Má reikna með fleiri uppsögnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 12:17 Talið er að fyrirtæki haldi áfram að hagræða. Gert er ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting verði í tíu ára lágmarki á þessu ári. Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi. Hagfræðideild Landsbankans kynnti í morgun hagspá næstu fjögurra ára, eða frá 2019-2022. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti á þessu ári. Á næsta ári er spáð hóflegum tveggja prósenta vexti á ný. Daníel Svavarsson er forstöðumaður hagfræðideildarinnar. „Stærsta einstaka skýringin er náttúrulega áföllin í ferðaþjónsutnni. Fall WOW air. Þetta var mikið högg fyrir ferðaþjónustuna og samhliða þessu erum við að sjá miklar breytingar í atvinnuvegafjárfestingu. fyrirætkin eru að bregðast við breyttum horfum," segir Daníel. Hagfræðideildin spáir ríflega 21 prósenta samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu, þeim mesta frá hruni. „Það er útlit fyrir að samdrátturinn verði sá mesti frá árinu 2009," segir Daníel. Þar er WOW einnig stærsti áhrifaþátturinn.Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á hagkerfið á þessu ári.Vísir/vilhelm„Sá samdráttur sem við erum að sjá á þessu ári er til dæmis verið hjá bílaleigum, í hótelgeiranum og hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þannig þetta er mjög tengt ferðaþjónustunni. Hún er að ganga í gegnum ákveðna aðlögun núna," segir Daníel. Hagfræðideildin telur að stjórnvöld muni vega á móti þessu með aukinni opinberri fjárfestingu, líkt og til dæmis hefur verið boðað í vegakerfinu. Spáð er sex prósenta aukningu á þessu ári og tíu prósenta á næsta ári. Nokkuð hefur verið um hópuppsagnir og glötuð störf á síðustu misserum. Líkt og til dæmis hjá WOW air og Arion banka. Atvinnuleysi mældist 3,5 prósent í september og hafði þá aukist um 1,2% milli ára. Þá hefur atvinnuþátttaka einnig dregist lítillega saman. Talið er að það kuni að vera merki um dulið atvinnuleysi þar sem ákveðnir hópar kjósi að fara frekar út af vinnumarkaði í stað þess að standa í erfiðri atvinnuleit. Daníel spáir fleiri uppsögnum. Talið er að atvinnuleysi verði 3,6% í ár, hækki í 4% á næsta ári en lækki síðan aftur að núverandi ástandi, eða í 3,5% árið 2021. „Það má reikna með því að fyrirtæki haldi áfram að hagræða í vetur og á næsta ári. Það gæti skilað sér í lítilsháttar aukingu á atvinnuleysi á næstu misserum og árum," segir Daníel. Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi. Hagfræðideild Landsbankans kynnti í morgun hagspá næstu fjögurra ára, eða frá 2019-2022. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti á þessu ári. Á næsta ári er spáð hóflegum tveggja prósenta vexti á ný. Daníel Svavarsson er forstöðumaður hagfræðideildarinnar. „Stærsta einstaka skýringin er náttúrulega áföllin í ferðaþjónsutnni. Fall WOW air. Þetta var mikið högg fyrir ferðaþjónustuna og samhliða þessu erum við að sjá miklar breytingar í atvinnuvegafjárfestingu. fyrirætkin eru að bregðast við breyttum horfum," segir Daníel. Hagfræðideildin spáir ríflega 21 prósenta samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu, þeim mesta frá hruni. „Það er útlit fyrir að samdrátturinn verði sá mesti frá árinu 2009," segir Daníel. Þar er WOW einnig stærsti áhrifaþátturinn.Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á hagkerfið á þessu ári.Vísir/vilhelm„Sá samdráttur sem við erum að sjá á þessu ári er til dæmis verið hjá bílaleigum, í hótelgeiranum og hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þannig þetta er mjög tengt ferðaþjónustunni. Hún er að ganga í gegnum ákveðna aðlögun núna," segir Daníel. Hagfræðideildin telur að stjórnvöld muni vega á móti þessu með aukinni opinberri fjárfestingu, líkt og til dæmis hefur verið boðað í vegakerfinu. Spáð er sex prósenta aukningu á þessu ári og tíu prósenta á næsta ári. Nokkuð hefur verið um hópuppsagnir og glötuð störf á síðustu misserum. Líkt og til dæmis hjá WOW air og Arion banka. Atvinnuleysi mældist 3,5 prósent í september og hafði þá aukist um 1,2% milli ára. Þá hefur atvinnuþátttaka einnig dregist lítillega saman. Talið er að það kuni að vera merki um dulið atvinnuleysi þar sem ákveðnir hópar kjósi að fara frekar út af vinnumarkaði í stað þess að standa í erfiðri atvinnuleit. Daníel spáir fleiri uppsögnum. Talið er að atvinnuleysi verði 3,6% í ár, hækki í 4% á næsta ári en lækki síðan aftur að núverandi ástandi, eða í 3,5% árið 2021. „Það má reikna með því að fyrirtæki haldi áfram að hagræða í vetur og á næsta ári. Það gæti skilað sér í lítilsháttar aukingu á atvinnuleysi á næstu misserum og árum," segir Daníel.
Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira