„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 22:15 Skjáskot úr myndbandinu sem ferðamaður í hóp Þórólfs tók og sjá má í fréttinni. Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. Þórólfur birti í kvöld myndband á Facebook sem einn af viðskiptavinum hans tók í fjörunni en Þórólfur var á ferð með hópi af ferðamönnum í Reynisfjöru á milli klukkan 14 og 15. Fyrr í kvöld sagði Vísir frá því að ferðamaður hefði slasast eftir að hafa lent í sjónum í Reynisfjöru í miklum öldugangi en tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 15. Aðstæður í fjörunni við hafa því væntanlega ekki verið ósvipaðar því sem sést hér í myndbandinu fyrir neðan sem er tekið skömmu áður en útkallið berst. Eins og sést voru ferðamennirnir í stórhættu vegna öldugangsins.Klippa: Ferðamenn í stórhættu í Reynisfjöru „Fólk var mikið að ögra hættunni þarna. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Þórólfur. Hann fer mikið í Reynisfjöru vegna vinnu sinnar og segir þetta ekki algenga sjón. „Nei, ég hef ekki oft séð þetta áður, náttúrulega myndbönd, en ég hef aldrei séð fjöruna svona rosalega,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa þá tilfinningu að fólk sem fari út í fjöruna við svona hættulegar aðstæður séu frekar ferðamenn á eigin vegum heldur en fólk í hópi með leiðsögumanni. „Eins og í mínu fyrirtæki þá lesum við alveg yfir hausunum á þeim, þótt það sé gott veður þá segjum við þeim alltaf að fara varlega og bendi bara á að fólk hafi týnt lífi sínu þarna. Svo getur það líka lesið skiltin á leiðinni,“ segir Þórólfur. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. Þórólfur birti í kvöld myndband á Facebook sem einn af viðskiptavinum hans tók í fjörunni en Þórólfur var á ferð með hópi af ferðamönnum í Reynisfjöru á milli klukkan 14 og 15. Fyrr í kvöld sagði Vísir frá því að ferðamaður hefði slasast eftir að hafa lent í sjónum í Reynisfjöru í miklum öldugangi en tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 15. Aðstæður í fjörunni við hafa því væntanlega ekki verið ósvipaðar því sem sést hér í myndbandinu fyrir neðan sem er tekið skömmu áður en útkallið berst. Eins og sést voru ferðamennirnir í stórhættu vegna öldugangsins.Klippa: Ferðamenn í stórhættu í Reynisfjöru „Fólk var mikið að ögra hættunni þarna. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Þórólfur. Hann fer mikið í Reynisfjöru vegna vinnu sinnar og segir þetta ekki algenga sjón. „Nei, ég hef ekki oft séð þetta áður, náttúrulega myndbönd, en ég hef aldrei séð fjöruna svona rosalega,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa þá tilfinningu að fólk sem fari út í fjöruna við svona hættulegar aðstæður séu frekar ferðamenn á eigin vegum heldur en fólk í hópi með leiðsögumanni. „Eins og í mínu fyrirtæki þá lesum við alveg yfir hausunum á þeim, þótt það sé gott veður þá segjum við þeim alltaf að fara varlega og bendi bara á að fólk hafi týnt lífi sínu þarna. Svo getur það líka lesið skiltin á leiðinni,“ segir Þórólfur.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00