Kynnir rannsókn á viðbrögðum leikmanna við mótlæti í leikjum Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. nóvember 2019 15:00 Lionel Messi eltist við Alfreð í Moskvu síðasta sumar. Fréttablaðið/Eyþór Félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson tekur til máls á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu HÍ, í dag þar sem hann fjallar um áhrif liðsheildar og liðsanda og hversu langt það getur komið liðum í íþróttum. Erindi Viðars er byggt á rannsókn sem Viðar gerði út frá jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM síðasta sumar þar sem Ísland náði óvæntu jafntefli. „Það er merkilegt, í knattspyrnu er til alls konar tölfræði um leikinn, frammistöðumælingar, hlaupatölur og í raun hvað sem er en það er ekki til nein mæling á liðsanda. Það er svolítið það sem ég hef verið að benda á og rannsaka og byrja að mæla. Þetta er hluti af þeirri vinnu. Ég gerði þetta fyrst með silfurlið Íslands á Ólympíuleikunum 2008. Það var fátt sem benti til þess að þeir færu alla leið í Peking og þeir voru ekki efstir í tölfræðiþáttum um vörn, sókn, markvörslu á mótinu en eins og frægt er var andinn innan hópsins frábær og fleytti liðinu ansi langt,“ sagði Viðar í samtali við Fréttablaðið um hugmyndina að bak við rannsókninni. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tala mikið saman inn á vellinum og þetta byggir á látbragði og hvernig við sendum skilaboð með líkama okkar. Í því samhengi skoðaði ég hvaða lið eru með mikið af jákvæðum skilaboðum á milli manna og hvaða lið eru með neikvæð. Þetta er ekkert sem hægt er að ákveða er fyrir fram heldur eitthvað sem birtist þegar á móti blæs inni á vellinum. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta skiptir miklu máli, þegar illa gengur eru margir sem lúta höfði og fara hver í sitt horn og við það fjarar vonin út. Í öðrum liðum helst stemmingin og trúin á því að það sé hægt að gera betur og ná úrslitunum.“ Viðar skoðaði leik Íslands og Argentínu á HM ítarlega. „Þegar ég skoðaði leikinn sást hvað það skorti stemmingu í lið Argentínu og þeir virtust hálf slappir, Ísland var mun jákvæðara inni á vellinum. Það var allt neikvætt í fasi leikmanna Argentínu þegar þeir voru að eltast við sigurmarkið. Ef andinn innan hópsins hefði verið betri hefðu þeir eflaust náð sigurmarkinu. Sem fyrirliði var Messi með neikvætt látbragð stærstan hluta leiksins þegar Argentínu vantaði leiðtoga í þeim leik.“ Viðar segir næsta skref að færa þetta yfir til Englands. „Næsta verkefni mitt er að skoða leiki í ensku úrvalsdeildinni og prófa þessa kenningu áfram. “ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson tekur til máls á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu HÍ, í dag þar sem hann fjallar um áhrif liðsheildar og liðsanda og hversu langt það getur komið liðum í íþróttum. Erindi Viðars er byggt á rannsókn sem Viðar gerði út frá jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM síðasta sumar þar sem Ísland náði óvæntu jafntefli. „Það er merkilegt, í knattspyrnu er til alls konar tölfræði um leikinn, frammistöðumælingar, hlaupatölur og í raun hvað sem er en það er ekki til nein mæling á liðsanda. Það er svolítið það sem ég hef verið að benda á og rannsaka og byrja að mæla. Þetta er hluti af þeirri vinnu. Ég gerði þetta fyrst með silfurlið Íslands á Ólympíuleikunum 2008. Það var fátt sem benti til þess að þeir færu alla leið í Peking og þeir voru ekki efstir í tölfræðiþáttum um vörn, sókn, markvörslu á mótinu en eins og frægt er var andinn innan hópsins frábær og fleytti liðinu ansi langt,“ sagði Viðar í samtali við Fréttablaðið um hugmyndina að bak við rannsókninni. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tala mikið saman inn á vellinum og þetta byggir á látbragði og hvernig við sendum skilaboð með líkama okkar. Í því samhengi skoðaði ég hvaða lið eru með mikið af jákvæðum skilaboðum á milli manna og hvaða lið eru með neikvæð. Þetta er ekkert sem hægt er að ákveða er fyrir fram heldur eitthvað sem birtist þegar á móti blæs inni á vellinum. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta skiptir miklu máli, þegar illa gengur eru margir sem lúta höfði og fara hver í sitt horn og við það fjarar vonin út. Í öðrum liðum helst stemmingin og trúin á því að það sé hægt að gera betur og ná úrslitunum.“ Viðar skoðaði leik Íslands og Argentínu á HM ítarlega. „Þegar ég skoðaði leikinn sást hvað það skorti stemmingu í lið Argentínu og þeir virtust hálf slappir, Ísland var mun jákvæðara inni á vellinum. Það var allt neikvætt í fasi leikmanna Argentínu þegar þeir voru að eltast við sigurmarkið. Ef andinn innan hópsins hefði verið betri hefðu þeir eflaust náð sigurmarkinu. Sem fyrirliði var Messi með neikvætt látbragð stærstan hluta leiksins þegar Argentínu vantaði leiðtoga í þeim leik.“ Viðar segir næsta skref að færa þetta yfir til Englands. „Næsta verkefni mitt er að skoða leiki í ensku úrvalsdeildinni og prófa þessa kenningu áfram. “
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira