Segja eitt en gera annað Edda Hermannsdóttir skrifar 21. október 2019 09:00 Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. Börn mótmæla úti á götum um allan heim og fræða foreldra sína dyggilega um flokkun á rusli á meðan stefnt er að kolefnishlutlausu Íslandi fyrir árið 2040. Því við vitum afleiðingarnar; meira plast en fiskar í sjónum, yfirborð sjávar hækkar og þurr svæði verða enn þurrari. En þetta vitum við. Þegar einstaklingar geta haft mikil áhrif þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess þegar fyrirtæki taka sig til og breyta sinni hegðun. Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar. Þegar fyrirtæki markaðssetja sig eða eiga í samskiptum við viðskiptavini þarf líka að huga að þessum málum svo þetta verði ekki spariorð í samfélagsskýrslum. Við hjá Íslandsbanka þurftum að fara í gegnum þessa naflaskoðun líkt og öll önnur fyrirtæki og erum byrjuð á þeirri vegferð. En við sáum strax mótsögnina í því sem við vorum að tala um. Kolefnisjöfnum starfsemina en segjum ungum krökkum að setja peninginn sinn í þennan fína plastbauk sem við fljúgum alla leið til Íslands frá Kína. Tölum um jafnrétti af miklum eldmóð en auglýsum bankann hjá fjölmiðlum þar sem fáar sem engar konur fá tækifæri til að komast á dagskrá. Tölum um jafnt kynjahlutfall en kaupum þjónustu af fyrirtækjum eingöngu skipuðum karlmönnum. Pappamál í stað plasts í útibúum en gefum litlum krökkum dót úr plasti eða fyllum fang þeirra af dóti sem þau missa áhugann á um leið og heim er komið enda fáir jafn meðvitaðir um umhverfið og þau. Skrifum um sóun en prentum út skýrslur og fyllum fundarborð af plastpennum og bréfsefni sem fer beint í ruslið. En þetta er breytt og það skiptir máli. Stórt fyrirtæki sem hreyfir sig í þessa átt er svo sannarlega öflugt og jákvætt hreyfiafl. Það verður ekki talað um sjálfbærni á tyllidögum, þetta verður rætt á hverjum degi við hverja ákvörðun og það má spyrja allra óþægilegu spurninganna. Við kveðjum því plastbaukinn og kynnum pappabaukinn. Við gefum ekki börnum plastvörur fyrir að spara heldur aukum við skemmtilega upplifun, við forðumst að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum, við prentum ekki skýrslur og við kveðjum auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla. Við verðum seint fullkomin en við erum að reyna, fyrir framtíðina. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Íslenskir bankar Loftslagsmál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. Börn mótmæla úti á götum um allan heim og fræða foreldra sína dyggilega um flokkun á rusli á meðan stefnt er að kolefnishlutlausu Íslandi fyrir árið 2040. Því við vitum afleiðingarnar; meira plast en fiskar í sjónum, yfirborð sjávar hækkar og þurr svæði verða enn þurrari. En þetta vitum við. Þegar einstaklingar geta haft mikil áhrif þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess þegar fyrirtæki taka sig til og breyta sinni hegðun. Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar. Þegar fyrirtæki markaðssetja sig eða eiga í samskiptum við viðskiptavini þarf líka að huga að þessum málum svo þetta verði ekki spariorð í samfélagsskýrslum. Við hjá Íslandsbanka þurftum að fara í gegnum þessa naflaskoðun líkt og öll önnur fyrirtæki og erum byrjuð á þeirri vegferð. En við sáum strax mótsögnina í því sem við vorum að tala um. Kolefnisjöfnum starfsemina en segjum ungum krökkum að setja peninginn sinn í þennan fína plastbauk sem við fljúgum alla leið til Íslands frá Kína. Tölum um jafnrétti af miklum eldmóð en auglýsum bankann hjá fjölmiðlum þar sem fáar sem engar konur fá tækifæri til að komast á dagskrá. Tölum um jafnt kynjahlutfall en kaupum þjónustu af fyrirtækjum eingöngu skipuðum karlmönnum. Pappamál í stað plasts í útibúum en gefum litlum krökkum dót úr plasti eða fyllum fang þeirra af dóti sem þau missa áhugann á um leið og heim er komið enda fáir jafn meðvitaðir um umhverfið og þau. Skrifum um sóun en prentum út skýrslur og fyllum fundarborð af plastpennum og bréfsefni sem fer beint í ruslið. En þetta er breytt og það skiptir máli. Stórt fyrirtæki sem hreyfir sig í þessa átt er svo sannarlega öflugt og jákvætt hreyfiafl. Það verður ekki talað um sjálfbærni á tyllidögum, þetta verður rætt á hverjum degi við hverja ákvörðun og það má spyrja allra óþægilegu spurninganna. Við kveðjum því plastbaukinn og kynnum pappabaukinn. Við gefum ekki börnum plastvörur fyrir að spara heldur aukum við skemmtilega upplifun, við forðumst að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum, við prentum ekki skýrslur og við kveðjum auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla. Við verðum seint fullkomin en við erum að reyna, fyrir framtíðina. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar