ADHD kemur það mér við? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2019 11:30 Einfalda svarið er JÁ. Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. Einstaklingar með ADHD þurfa að leita sér upplýsinga um ADHD og læra hvernig best má nýta þessa eiginleika og koma um leið í veg fyrir óæskilegar uppákomur.ADHD er allstaðar En þið hin sem ekki hafið ADHD af hverju kemur þetta ykkur við? Börn spegla sig í fullorðnum og því skiptir skilningur þeirra sem ekki eru með ADHD miklu fyrir barn með ADHD. Í dag greinast börn fyrr en áður var, sem þýðir að fyrr er byrjað að vinna með þeim. Þessi börn geta verið nemendur ykkar, bekkjarfélagar barnanna ykkar, liðsfélagar, nánir vinir og svona mætti lengi telja. Með þekkingu öðlast barnið aukin skilning, fær annað viðmót sem getur verið ómetanlegt þar sem börn með ADHD lenda oft á tíðum í mótlæti og þar getur eitt bros eða faðmlag hjálpað mikið. Ef við sem erum fyrirmyndirnar vöndum okkur, hvernig við ræðum um ADHD og þá einstaklinga sem hafa það, getum við í leiðinni búið til jákvætt viðhorf og skilning hjá öðrum.#snillingar Það eru ekki eingöngu börn sem eru með ADHD og í raun má segja að allt ofangreint gildi jafnframt á vinnumarkaðinum. Það er kannski minna um knús á vinnumarkaðinum en skilningur og jákvætt viðhorf er dýrmætt. Vinnuveitendur geta með skilningi á ADHD jafnvel fengið meira út úr starfskrafti sínum, hugsanlega þarf hann sjónræn skilaboð, fer aðrar leiðir en hinir en skilar jafnvel meiru í lokin, kemur með nýja sýn á mál og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það skýrt fram að ADHD er ástæða en ekki afsökun og það er mikilvægt að vinna með jákvæðu styrkleikana sem fylgja en yppa ekki öxlum og gefast upp.#TakkADHD Ég hef áður kallað eftir jákvæðari umfjöllun fjölmiðla um ADHD. Nú í ADHD vitundarmánuðinum vil ég benda á að þú og ég, við öll sem samfélag, getum með auknum skilningi á ADHD lagt okkar af mörkum til að börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir með ADHD verði ekki eins oft fyrir höfnun, upplifi síður að enginn skilji þau og finnist sjaldnar að þau séu ekki nógu góð.Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Einfalda svarið er JÁ. Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. Einstaklingar með ADHD þurfa að leita sér upplýsinga um ADHD og læra hvernig best má nýta þessa eiginleika og koma um leið í veg fyrir óæskilegar uppákomur.ADHD er allstaðar En þið hin sem ekki hafið ADHD af hverju kemur þetta ykkur við? Börn spegla sig í fullorðnum og því skiptir skilningur þeirra sem ekki eru með ADHD miklu fyrir barn með ADHD. Í dag greinast börn fyrr en áður var, sem þýðir að fyrr er byrjað að vinna með þeim. Þessi börn geta verið nemendur ykkar, bekkjarfélagar barnanna ykkar, liðsfélagar, nánir vinir og svona mætti lengi telja. Með þekkingu öðlast barnið aukin skilning, fær annað viðmót sem getur verið ómetanlegt þar sem börn með ADHD lenda oft á tíðum í mótlæti og þar getur eitt bros eða faðmlag hjálpað mikið. Ef við sem erum fyrirmyndirnar vöndum okkur, hvernig við ræðum um ADHD og þá einstaklinga sem hafa það, getum við í leiðinni búið til jákvætt viðhorf og skilning hjá öðrum.#snillingar Það eru ekki eingöngu börn sem eru með ADHD og í raun má segja að allt ofangreint gildi jafnframt á vinnumarkaðinum. Það er kannski minna um knús á vinnumarkaðinum en skilningur og jákvætt viðhorf er dýrmætt. Vinnuveitendur geta með skilningi á ADHD jafnvel fengið meira út úr starfskrafti sínum, hugsanlega þarf hann sjónræn skilaboð, fer aðrar leiðir en hinir en skilar jafnvel meiru í lokin, kemur með nýja sýn á mál og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það skýrt fram að ADHD er ástæða en ekki afsökun og það er mikilvægt að vinna með jákvæðu styrkleikana sem fylgja en yppa ekki öxlum og gefast upp.#TakkADHD Ég hef áður kallað eftir jákvæðari umfjöllun fjölmiðla um ADHD. Nú í ADHD vitundarmánuðinum vil ég benda á að þú og ég, við öll sem samfélag, getum með auknum skilningi á ADHD lagt okkar af mörkum til að börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir með ADHD verði ekki eins oft fyrir höfnun, upplifi síður að enginn skilji þau og finnist sjaldnar að þau séu ekki nógu góð.Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun