„Ef Liverpool vinnur Man. City í nóvember þá er þetta komið hjá þeim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 10:00 Leikmenn Liverpool fagna marki í gærkvöldi. Getty/Andrew Powell Það eru bara níu umferðir búnar að ensku úrvalsdeildinni en knattspyrnuspekingur Sky Sports var samt alveg klár í að henda út risastórri yfirlýsingu. Liverpool er með sex stiga forystu á Mancheter City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði fyrstu stigum sínum í leik númer níu þegar Liverpool menn björguðu stigi á móti Manchester United á Old Trafford um síðustu helgi. Paul Merson var mættur í settið hjá Sky Sports í gærkvöldi þar sem farið var yfir Liverpool-liðið. Liverpool 4-1 útisigur á belgíska félaginu Genk í gær og Merson var spurður út í mat sitt á Liverpool liðinu á þessari stundu eins og sjá má hér fyrir neðan."I think if they beat them, that's it" "Bit early to say that in November, surely?" Paul Merson thinks if Liverpool defeat Man City at Anfield in November, they will wrap up the Premier League title Watch The Debate on Sky Sports Premier League #LFC#MCFC#PLpic.twitter.com/YESx5VMVxt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 23, 2019„Liverpool var ekki að tapa stigum á Old Trafford heldur var þetta unnið stig hjá liðinu. Leikirnir á móti Manchester United eru eins og bikarúrslitaleikir. Þeir sem horfðu á leikinn voru líka að velta því fyrir sér af hverju United liðið spilar ekki svona vel í hverri viku,“ sagði Paul Merson. „Sex stiga forskot er ennþá mikið forskot og Liverpool tekur á móti Manchester City á heimavelli sínum áður en þeir mæta þeim á útivelli,“ sagði Merson en Liverpool fær Manchester City í heimsókn á Anfield 11. nóvember næstkomandi. „Ef Liverpool vinnur Man. City í nóvember þá er þetta komið hjá þeim,“ sagði Merson en er ekki full snemmt að koma með slíkar yfirlýsingar? „Við erum að tala um lið sem tapaði aðeins einum leik á síðasta tímabili og hefur unnið alla leiki nema einn á þessu tímabili og sá endaði með jafntefli. Þetta er ekki fótboltalið sem er að fara að tapa fimm leikjum eftir það því það þyrfti að gerast. Manchester City vinnur aldrei alla leikina sína,“ sagði Merson. Paul Merson spilaði yfir 300 leiki með Arsenal og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar sinnum með félaginu. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Það eru bara níu umferðir búnar að ensku úrvalsdeildinni en knattspyrnuspekingur Sky Sports var samt alveg klár í að henda út risastórri yfirlýsingu. Liverpool er með sex stiga forystu á Mancheter City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði fyrstu stigum sínum í leik númer níu þegar Liverpool menn björguðu stigi á móti Manchester United á Old Trafford um síðustu helgi. Paul Merson var mættur í settið hjá Sky Sports í gærkvöldi þar sem farið var yfir Liverpool-liðið. Liverpool 4-1 útisigur á belgíska félaginu Genk í gær og Merson var spurður út í mat sitt á Liverpool liðinu á þessari stundu eins og sjá má hér fyrir neðan."I think if they beat them, that's it" "Bit early to say that in November, surely?" Paul Merson thinks if Liverpool defeat Man City at Anfield in November, they will wrap up the Premier League title Watch The Debate on Sky Sports Premier League #LFC#MCFC#PLpic.twitter.com/YESx5VMVxt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 23, 2019„Liverpool var ekki að tapa stigum á Old Trafford heldur var þetta unnið stig hjá liðinu. Leikirnir á móti Manchester United eru eins og bikarúrslitaleikir. Þeir sem horfðu á leikinn voru líka að velta því fyrir sér af hverju United liðið spilar ekki svona vel í hverri viku,“ sagði Paul Merson. „Sex stiga forskot er ennþá mikið forskot og Liverpool tekur á móti Manchester City á heimavelli sínum áður en þeir mæta þeim á útivelli,“ sagði Merson en Liverpool fær Manchester City í heimsókn á Anfield 11. nóvember næstkomandi. „Ef Liverpool vinnur Man. City í nóvember þá er þetta komið hjá þeim,“ sagði Merson en er ekki full snemmt að koma með slíkar yfirlýsingar? „Við erum að tala um lið sem tapaði aðeins einum leik á síðasta tímabili og hefur unnið alla leiki nema einn á þessu tímabili og sá endaði með jafntefli. Þetta er ekki fótboltalið sem er að fara að tapa fimm leikjum eftir það því það þyrfti að gerast. Manchester City vinnur aldrei alla leikina sína,“ sagði Merson. Paul Merson spilaði yfir 300 leiki með Arsenal og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar sinnum með félaginu. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira