Skoraði tvö mörk í Meistaradeildinni í gær en baðst afsökunar bæði í leiknum og eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 08:00 Son Heung-min þakkar fyrir allan stuðninginn með því að senda hjarta til stuðningsmanna Tottenham. Getty/Justin Setterfield Son Heung-min skoraði tvívegis í sigri Tottenham á Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í gær en Suður-Kóreumaðurinn var enn að hugsa um Portúgalann Andre Gomes eftir leikinn í gær. Son Heung-min bað Andre Gomes afsökunar í viðtölum við blaðamenn í Belgrad í gær. Það hefur ekkert farið milli mála að Son hefur liðið skelfilega eftir atvikið en bæði stjóri og liðsfélagar hans hafa sagt frá þjáningum Suður-Kóreumannsins. Son Heung-min fékk samt ekki síður samúð en Andre Gomes eftir ökklabrotið hryllilega í leiknum á Goodison Park.Spurs comfortably beat Red Star Belgrade and picked up their first away win in nine games. Read all about it: https://t.co/0zCLzydlLmpic.twitter.com/TNrjdP2fhO — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Brot Son hafði þær afleiðingar að Andre Gomes ökklabrotnaði illa í leik Everton og Tottenham um síðustu helgi. Son brotnaði algjörlega niður eftir atvikið en hann fékk að líta rautt spjald og spilaði ekki meira í leiknum ekki frekar en Andre Gomes. „Þetta hafa verið erfiðir dagar. Ég geri mér alveg grein fyrir því hversu heppinn ég er að fá allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum og liðsfélögunum,“ sagði Son Heung-min eftir leikinn í Meistaradeildinni í gær. Þetta var algjört slys enda var Son Heung-min bara að fara í tæklingu og ætlaði aldrei að meiða Portúgalann. Rauða spjaldið hans var seinna dregið til baka eftir áfrýjun frá Tottenham.Son scores a super goal and goes to the camera and says sorry down the lens, presumably aimed at Andre Gomes. Nice touch. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 6, 2019 „Ég verð að segja að mér þykir þetta virkilega leitt en ég varð samt sem áður að ná upp einbeitingu fyrir mitt lið. Ég varð að halda áfram því það voru réttu viðbrögðin eftir að hafa fengið allan þennan góða stuðning,“ sagði Son Heung-min. Bæði mörk Son Heung-min komu á fjögurra mínútna kafla en Tottenham vann leikinn 4-0. Athygli vakti líka að Son Heung-min fagnaði ekki fyrra markinu heldur horfði í myndavélina og virtist biðja Andre Gomes afsökunar í gegnum sjónvarpið. Það má sjá það hér fyrir neðan.Klippa: Son baðst afsökunar eftir markið sitt Andre Gomes sjálfur er kominn heim eftir aðgerðina og það lítur allt vel út upp á endurkomu að gera. Andre Gomes þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Son Heung-min skoraði tvívegis í sigri Tottenham á Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í gær en Suður-Kóreumaðurinn var enn að hugsa um Portúgalann Andre Gomes eftir leikinn í gær. Son Heung-min bað Andre Gomes afsökunar í viðtölum við blaðamenn í Belgrad í gær. Það hefur ekkert farið milli mála að Son hefur liðið skelfilega eftir atvikið en bæði stjóri og liðsfélagar hans hafa sagt frá þjáningum Suður-Kóreumannsins. Son Heung-min fékk samt ekki síður samúð en Andre Gomes eftir ökklabrotið hryllilega í leiknum á Goodison Park.Spurs comfortably beat Red Star Belgrade and picked up their first away win in nine games. Read all about it: https://t.co/0zCLzydlLmpic.twitter.com/TNrjdP2fhO — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Brot Son hafði þær afleiðingar að Andre Gomes ökklabrotnaði illa í leik Everton og Tottenham um síðustu helgi. Son brotnaði algjörlega niður eftir atvikið en hann fékk að líta rautt spjald og spilaði ekki meira í leiknum ekki frekar en Andre Gomes. „Þetta hafa verið erfiðir dagar. Ég geri mér alveg grein fyrir því hversu heppinn ég er að fá allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum og liðsfélögunum,“ sagði Son Heung-min eftir leikinn í Meistaradeildinni í gær. Þetta var algjört slys enda var Son Heung-min bara að fara í tæklingu og ætlaði aldrei að meiða Portúgalann. Rauða spjaldið hans var seinna dregið til baka eftir áfrýjun frá Tottenham.Son scores a super goal and goes to the camera and says sorry down the lens, presumably aimed at Andre Gomes. Nice touch. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 6, 2019 „Ég verð að segja að mér þykir þetta virkilega leitt en ég varð samt sem áður að ná upp einbeitingu fyrir mitt lið. Ég varð að halda áfram því það voru réttu viðbrögðin eftir að hafa fengið allan þennan góða stuðning,“ sagði Son Heung-min. Bæði mörk Son Heung-min komu á fjögurra mínútna kafla en Tottenham vann leikinn 4-0. Athygli vakti líka að Son Heung-min fagnaði ekki fyrra markinu heldur horfði í myndavélina og virtist biðja Andre Gomes afsökunar í gegnum sjónvarpið. Það má sjá það hér fyrir neðan.Klippa: Son baðst afsökunar eftir markið sitt Andre Gomes sjálfur er kominn heim eftir aðgerðina og það lítur allt vel út upp á endurkomu að gera. Andre Gomes þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira