Örlagarík ljósmynd úr flugstjórnarklefanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 08:10 Talið er að konan sé að læra að verða flugfreyja við Guilin-háskóla. Flugmaður kínverska flugfélagsins Air Guilin hefur verið settur í lífstíðarflugbann eftir að mynd af konu, sem tekin var í flugstjórnarklefa flugvélar undir hans stjórn, fór í mikla dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum. Myndin var tekin í janúar síðastliðnum í flugi Air Gulin á milli kínversku borganna Guilin og Yangzhou, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir kínverskum miðlum. Myndin vakti þó ekki athygli á samfélagsmiðlum fyrr en í liðinni viku og flugfélagið greip þá fyrst til aðgerða. Á myndinni sést kona sitja fyrir í flugstjórnarklefanum með matarbakka fyrir framan sig. Eftirfarandi texti var skrifaður við myndina þegar hún birtist: „Þökk sé flugstjóranum. Svo hamingjusöm.“ Talið er að konan sé að læra að verða flugfreyja við Guilin-háskóla. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að flugmaðurinn hafi brotið bæði reglur félagsins og öryggisreglur flugmálayfirvalda með því að hleypa konunni inn í klefann en ekki hefur þó fengist staðfest hvort myndin sé tekin á flugi. Öryggi farþega Air Guilin sé ávallt í fyrirrúmi og óviðeigandi hegðun á borð við þá sem flugmaðurinn sýndi sé aldrei liðin innan félagsins. Flugmaðurinn fær ekki að fljúga framar vegna brotsins. Öðru starfsfólki í umræddu flugi hefur verið gert að taka leyfi frá störfum á meðan atvikið er rannsakað. Fréttir af flugi Kína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Flugmaður kínverska flugfélagsins Air Guilin hefur verið settur í lífstíðarflugbann eftir að mynd af konu, sem tekin var í flugstjórnarklefa flugvélar undir hans stjórn, fór í mikla dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum. Myndin var tekin í janúar síðastliðnum í flugi Air Gulin á milli kínversku borganna Guilin og Yangzhou, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir kínverskum miðlum. Myndin vakti þó ekki athygli á samfélagsmiðlum fyrr en í liðinni viku og flugfélagið greip þá fyrst til aðgerða. Á myndinni sést kona sitja fyrir í flugstjórnarklefanum með matarbakka fyrir framan sig. Eftirfarandi texti var skrifaður við myndina þegar hún birtist: „Þökk sé flugstjóranum. Svo hamingjusöm.“ Talið er að konan sé að læra að verða flugfreyja við Guilin-háskóla. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að flugmaðurinn hafi brotið bæði reglur félagsins og öryggisreglur flugmálayfirvalda með því að hleypa konunni inn í klefann en ekki hefur þó fengist staðfest hvort myndin sé tekin á flugi. Öryggi farþega Air Guilin sé ávallt í fyrirrúmi og óviðeigandi hegðun á borð við þá sem flugmaðurinn sýndi sé aldrei liðin innan félagsins. Flugmaðurinn fær ekki að fljúga framar vegna brotsins. Öðru starfsfólki í umræddu flugi hefur verið gert að taka leyfi frá störfum á meðan atvikið er rannsakað.
Fréttir af flugi Kína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira