Mikil þörf reyndist fyrir sárafátæktarsjóð Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 23:09 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Hátt í fimm hundruð manns hafa fengið úthlutað úr sárafátæktarsjóði Rauða krossins frá því hann hóf að úthluta styrkjum fyrir níu mánuðum. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við um sex þúsund manna hóp landsmanna sem býr við mestu fátæktina. Rauði krossinn hóf að úthluta sárafátæktarsjóði í mars á þessu ári en honum var komið á laggirnar með 100 milljón króna stofnframlagi af sjálfsaflafé hreyfingarinnar. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að fram að stofnun sjóðsins hafi hreyfingin aðeins stutt við fólk sem búi við mikla fátækt og neyð með fjárstuðningi í kringum jólin. Hins vegar sé ljóst að þörfin er fyrir hendi allt árið í kring enda glími allt að sex þúsund manns við sára fátækt á hverjum tíma á Íslandi samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Styrkþegar í þessum hópi eigi ekkert eitt sameiginlegt. „Stundum barnmargar fjölskyldur. En í rauninni er ekkert eitt sem þetta fólk á sameiginlegt. Þau eru af ólíkum uppruna og koma víðs vegar að af landinu.“Er þetta fólk sem jafnvel er á vinnumarkaði eða er þetta fólk sem er í bótakerfinu?„Langflestir sem hafa fengið úthlutað eru að einhverju leyti á styrk frá sveitarfélögum,“ segir Brynhildur. Þá oftast fólk sem einhverra hluta vegna fá ekki fullan styrk frá sveitarfélögunum. Úthlutun hófst í mars á þessu ári og hafa um 451 einstaklingur nú þegar fengið úthlutun, eða 215 af 249 umsóknum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá úthlutað úr sjóðnum eru m.a. að vera með undir 200.000 krónum fyrir skatt í tekjur á mánuði fyrir einstaklinga og undir 300.000 krónum fyrir skatt samtals fyrir sambúðarfólk/hjón. Bætur líkt og húsaleigubætur, barnabætur og meðlag eru ekki teknar með inn í þá tölu. Einstaklingar geta fengið allt að 40 þúsund krónur og hjón eða sambúðarfólk 50 þúsund krónum tvisvar á ári.Þannig að þetta er það fólk sem virkilega býr við kröppustu kjörin í samfélaginu?„Já, það má segja það. Þegar við fórum af stað vonuðum við að enginn myndi fá úthlutað, að enginn myndi uppfylla skilyrðin. En það hefur komið í ljós að það er þörf þarna,“ segir Brynhildur Bolladóttir. En auk þessarar aðstoðar úthlutar Rauði krossinn eins og áður styrkjum til efnalítils fólks fyrir jólin. Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hátt í fimm hundruð manns hafa fengið úthlutað úr sárafátæktarsjóði Rauða krossins frá því hann hóf að úthluta styrkjum fyrir níu mánuðum. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við um sex þúsund manna hóp landsmanna sem býr við mestu fátæktina. Rauði krossinn hóf að úthluta sárafátæktarsjóði í mars á þessu ári en honum var komið á laggirnar með 100 milljón króna stofnframlagi af sjálfsaflafé hreyfingarinnar. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að fram að stofnun sjóðsins hafi hreyfingin aðeins stutt við fólk sem búi við mikla fátækt og neyð með fjárstuðningi í kringum jólin. Hins vegar sé ljóst að þörfin er fyrir hendi allt árið í kring enda glími allt að sex þúsund manns við sára fátækt á hverjum tíma á Íslandi samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Styrkþegar í þessum hópi eigi ekkert eitt sameiginlegt. „Stundum barnmargar fjölskyldur. En í rauninni er ekkert eitt sem þetta fólk á sameiginlegt. Þau eru af ólíkum uppruna og koma víðs vegar að af landinu.“Er þetta fólk sem jafnvel er á vinnumarkaði eða er þetta fólk sem er í bótakerfinu?„Langflestir sem hafa fengið úthlutað eru að einhverju leyti á styrk frá sveitarfélögum,“ segir Brynhildur. Þá oftast fólk sem einhverra hluta vegna fá ekki fullan styrk frá sveitarfélögunum. Úthlutun hófst í mars á þessu ári og hafa um 451 einstaklingur nú þegar fengið úthlutun, eða 215 af 249 umsóknum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá úthlutað úr sjóðnum eru m.a. að vera með undir 200.000 krónum fyrir skatt í tekjur á mánuði fyrir einstaklinga og undir 300.000 krónum fyrir skatt samtals fyrir sambúðarfólk/hjón. Bætur líkt og húsaleigubætur, barnabætur og meðlag eru ekki teknar með inn í þá tölu. Einstaklingar geta fengið allt að 40 þúsund krónur og hjón eða sambúðarfólk 50 þúsund krónum tvisvar á ári.Þannig að þetta er það fólk sem virkilega býr við kröppustu kjörin í samfélaginu?„Já, það má segja það. Þegar við fórum af stað vonuðum við að enginn myndi fá úthlutað, að enginn myndi uppfylla skilyrðin. En það hefur komið í ljós að það er þörf þarna,“ segir Brynhildur Bolladóttir. En auk þessarar aðstoðar úthlutar Rauði krossinn eins og áður styrkjum til efnalítils fólks fyrir jólin.
Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira