Tollasamningar Íslands við Evrópu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. október 2019 11:30 18-20% af allri innanlandsneyslu flutt inn Þann 17. september 2015 voru gerðir tollasamningar við ESB. Í þeim er gert ráð fyrir mikilli aukningu á innflutningi frá ESB. Árið 2021 er gert ráð fyrir að hann verði að fullu kominn til framkvæmda. Aukning í innflutningi er gríðarleg í þessum samningum og útflutningurinn í samningunum er að mestu bundinn við mjólkurafurðir og kindakjöt. En þegar magntölur í þessum samningi eru teknar saman þá sést hvað þessir samningar eru gríðarlega óhagstæðir og hreinlega aðför að íslenskum landbúnaði. Í stuttu máli þá munum við Íslendingar fá að flytja út 8.800 tonn af landbúnaðarvörum til Landa Evrópusambandsins. Á móti þá má flytja inn 3.812 tonn af landbúnaðarvörum til Íslands á lágum eða engum tollum frá Evrópusambandslöndum. Semsagt, Ísland með 338 þúsund íbúa leyfa innfluttning á 11,2 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn og fá í staðinn að flytja út 0,017 kg. á hvert mannsbarn í Evrópu í staðinn. Samkvæmt núgildandi tollasamningum er leyfilegt magn á innflutningi á svína- og kjúklingakjöti frá Evrópu um 12% af allri innanlandsneyslu hér á landi, sem er gríðarlega hátt hlutfall. Þá er ótalið það magn sem flutt er inn í gegnum svokallaða „opna tollkvóta“ sem setur þetta hlutfall í 18-20% af innanlandsneyslu. Í samningnum eru stærstu flokkar innflutnings: Alifuglakjöt: 856 tonn, svínakjöt: 700 tonn og nautakjöt: 696 tonn. Í samningnum eru stærstu flokkar í útflutningi: Skyr: 4.000 tonn, Kindakjöt 3.050 tonn og Smjör: 500 tonn. Þessir tollasamningar eru með öllu óháðir afurðaverðmætum. Þessir samningar gætu því hæglega leitt til vöruskiptahalla. Þrátt fyrir þennan mun í tonnum talið þá getur verið mikill verðmunur á kjötvörum og afurðu inn og út úr landinu. Ísland er ekki að flytja út allt þetta magn mjólkurafurða sem kveðið er á um í samningnum og því líklegra en hitt að af þessum samningum er snýr að landbúnaðarvörum er gríðarlegur viðskiptahalli. Þessir tollasamningar eru því slæmir efnahagslega og framkvæmd þeirra er ansi ógagnsæ.Aftrar innlendri framleiðslu Það sem er samt alvarlegast við þessa samninga er sú staðreynd að þeir aftrar innlendri ræktun og framleiðslu. Innlendir framleiðendur eru heftir á mettum markaði. Þessi mikli innflutningur aftrar bændum frá því að fjárfesta í sínum greinum. Sérstaklega á þetta við um svínabændur og kjúklingabændur enda er verið að flytja inn 18-20% af allri innanlandsneyslu í þessum tveimur flokkum. Ofan á það er útfluttningur á þessum afurðum takmarkaður. Í svínakjöti má flytja inn 700 tonn frá Evrópu en eingögnu flytja út 500 tonn. Í Alifuglakjöti má flytja inn 856 tonn frá Evrópu en ekki flytja út nema 300 tonn. Samningarnir aftrar bændum að fjárfesta í tækjabúnaði, vöruþróun, nýsköpun og að stækka sín bú sem eykur hagræði sem skilar lægra vöruverði til neytenda. Miklu nær væri að gera samninga sem eru í sama hlutfalli á milli markaðssvæða. Ef slíkt yrði gert í þessum samningi og við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við meigum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla eða á lágum tollum eða sem nemur 0,017 kg. á hvert mannsbarn. En ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja út 5.725.621 tonn til Evrópu, eða sem nemur 11,27 kg. á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu. En ekki bara 8.800 tonn. Slíkir samningar, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum bændum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Hvort sem væri til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað eða til útfluttnings. Enda munar gríðarlega um 18 -20% hlutdeild á takmörkuðum markaði.Forsendubrestur í BREXIT Nú þegar Bretar eru að klára sín mál með útgöngu úr ESB þá vekur það vissulega upp spurningar um forsendur tollasamninga Íslands við Evrópusambandið. Það munar verulega um það þegar 67 milljóna manna markaður gengur út úr samningi við 512 milljóna manna markað. Um er að ræða 13% minnkun með þessari einu útgöngu. Utanríkisráðherra hefur þegar gert ákveðnar ráðstafanir með þá stöðu og gert ramma um samkomulag við Breta þegar og ef af BREXIT verður. Samhliða því ættu Íslensk stjórnvöld að undirbúa nýja samninga við Evrópusambandið í ljósi þessara breyttu forsendna og þá væri gott að menn hefðu í huga ofangreindar skekkjur sem verið hefur í tollasamningum milli Íslands og Evrópu.Höfundur er talsmaður FESK - Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
18-20% af allri innanlandsneyslu flutt inn Þann 17. september 2015 voru gerðir tollasamningar við ESB. Í þeim er gert ráð fyrir mikilli aukningu á innflutningi frá ESB. Árið 2021 er gert ráð fyrir að hann verði að fullu kominn til framkvæmda. Aukning í innflutningi er gríðarleg í þessum samningum og útflutningurinn í samningunum er að mestu bundinn við mjólkurafurðir og kindakjöt. En þegar magntölur í þessum samningi eru teknar saman þá sést hvað þessir samningar eru gríðarlega óhagstæðir og hreinlega aðför að íslenskum landbúnaði. Í stuttu máli þá munum við Íslendingar fá að flytja út 8.800 tonn af landbúnaðarvörum til Landa Evrópusambandsins. Á móti þá má flytja inn 3.812 tonn af landbúnaðarvörum til Íslands á lágum eða engum tollum frá Evrópusambandslöndum. Semsagt, Ísland með 338 þúsund íbúa leyfa innfluttning á 11,2 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn og fá í staðinn að flytja út 0,017 kg. á hvert mannsbarn í Evrópu í staðinn. Samkvæmt núgildandi tollasamningum er leyfilegt magn á innflutningi á svína- og kjúklingakjöti frá Evrópu um 12% af allri innanlandsneyslu hér á landi, sem er gríðarlega hátt hlutfall. Þá er ótalið það magn sem flutt er inn í gegnum svokallaða „opna tollkvóta“ sem setur þetta hlutfall í 18-20% af innanlandsneyslu. Í samningnum eru stærstu flokkar innflutnings: Alifuglakjöt: 856 tonn, svínakjöt: 700 tonn og nautakjöt: 696 tonn. Í samningnum eru stærstu flokkar í útflutningi: Skyr: 4.000 tonn, Kindakjöt 3.050 tonn og Smjör: 500 tonn. Þessir tollasamningar eru með öllu óháðir afurðaverðmætum. Þessir samningar gætu því hæglega leitt til vöruskiptahalla. Þrátt fyrir þennan mun í tonnum talið þá getur verið mikill verðmunur á kjötvörum og afurðu inn og út úr landinu. Ísland er ekki að flytja út allt þetta magn mjólkurafurða sem kveðið er á um í samningnum og því líklegra en hitt að af þessum samningum er snýr að landbúnaðarvörum er gríðarlegur viðskiptahalli. Þessir tollasamningar eru því slæmir efnahagslega og framkvæmd þeirra er ansi ógagnsæ.Aftrar innlendri framleiðslu Það sem er samt alvarlegast við þessa samninga er sú staðreynd að þeir aftrar innlendri ræktun og framleiðslu. Innlendir framleiðendur eru heftir á mettum markaði. Þessi mikli innflutningur aftrar bændum frá því að fjárfesta í sínum greinum. Sérstaklega á þetta við um svínabændur og kjúklingabændur enda er verið að flytja inn 18-20% af allri innanlandsneyslu í þessum tveimur flokkum. Ofan á það er útfluttningur á þessum afurðum takmarkaður. Í svínakjöti má flytja inn 700 tonn frá Evrópu en eingögnu flytja út 500 tonn. Í Alifuglakjöti má flytja inn 856 tonn frá Evrópu en ekki flytja út nema 300 tonn. Samningarnir aftrar bændum að fjárfesta í tækjabúnaði, vöruþróun, nýsköpun og að stækka sín bú sem eykur hagræði sem skilar lægra vöruverði til neytenda. Miklu nær væri að gera samninga sem eru í sama hlutfalli á milli markaðssvæða. Ef slíkt yrði gert í þessum samningi og við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við meigum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla eða á lágum tollum eða sem nemur 0,017 kg. á hvert mannsbarn. En ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja út 5.725.621 tonn til Evrópu, eða sem nemur 11,27 kg. á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu. En ekki bara 8.800 tonn. Slíkir samningar, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum bændum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Hvort sem væri til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað eða til útfluttnings. Enda munar gríðarlega um 18 -20% hlutdeild á takmörkuðum markaði.Forsendubrestur í BREXIT Nú þegar Bretar eru að klára sín mál með útgöngu úr ESB þá vekur það vissulega upp spurningar um forsendur tollasamninga Íslands við Evrópusambandið. Það munar verulega um það þegar 67 milljóna manna markaður gengur út úr samningi við 512 milljóna manna markað. Um er að ræða 13% minnkun með þessari einu útgöngu. Utanríkisráðherra hefur þegar gert ákveðnar ráðstafanir með þá stöðu og gert ramma um samkomulag við Breta þegar og ef af BREXIT verður. Samhliða því ættu Íslensk stjórnvöld að undirbúa nýja samninga við Evrópusambandið í ljósi þessara breyttu forsendna og þá væri gott að menn hefðu í huga ofangreindar skekkjur sem verið hefur í tollasamningum milli Íslands og Evrópu.Höfundur er talsmaður FESK - Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun