Alvarlegum slysum við Kringlumýrarbraut fækkaði um 80% eftir að beygjuljós voru sett upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. nóvember 2019 21:00 Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um 80% eftir að beygjuljós fyrir vinstribeygjur voru sett þar upp. stöð 2 Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um áttatíu prósent eftir að beygjuljós fyrir vinstri beygjur voru sett þar upp. Verkfræðingur segir ávinninginn gríðarlegan og að sparnaður vegna slysakostnaðar hlaupi á milljörðum króna. Í nýrri rannsókn á tíðni umferðarslysa á þremur umferðarþungum gatnamótum kemur fram að slysum hefur fækkað verulega eftir að svokölluð vinstribeygjuljós voru sett þar upp. Það er sérstök ljós fyrir vinstri beygjur sem liggja þvert yfir gatnamótin. Um er að ræða tvenn gatnamót við Kringlumýrarbraut, annars vegar við Miklubraut og hins vegar við Laugaveg. Og síðan við Miklubraut og Grensásveg. Slysatíðni í fimm ár fyrir og fimm ár eftir uppsetningu ljósanna var skoðuð. „Ef maður skoðar bara öll slys á gatnamótunum fækkaði þeim um hátt í áttatíu prósent. Ef við skoðum bara alvarlegu slysin fækkar þeim líka í kringum áttatíu prósent. Ef við skoðum bara vinstri beygju slysin fækkar þeim enn meira. Þannig það er mjög mikill ágóði af þessu,“ segir Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.stöð 2„Beygjuljósið hér við Laugaveg var sett upp árið 2009 og á fimm árum eftir það fækkaði alvarlegum slysum, þar sem fólk slasaðist, um 79 prósent,“ bætir hún við. Til samanburðar voru skoðuð gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem beygjuljós hafa ekki verið sett upp. Þar fjölgaði slysum með meiðslum um 19 prósent á sama tíma. Anna telur rannsóknina sýna að beygjuljósin margborga sig þrátt fyrir að þau geti hægt á umferð. Taka mætti gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar til skoðunar. „Það er talið að eitt alvarlegt slys kosti þjóðfélagið um 124 milljónir króna. Alvarlegum slysum fækkaði það mikið til dæmis á Kringlumýrarbraut og Miklubraut að á fimm ára tímabili getum við sagt að það hafi sparast um 1,2 milljarðar króna. Sem er náttúrulega rosalegur ágóði. Svo á hinum gatnamótunum spöruðust 7-800 milljónir á hvorum gatnamótum fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um áttatíu prósent eftir að beygjuljós fyrir vinstri beygjur voru sett þar upp. Verkfræðingur segir ávinninginn gríðarlegan og að sparnaður vegna slysakostnaðar hlaupi á milljörðum króna. Í nýrri rannsókn á tíðni umferðarslysa á þremur umferðarþungum gatnamótum kemur fram að slysum hefur fækkað verulega eftir að svokölluð vinstribeygjuljós voru sett þar upp. Það er sérstök ljós fyrir vinstri beygjur sem liggja þvert yfir gatnamótin. Um er að ræða tvenn gatnamót við Kringlumýrarbraut, annars vegar við Miklubraut og hins vegar við Laugaveg. Og síðan við Miklubraut og Grensásveg. Slysatíðni í fimm ár fyrir og fimm ár eftir uppsetningu ljósanna var skoðuð. „Ef maður skoðar bara öll slys á gatnamótunum fækkaði þeim um hátt í áttatíu prósent. Ef við skoðum bara alvarlegu slysin fækkar þeim líka í kringum áttatíu prósent. Ef við skoðum bara vinstri beygju slysin fækkar þeim enn meira. Þannig það er mjög mikill ágóði af þessu,“ segir Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.stöð 2„Beygjuljósið hér við Laugaveg var sett upp árið 2009 og á fimm árum eftir það fækkaði alvarlegum slysum, þar sem fólk slasaðist, um 79 prósent,“ bætir hún við. Til samanburðar voru skoðuð gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem beygjuljós hafa ekki verið sett upp. Þar fjölgaði slysum með meiðslum um 19 prósent á sama tíma. Anna telur rannsóknina sýna að beygjuljósin margborga sig þrátt fyrir að þau geti hægt á umferð. Taka mætti gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar til skoðunar. „Það er talið að eitt alvarlegt slys kosti þjóðfélagið um 124 milljónir króna. Alvarlegum slysum fækkaði það mikið til dæmis á Kringlumýrarbraut og Miklubraut að á fimm ára tímabili getum við sagt að það hafi sparast um 1,2 milljarðar króna. Sem er náttúrulega rosalegur ágóði. Svo á hinum gatnamótunum spöruðust 7-800 milljónir á hvorum gatnamótum fyrir sig,“ segir Anna Guðrún.
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira