðu kvenhetju, Brynhildi, en ásamt Gógó Starr koma þar fram Agatha P, Faye Knús og Sigga Eyrún. Fyrsta sýningin hjá Reykjavík Kabarett er svo í kvöld, 11. október. „Í Kabarett erum við núna ég, Lalli töframaður og Maísól á öllum sýningunum, af því að nú er hún Magga Maack bara nýbúin að eignast barn og verður ekki með okkur núna svo ég viti til, nema hún komi kannski inn með eitthvað Simba atriði. Hver veit?“ segir Sigurður og hlær. „Við erum búin að safna saman alveg frábæru fólki með okkur, þetta verður sannkölluð fjöllistahátíð. Engin sýning verður fullkomlega alveg eins þar sem við erum alltaf með mismunandi gesti með okkur. Þetta verður alveg sjúklega spennandi.“ Í dag er svo einnig Drag-Súgur svo Sigurður á ekki mikinn frítíma þessa dagana. „Þetta er ein sturlaðasta helgi sem ég hef haft í langan tíma. Það eru svo ótrúlega mörg verkefni í gangi.“ Leiðinlegast að þrífa farðann af Sigurður viðurkennir að hann eigi hugsanlega erfitt með að segja nei, en bætir við að dragið sé einfaldlega bara svo skemmtilegt. Dragið hefur þó einhverja ókosti, allavega einn eða tvo. „Það erfiðasta við dragið er teipa sig allan og vera þannig mjög lengi. Að vera með teip utan um hausinn til að halda hárinu á sínum stað. Erfiðasti parturinn er held ég svo að taka þetta allt af, ég bara nenni því aldrei. Það er búið að vera ótrúlega gaman, ótrúlega gefandi og skemmtilegt og svo kemur maður heim og langar bara að fara að sofa. En þá verður rúmið mitt útatað í öllu meikinu og glimmerinu. Þetta er samt algjört lúxusvandamál.“ Hann segist algjörlega hafa upplifað fordóma síðan hann byrjaði í dragi fyrir tíu árum síðan. „Að finna fyrir þeim finnst mér gefa mér eldmóð til að vera ennþá sýnilegri og gera ennþá meira og betur. Mér finnst mikilvægt að hlusta eftir þessum neikvæðu röddum á ákveðinn hátt þannig að maður muni að baráttan er ekki búin. Maður þarf að vera sýnilegur og vera ákveðin fyrirmynd fyrir fólk. Líka bara að fræða frekar en að hræða.“ Sigurður upplifði sérstaklega mikla fordóma þegar Gógó Starr fékk það hlutverk að leiða skrúðgönguna á 17. júní á síðasta ári sem fjallkonan.„Þetta var alveg mögnuð upplifun. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir hvað mestum fordómum gagnvart mér persónulega og mínu dragi. Þá komu einhverjir kakkalakkar út úr öllum holum og athugasemdakerfin loguðu, það kviknaði einhvern vegin í öllu hérna.“ Hann sér þó alls ekki eftir að hafa sagt já við þessu boði. „Það var samt sem áður svo mikill heiður og þetta var eitthvað sem ég hafði viljað gera í mjög langan tíma en bjóst ekki við að fá að gera á þessum skala. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og vona að þetta hafi opnað einhverjar dyr fyrir einhvern þarna úti.“Draumurinn að flytja til Bandaríkjanna Sigurður segir að áhugasamir eigi alls ekki að vera feimnir við að prófa, eða að minnsta að kosti koma og sjá sýningu. „Ef að fólk vill prufa sig áfram í dragi þá er ekkert sem ætti að vera að stoppa það. Við erum til dæmis með drag-lab sem er frí dragsýning á Gauknum í hverjum mánuði. Það getur í rauninni bara hver sem er skráð sig og verið með, heyrt í okkur í gegnum Facebook eða Instagram. Þarna er fólk að stíga sín fyrstu skref, það eru „performerar“ að prufa eitthvað nýtt, alls konar sniðugt og skemmtilegt.“ Ef fólk hafi áhuga á að prufa sig í Kabarett eða Burlesque dansi, þá sé sniðugt að hafa augun opin frir skemmtilegum námskeiðum. Sigurður hefur sjálfur verið að kenna á Burlesque námskeiðum í Kramhúsinu. „Þetta eru svo ótrúlega mikil hliðarsviðslistarform að það passa ótrúlegustu hlutir þarna inn. Að leika sér að búa til atriði getur verið svo magnað Draumahlutverk Sigurðar er að komast í raunveruleikaþættina RuPaul‘s Drag Race sem framleiddir eru af Netflix, svo það er aldrei að vita nema aðdáendur þáttanna fái að sjá Gógó Starr þar í framtíðinni.„Það er á to-do listanum. Ég hef reynt að hefja umsóknarferlið en þú þarft því miður að vera bandarískur ríkisborgari eða með græna kortið. Það er svolítið bara í vinnslu og hver veit hvað gerist næst.“ Hann gæti hugsað sér að flytja til Bandaríkjanna en þó aðeins tímabundið og eru það borgirnar New York og San Fransisco sem heilla mest þó að leigan þar sé mjög há. „Það er eitthvað sem mig langar mikið að gera, að flytja til Bandaríkjanna og leika mér aðeins þar. En það er eitthvað íslenskt þjóðarstolt í mér, ég myndi alltaf, allan daginn, koma aftur,“ segir Sigurður að lokum. Leikhús Viðtal Tengdar fréttir Dragdrottningin Gógó Starr mun leiða skrúðgönguna á 17. júní í hlutverki fjallkonunnar Sigurður segir að hann muni ekki taka að sér að lesa upp ljóð í tengslum við hátíðarhöldin heldur verður leikkona í því hlutverki. 14. júní 2018 11:43 Valkyrjur taka yfir Tjarnarbíó: Dragfögnuður til heiðurs kvenhetjunni Brynhildi Á fimmtudaginn frumsýnir fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingar nýja drag-revíu. 8. október 2019 13:00 Margrét Erla og Tómas eignuðust stúlku Fjöllistakonan Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eignuðust í morgun stúlku, nánar tiltekið klukkan 9:52 á Landspítalanum. 9. október 2019 14:15 Dragdrottning óskaði sjálf eftir draumahlutverkinu Dragdrottning mun í fyrsta sinn bregða sér í hlutverk fjallkonunnar í skrúðgöngu Höfuðborgarstofu á morgun. Drottningin sjálf óskaði eftir hlutverkinu, sem er stórt skref fyrir Samtökin 78. 16. júní 2018 19:45 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Margir þekkja Sigurð Heimi Guðjónsson sem dragdrottninguna Gógó Starr, sem er ein af fáum atvinnu-dragdrottningum í fullu starfi hér á landi. Sigurður stefnir á að flytja til Bandaríkjanna og segir að fordómar hvetji hann til þess að verða enn sýnilegri. „Ég fór fyrst í drag fyrir tíu árum þegar ég var að byrja í framhaldsskóla árið 2009,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ég byrjaði í framhaldsskólaleikfélagi, endaði í draghlutverki þar og einhvern veginn fann það hvað ég dýrkaði þetta mikið. Fyrir tveimur árum hætti ég svo í vinnunni minni og fór að gera þetta í fullu starfi.“ Sigurður kemur mjög reglulega fram á árshátíðum og skemmtunum, enda er Gógó Starr orðin þekkt persóna hér á landi. Starfið hans er alveg einstaklega fjölbreytt og skemmtilegt. „Svo sé ég um sýningarnar Drag-súgur, er partur af Reykjavík Kabarett og svo eru önnur verkefni eins og Endurminningar Valkyrju sem er verið að setja upp í Tjarnarbíó. Svo fer ég á árshátíðir og er að stökkva heim til fólks í gæsanir og steggjanir og allskonar skemmtilegt.“Fann sig í draginu í framhaldsskóla Hann segir að uppáhalds verkefnið sé samt að heimsækja félagsmiðstöðvar og ungliðahreyfingar. „Ef að ég er með drag þar þá hreinsa ég aðeins til í atriðinu, það er aðeins minna dónó en það er svo gaman að sjá ungdóminn dýrka þetta og taka svona vel í drag og hinsegin menningu þannig séð. Ég hugsa alltaf að ef ég hefði getað séð eitthvað svona á þessum aldri, þá hefði það gert mér mjög gott. Séð að þetta er í lagi, þetta er skemmtilegt, þetta er gaman, þetta er fyndið, eins og þú ert og allur sá pakki. Að skila því aðeins aftur til samfélagsins finnst mér mjög mikilvægt.“ Sigurður byrjaði að geta verið algjörlega hann sjálfur í menntaskóla, í kringum þann tíma sem hann byrjaði fyrst í dragi. Á framhaldsskólanum hafi hann fundið sig og „leyft sér að blómstra sem einstaklingur.“Gógó Starr sem valkyrjan Brynhildur.Mynd/Lilja JónsdóttirValkyrjan Brynhildur Það er brjálað að gera hjá Sigurði um þessar mundir. Í gær var frumsýning á Endurminningar Valkyrju en það er fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingar sem er að baki þessari sýningu sem er full af dragi, dansi, söng og húmor. „Þetta er búið að vera magnað en krefjandi tveggja mánaða æfingaferli. Allir í hópnum koma inn með sína styrkleika og saman gerum við glæsilegustu drag-revíu sem Ísland hefur séð.“ Sýningin er dragfögnuður til heiðurs hinni kynngimögnuðu kvenhetju, Brynhildi, en ásamt Gógó Starr koma þar fram Agatha P, Faye Knús og Sigga Eyrún. Fyrsta sýningin hjá Reykjavík Kabarett er svo í kvöld, 11. október. „Í Kabarett erum við núna ég, Lalli töframaður og Maísól á öllum sýningunum, af því að nú er hún Magga Maack bara nýbúin að eignast barn og verður ekki með okkur núna svo ég viti til, nema hún komi kannski inn með eitthvað Simba atriði. Hver veit?“ segir Sigurður og hlær. „Við erum búin að safna saman alveg frábæru fólki með okkur, þetta verður sannkölluð fjöllistahátíð. Engin sýning verður fullkomlega alveg eins þar sem við erum alltaf með mismunandi gesti með okkur. Þetta verður alveg sjúklega spennandi.“ Í dag er svo einnig Drag-Súgur svo Sigurður á ekki mikinn frítíma þessa dagana. „Þetta er ein sturlaðasta helgi sem ég hef haft í langan tíma. Það eru svo ótrúlega mörg verkefni í gangi.“ Leiðinlegast að þrífa farðann af Sigurður viðurkennir að hann eigi hugsanlega erfitt með að segja nei, en bætir við að dragið sé einfaldlega bara svo skemmtilegt. Dragið hefur þó einhverja ókosti, allavega einn eða tvo. „Það erfiðasta við dragið er teipa sig allan og vera þannig mjög lengi. Að vera með teip utan um hausinn til að halda hárinu á sínum stað. Erfiðasti parturinn er held ég svo að taka þetta allt af, ég bara nenni því aldrei. Það er búið að vera ótrúlega gaman, ótrúlega gefandi og skemmtilegt og svo kemur maður heim og langar bara að fara að sofa. En þá verður rúmið mitt útatað í öllu meikinu og glimmerinu. Þetta er samt algjört lúxusvandamál.“ Hann segist algjörlega hafa upplifað fordóma síðan hann byrjaði í dragi fyrir tíu árum síðan. „Að finna fyrir þeim finnst mér gefa mér eldmóð til að vera ennþá sýnilegri og gera ennþá meira og betur. Mér finnst mikilvægt að hlusta eftir þessum neikvæðu röddum á ákveðinn hátt þannig að maður muni að baráttan er ekki búin. Maður þarf að vera sýnilegur og vera ákveðin fyrirmynd fyrir fólk. Líka bara að fræða frekar en að hræða.“ Sigurður upplifði sérstaklega mikla fordóma þegar Gógó Starr fékk það hlutverk að leiða skrúðgönguna á 17. júní á síðasta ári sem fjallkonan.„Þetta var alveg mögnuð upplifun. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir hvað mestum fordómum gagnvart mér persónulega og mínu dragi. Þá komu einhverjir kakkalakkar út úr öllum holum og athugasemdakerfin loguðu, það kviknaði einhvern vegin í öllu hérna.“ Hann sér þó alls ekki eftir að hafa sagt já við þessu boði. „Það var samt sem áður svo mikill heiður og þetta var eitthvað sem ég hafði viljað gera í mjög langan tíma en bjóst ekki við að fá að gera á þessum skala. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og vona að þetta hafi opnað einhverjar dyr fyrir einhvern þarna úti.“Draumurinn að flytja til Bandaríkjanna Sigurður segir að áhugasamir eigi alls ekki að vera feimnir við að prófa, eða að minnsta að kosti koma og sjá sýningu. „Ef að fólk vill prufa sig áfram í dragi þá er ekkert sem ætti að vera að stoppa það. Við erum til dæmis með drag-lab sem er frí dragsýning á Gauknum í hverjum mánuði. Það getur í rauninni bara hver sem er skráð sig og verið með, heyrt í okkur í gegnum Facebook eða Instagram. Þarna er fólk að stíga sín fyrstu skref, það eru „performerar“ að prufa eitthvað nýtt, alls konar sniðugt og skemmtilegt.“ Ef fólk hafi áhuga á að prufa sig í Kabarett eða Burlesque dansi, þá sé sniðugt að hafa augun opin frir skemmtilegum námskeiðum. Sigurður hefur sjálfur verið að kenna á Burlesque námskeiðum í Kramhúsinu. „Þetta eru svo ótrúlega mikil hliðarsviðslistarform að það passa ótrúlegustu hlutir þarna inn. Að leika sér að búa til atriði getur verið svo magnað Draumahlutverk Sigurðar er að komast í raunveruleikaþættina RuPaul‘s Drag Race sem framleiddir eru af Netflix, svo það er aldrei að vita nema aðdáendur þáttanna fái að sjá Gógó Starr þar í framtíðinni.„Það er á to-do listanum. Ég hef reynt að hefja umsóknarferlið en þú þarft því miður að vera bandarískur ríkisborgari eða með græna kortið. Það er svolítið bara í vinnslu og hver veit hvað gerist næst.“ Hann gæti hugsað sér að flytja til Bandaríkjanna en þó aðeins tímabundið og eru það borgirnar New York og San Fransisco sem heilla mest þó að leigan þar sé mjög há. „Það er eitthvað sem mig langar mikið að gera, að flytja til Bandaríkjanna og leika mér aðeins þar. En það er eitthvað íslenskt þjóðarstolt í mér, ég myndi alltaf, allan daginn, koma aftur,“ segir Sigurður að lokum.
Leikhús Viðtal Tengdar fréttir Dragdrottningin Gógó Starr mun leiða skrúðgönguna á 17. júní í hlutverki fjallkonunnar Sigurður segir að hann muni ekki taka að sér að lesa upp ljóð í tengslum við hátíðarhöldin heldur verður leikkona í því hlutverki. 14. júní 2018 11:43 Valkyrjur taka yfir Tjarnarbíó: Dragfögnuður til heiðurs kvenhetjunni Brynhildi Á fimmtudaginn frumsýnir fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingar nýja drag-revíu. 8. október 2019 13:00 Margrét Erla og Tómas eignuðust stúlku Fjöllistakonan Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eignuðust í morgun stúlku, nánar tiltekið klukkan 9:52 á Landspítalanum. 9. október 2019 14:15 Dragdrottning óskaði sjálf eftir draumahlutverkinu Dragdrottning mun í fyrsta sinn bregða sér í hlutverk fjallkonunnar í skrúðgöngu Höfuðborgarstofu á morgun. Drottningin sjálf óskaði eftir hlutverkinu, sem er stórt skref fyrir Samtökin 78. 16. júní 2018 19:45 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Dragdrottningin Gógó Starr mun leiða skrúðgönguna á 17. júní í hlutverki fjallkonunnar Sigurður segir að hann muni ekki taka að sér að lesa upp ljóð í tengslum við hátíðarhöldin heldur verður leikkona í því hlutverki. 14. júní 2018 11:43
Valkyrjur taka yfir Tjarnarbíó: Dragfögnuður til heiðurs kvenhetjunni Brynhildi Á fimmtudaginn frumsýnir fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingar nýja drag-revíu. 8. október 2019 13:00
Margrét Erla og Tómas eignuðust stúlku Fjöllistakonan Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eignuðust í morgun stúlku, nánar tiltekið klukkan 9:52 á Landspítalanum. 9. október 2019 14:15
Dragdrottning óskaði sjálf eftir draumahlutverkinu Dragdrottning mun í fyrsta sinn bregða sér í hlutverk fjallkonunnar í skrúðgöngu Höfuðborgarstofu á morgun. Drottningin sjálf óskaði eftir hlutverkinu, sem er stórt skref fyrir Samtökin 78. 16. júní 2018 19:45