Staðfesti dóm vegna grófrar líkamsárásar og frelsissviptingar Eiður Þór Árnason skrifar 15. nóvember 2019 22:05 Leiðin upp í Fálkafell ofan Akureyrar er fáfarin og grýtt jeppaslóð. Fréttablaðið/Sveinn Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Akureyringi á fertugsaldri sem er gert að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt hann frelsi við handrukkun. Í ágúst á síðasta ári var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á manninn þar sem hann var í heitum potti við heimili, dregið hann upp úr, snúið hann niður og slegið ítrekað. Brotin áttu sér stað í apríl árið 2016.Flutti brotaþolann á bílpalli Hinn ákærði áfrýjaði dómnum og gekkst ekki við öllum ákæruliðum fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómi Landsréttar að það þótti sannað, meðal annars með framburði vitna, að maðurinn hafi beitt brotaþola barsmíðum og valdið honum áverkum eins og þeim sem var lýst í fyrri ákærulið.Sjá einnig:Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalliEinnig taldi dómurinn sannað með framburði vitna og gögnum um staðfestingar símtækja að hinn ákærði hefði síðar sama dag frelsissvift brotaþola og beitt frekara ofbeldi eins og því var lýst í seinni ákærulið. Var honum þá gert að hafa komið brotaþola fyrir á bílpalli og keyrt hann í átt að Fálkafelli þar sem hinn ákærði á að hafa beitt hann frekara ofbeldi í félagi við annan mann og síðan skilið brotaþolann eftir rænulausan. Landsréttur staðfesti þannig niðurstöðu héraðsdóms um ákvörðun refsingar hins ákærða, greiðslu miskabóta til brotaþola og sakarkostnað. Þá er honum einnig gert að greiða brotaþola málskostnað vegna áfrýjunarinnar og annan áfrýjunarkostnað.Skilinn eftir blóðlítill og rænulaus Í viðtali við Fréttablaðið stuttu eftir árásina lýsti þolandinn brotum mannsins með átakanlegum hætti. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin.“ Maðurinn sagði að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Akureyringi á fertugsaldri sem er gert að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt hann frelsi við handrukkun. Í ágúst á síðasta ári var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á manninn þar sem hann var í heitum potti við heimili, dregið hann upp úr, snúið hann niður og slegið ítrekað. Brotin áttu sér stað í apríl árið 2016.Flutti brotaþolann á bílpalli Hinn ákærði áfrýjaði dómnum og gekkst ekki við öllum ákæruliðum fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómi Landsréttar að það þótti sannað, meðal annars með framburði vitna, að maðurinn hafi beitt brotaþola barsmíðum og valdið honum áverkum eins og þeim sem var lýst í fyrri ákærulið.Sjá einnig:Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalliEinnig taldi dómurinn sannað með framburði vitna og gögnum um staðfestingar símtækja að hinn ákærði hefði síðar sama dag frelsissvift brotaþola og beitt frekara ofbeldi eins og því var lýst í seinni ákærulið. Var honum þá gert að hafa komið brotaþola fyrir á bílpalli og keyrt hann í átt að Fálkafelli þar sem hinn ákærði á að hafa beitt hann frekara ofbeldi í félagi við annan mann og síðan skilið brotaþolann eftir rænulausan. Landsréttur staðfesti þannig niðurstöðu héraðsdóms um ákvörðun refsingar hins ákærða, greiðslu miskabóta til brotaþola og sakarkostnað. Þá er honum einnig gert að greiða brotaþola málskostnað vegna áfrýjunarinnar og annan áfrýjunarkostnað.Skilinn eftir blóðlítill og rænulaus Í viðtali við Fréttablaðið stuttu eftir árásina lýsti þolandinn brotum mannsins með átakanlegum hætti. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin.“ Maðurinn sagði að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00
Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00