Vinnueftirlit og lögregla vissu ekki af sprengiefninu í Njarðvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2019 18:28 Yfirvöld höfðu engar upplýsingar um að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni hefðu verið geymd í gámi í Njarðvík. Ekki er útilokað að sprengiefni sé geymt víðar við óviðundandi aðstæður. Eftir að yfirvöld fengu upplýsingar um að sprengiefni væri geymt gámi á iðnaðarsvæði nærri fyrirtækjum og íbúðarhúsum í Njarðvík á föstudag, hófust umfangsmiklar rýmingar á meðan sprengjusérfræðingar athöfnuðu sig á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum var sprengiefnið, sem var dínamít, orðið óstöðugt og hætta á að það gæti sprungið. Aðgerðir sprengjusérfræðinga tóku margar klukkustundir.Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir alveg skýrt hvernig geyma skuli sprengiefni.Vísir/SigurjónAlveg skýrt hvernig meðhöndla á sprengiefni Skýrar reglur eru í reglugerð um hvernig sprengiefni skuli meðhöndlað og geymt. Færanlega sprengiefnageymslur skal tilkynntar til yfirvalda. Sé leyfi veitt á lögregla að tilkynna það til slökkviliðs og Vinnueftirlits. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði eigandi sprengiefnisins í Njarðvík á föstudag, ekki fengið leyfi yfirvalda til geymslu. „Við vissum ekki af þessum gámi. Við höldum skrá um alla sprengiefnagáma en þessi gámur var ekki skráður inn í okkar kerfi, þannig að við vissum ekki um þetta,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Guðmundur segir að sprengiefni eigi að geyma í viðurkenndum gámum. Sé leyfi gefið fyrir slíkri geymslu þarf leyfi frá Vinnueftirliti og svo lögreglustjóra fyrir staðsetningu. Hvort fleiri gámar sem geymi sprengiefni við óviðunandi aðstæður segir Guðmundur. „Það er ekki hægt að útiloka það en ég held að það séu mjög fá og að þetta sé mjög sjaldgæft mál. Alveg einstakt,“Færanlegar sprengiefnageymslur þurfa að vera viðurkenndar líkt og hér sést.Vísir/SigurjónGeymslur undir sprengiefni þurfa að vera viðurkenndar Nokkrir tugir tonna af sprengiefni séu í umferð á Íslandi. En það magnið geti þó verið mismundandi eftir verkefnastöðu verktaka. Tveir birgjar hafa heimild til þess að flytja sprengiefni inn til landsins en þá geta verktakar sótt um undanþágu fyrir innflutningi í einstökum verkefnum allt háð eftirliti Vinnueftirlitsins. „Eftirlit er alltaf hægt að bæta vegna þess að aðstæður geta komið upp þar sem að menn séu að geyma vitandi eða jafnvel óafvitandi efni einhverstaðar. En það ætti auðvitað ekki að vera þannig vegna þess að þeir einu sem mega meðhöndla sprengiefni eru með leyfi og þeir eiga að vita hvaða hætta er samfara því að geyma slíkt efni,“ segir Guðmundur. Almannavarnir Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43 Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Yfirvöld höfðu engar upplýsingar um að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni hefðu verið geymd í gámi í Njarðvík. Ekki er útilokað að sprengiefni sé geymt víðar við óviðundandi aðstæður. Eftir að yfirvöld fengu upplýsingar um að sprengiefni væri geymt gámi á iðnaðarsvæði nærri fyrirtækjum og íbúðarhúsum í Njarðvík á föstudag, hófust umfangsmiklar rýmingar á meðan sprengjusérfræðingar athöfnuðu sig á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum var sprengiefnið, sem var dínamít, orðið óstöðugt og hætta á að það gæti sprungið. Aðgerðir sprengjusérfræðinga tóku margar klukkustundir.Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir alveg skýrt hvernig geyma skuli sprengiefni.Vísir/SigurjónAlveg skýrt hvernig meðhöndla á sprengiefni Skýrar reglur eru í reglugerð um hvernig sprengiefni skuli meðhöndlað og geymt. Færanlega sprengiefnageymslur skal tilkynntar til yfirvalda. Sé leyfi veitt á lögregla að tilkynna það til slökkviliðs og Vinnueftirlits. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði eigandi sprengiefnisins í Njarðvík á föstudag, ekki fengið leyfi yfirvalda til geymslu. „Við vissum ekki af þessum gámi. Við höldum skrá um alla sprengiefnagáma en þessi gámur var ekki skráður inn í okkar kerfi, þannig að við vissum ekki um þetta,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Guðmundur segir að sprengiefni eigi að geyma í viðurkenndum gámum. Sé leyfi gefið fyrir slíkri geymslu þarf leyfi frá Vinnueftirliti og svo lögreglustjóra fyrir staðsetningu. Hvort fleiri gámar sem geymi sprengiefni við óviðunandi aðstæður segir Guðmundur. „Það er ekki hægt að útiloka það en ég held að það séu mjög fá og að þetta sé mjög sjaldgæft mál. Alveg einstakt,“Færanlegar sprengiefnageymslur þurfa að vera viðurkenndar líkt og hér sést.Vísir/SigurjónGeymslur undir sprengiefni þurfa að vera viðurkenndar Nokkrir tugir tonna af sprengiefni séu í umferð á Íslandi. En það magnið geti þó verið mismundandi eftir verkefnastöðu verktaka. Tveir birgjar hafa heimild til þess að flytja sprengiefni inn til landsins en þá geta verktakar sótt um undanþágu fyrir innflutningi í einstökum verkefnum allt háð eftirliti Vinnueftirlitsins. „Eftirlit er alltaf hægt að bæta vegna þess að aðstæður geta komið upp þar sem að menn séu að geyma vitandi eða jafnvel óafvitandi efni einhverstaðar. En það ætti auðvitað ekki að vera þannig vegna þess að þeir einu sem mega meðhöndla sprengiefni eru með leyfi og þeir eiga að vita hvaða hætta er samfara því að geyma slíkt efni,“ segir Guðmundur.
Almannavarnir Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43 Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43
Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00
Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47
Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49