Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 17:00 Vinkonurnar skemmtu sér konunglega á tónleikum Auðar. vísir/hallgerður Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. Lokakvöldið er gengið í garð og mikið af flottu tónlistarfólki á dagskránni en tónleikar Auðar voru nýbúnir. „Hann er rosa flottur og mikill kraftur í honum. Hann er svo mikill „performer“,“ segir Auður. „Þetta er ótrúlega flott lineup og góð stemning og hátíðin vel skipulögð, það er allt á réttum tíma. Mér finnst það bara lífga svo mikið upp á Reykjavík að hafa þessa hátíð, það eru hérna viðburðir á hverju horni og góð stemning!“ segir Bergdís. „Það eru líka bara flottir tónleikastaðir í ár,“ bætir Auður við. María Guðmundsdóttir, vinkona þeirra gengur upp að okkur og segir við vinkonur sínar: „Hérna eruði, þið eruð bara búnar að fela ykkur!“ og uppsker hlátur viðstaddra. „Nei, við erum í viðtali,“ segir Auður og hlær. „Komdu og vertu með okkur í viðtali!“ „Er þetta grín?“ spyr María og tekur sér stöðu við hlið þeirra. Þær segjast hafa reynt að sjá alla þá listamenn sem þær hafi hlakkað til að sjá, svo hafi þær reynt að fara á milli staða. „Já og við nýttum appið,“ segir Bergrós. „Það auðveldar þetta mikið, geggjað app.“ „Ég fór á Glass Museum sem var mjög flott svo var Auður mjög glæsilegur líka,“ segir Bergrós. „Og Mammút!“ skýtur Auður inn, „það voru alveg geðveikir tónleikar! Það var eiginlega það besta.“ Þær vinkonur fóru líka á tónleika með Ateria, en Ateria vann Mússíktilraunir árið 2018. Þær slógu alveg í gegn hjá vinkonunum og finnst þeim skemmtilegt að sjá svona unga tónlistarmenn koma fram. „Það er svo gaman að sjá svona bönd sem eru að byrja,“ segir Auður. „Hitt er auðvitað líka gaman, eins og að sjá Mammút, sem maður hefur fylgst með í mörg mörg ár,“ segir Bergrós. „Þessar nýju sveitir koma manni hins vegar svo oft á óvart.“ „Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa hátíð að það er svo mikið flæði af öllu,“ bætir María við. „Við ætlum svo að enda kvöldið í kvöld í Valsheimilinu til að sjá Of Monsters and Men, við verðum eiginlega að gera það,“ segir María. „Kannski líka Vök, ef við náum því. Við náum kannski í skottið á þeim,“ segir Auður. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. Lokakvöldið er gengið í garð og mikið af flottu tónlistarfólki á dagskránni en tónleikar Auðar voru nýbúnir. „Hann er rosa flottur og mikill kraftur í honum. Hann er svo mikill „performer“,“ segir Auður. „Þetta er ótrúlega flott lineup og góð stemning og hátíðin vel skipulögð, það er allt á réttum tíma. Mér finnst það bara lífga svo mikið upp á Reykjavík að hafa þessa hátíð, það eru hérna viðburðir á hverju horni og góð stemning!“ segir Bergdís. „Það eru líka bara flottir tónleikastaðir í ár,“ bætir Auður við. María Guðmundsdóttir, vinkona þeirra gengur upp að okkur og segir við vinkonur sínar: „Hérna eruði, þið eruð bara búnar að fela ykkur!“ og uppsker hlátur viðstaddra. „Nei, við erum í viðtali,“ segir Auður og hlær. „Komdu og vertu með okkur í viðtali!“ „Er þetta grín?“ spyr María og tekur sér stöðu við hlið þeirra. Þær segjast hafa reynt að sjá alla þá listamenn sem þær hafi hlakkað til að sjá, svo hafi þær reynt að fara á milli staða. „Já og við nýttum appið,“ segir Bergrós. „Það auðveldar þetta mikið, geggjað app.“ „Ég fór á Glass Museum sem var mjög flott svo var Auður mjög glæsilegur líka,“ segir Bergrós. „Og Mammút!“ skýtur Auður inn, „það voru alveg geðveikir tónleikar! Það var eiginlega það besta.“ Þær vinkonur fóru líka á tónleika með Ateria, en Ateria vann Mússíktilraunir árið 2018. Þær slógu alveg í gegn hjá vinkonunum og finnst þeim skemmtilegt að sjá svona unga tónlistarmenn koma fram. „Það er svo gaman að sjá svona bönd sem eru að byrja,“ segir Auður. „Hitt er auðvitað líka gaman, eins og að sjá Mammút, sem maður hefur fylgst með í mörg mörg ár,“ segir Bergrós. „Þessar nýju sveitir koma manni hins vegar svo oft á óvart.“ „Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa hátíð að það er svo mikið flæði af öllu,“ bætir María við. „Við ætlum svo að enda kvöldið í kvöld í Valsheimilinu til að sjá Of Monsters and Men, við verðum eiginlega að gera það,“ segir María. „Kannski líka Vök, ef við náum því. Við náum kannski í skottið á þeim,“ segir Auður.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00
Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00