Liverpool getur aftur stungið af Hjörvar Ólafsson skrifar 9. nóvember 2019 12:30 Klopp og Guardiola. vísir/getty Manchester City og Liverpool voru í algjörum sérflokki á síðasta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Baráttu liðanna um enska meistaratitilinn lauk í síðustu umferð deildarinnar síðasta vor þar sem Manchester City stóð uppi sem meistari. Liverpool var með forystu framan af tímabili í fyrra en sigur Manchester City í toppslag liðanna í janúarbyrjun reyndist vendipunktur á tímabilinu. Svipuð sviðsmynd er uppi núna þar sem Liverpool hefur sex stiga forskot á Manchester City fyrir leik liðanna í 12. umferð deildarinnar sem fram fer á Anfield á morgun. Liverpool hafði hins vegar sjö stiga forystu þegar leikurinn á Etihad-leikvanginum hófst á síðasta keppnistímabili. Leicester City og Chelsea eru svo í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni eins og sakir standa en ekki var búist við slíkum stórræðum af þeim liðum þegar yfirstandandi leiktíð hófst. Skotin hafa gengið á milli knattspyrnustjóra Manchester City og Liverpool en Pep Guardiola hóf vikuna á að saka Sadio Mané um leikaraskap og Jürgen Klopp svaraði þeim ummælum með því að væna Manchester City um að stunda taktísk brot með skipulögðum hætti. Þeir sögðu þó báðir að gagnkvæm virðing væri á milli þeirra og þeir hlökkuðu til þess að mætast um helgina. Manchester City er í vænlegri stöðu í riðli sínum í Meistaradeild Evrópu og gat farið nokkuð afslappað inn í leikinn gegn Atalanta í miðri viku. Púlsinn hefur samt líklega hækkað töluvert hjá Guardiola þegar hann sá aðalmarkvörð sinn, Ederson, rölta meiddan af velli í þeim leik. Ederson verður ekki klár í tæka tíð fyrir leik morgundagsins en líklega mun Claudio Bravo af þeim sökum standa á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Klopp gat aftur á móti leyft sér að hvíla Mohamed Salah sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur en hann fór af velli í upphafi síðari hálfleiks í sigrinum á móti Genk. Þá hefur Jordan Henderson hrist af sér veikindin sem urðu til þess að hann missti af leiknum við belgíska liðið. Einhverjar áhyggjuraddir sögðu Virgil van Dijk hafa meiðst en stuðningsmenn Liverpool geta sofið rólegir þar sem hann er klár í slaginn. Tölfræðin er á bandi Liverpool í þessum leik en liðið hefur einungis beðið ósigur einu sinni í síðustu 28 deildarleikjum liðanna á Anfield og Liverpool hefur ekki tapaði í 16 síðustu viðureignum liðanna í deildinni. Þegar litið er á síðustu fimm leiki liðanna í deildinni er jafnræði með þeim en ef 5-0 sigur Manchester City í leik þeirra í september árið 2017 er tekinn út fyrir sviga þá hefur hvort lið um sig haft betur í einum leik og tveimur leikjanna hefur lyktað með jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Manchester City og Liverpool voru í algjörum sérflokki á síðasta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Baráttu liðanna um enska meistaratitilinn lauk í síðustu umferð deildarinnar síðasta vor þar sem Manchester City stóð uppi sem meistari. Liverpool var með forystu framan af tímabili í fyrra en sigur Manchester City í toppslag liðanna í janúarbyrjun reyndist vendipunktur á tímabilinu. Svipuð sviðsmynd er uppi núna þar sem Liverpool hefur sex stiga forskot á Manchester City fyrir leik liðanna í 12. umferð deildarinnar sem fram fer á Anfield á morgun. Liverpool hafði hins vegar sjö stiga forystu þegar leikurinn á Etihad-leikvanginum hófst á síðasta keppnistímabili. Leicester City og Chelsea eru svo í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni eins og sakir standa en ekki var búist við slíkum stórræðum af þeim liðum þegar yfirstandandi leiktíð hófst. Skotin hafa gengið á milli knattspyrnustjóra Manchester City og Liverpool en Pep Guardiola hóf vikuna á að saka Sadio Mané um leikaraskap og Jürgen Klopp svaraði þeim ummælum með því að væna Manchester City um að stunda taktísk brot með skipulögðum hætti. Þeir sögðu þó báðir að gagnkvæm virðing væri á milli þeirra og þeir hlökkuðu til þess að mætast um helgina. Manchester City er í vænlegri stöðu í riðli sínum í Meistaradeild Evrópu og gat farið nokkuð afslappað inn í leikinn gegn Atalanta í miðri viku. Púlsinn hefur samt líklega hækkað töluvert hjá Guardiola þegar hann sá aðalmarkvörð sinn, Ederson, rölta meiddan af velli í þeim leik. Ederson verður ekki klár í tæka tíð fyrir leik morgundagsins en líklega mun Claudio Bravo af þeim sökum standa á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Klopp gat aftur á móti leyft sér að hvíla Mohamed Salah sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur en hann fór af velli í upphafi síðari hálfleiks í sigrinum á móti Genk. Þá hefur Jordan Henderson hrist af sér veikindin sem urðu til þess að hann missti af leiknum við belgíska liðið. Einhverjar áhyggjuraddir sögðu Virgil van Dijk hafa meiðst en stuðningsmenn Liverpool geta sofið rólegir þar sem hann er klár í slaginn. Tölfræðin er á bandi Liverpool í þessum leik en liðið hefur einungis beðið ósigur einu sinni í síðustu 28 deildarleikjum liðanna á Anfield og Liverpool hefur ekki tapaði í 16 síðustu viðureignum liðanna í deildinni. Þegar litið er á síðustu fimm leiki liðanna í deildinni er jafnræði með þeim en ef 5-0 sigur Manchester City í leik þeirra í september árið 2017 er tekinn út fyrir sviga þá hefur hvort lið um sig haft betur í einum leik og tveimur leikjanna hefur lyktað með jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira