Skyldum við þurfa hleðslustöðvar á hálendið? Njáll Gunnlaugsson skrifar 28. nóvember 2019 08:15 Elon Musk heldur áhyggjulaus áfram kynningu á Cybertruck pallbílnum eftir að óbrjótanlegar rúður brotnuðu tvisvar. Nordicphotos/AFP Nýr Tesla Cybertruck pallbíll hefur hvarvetna vakið athygli og sýnist sitt hverjum. Á meðan sumir geta varla leynt vanþóknun sinni á framúrstefnulegu útliti hans með hvössum og beinum línum eru aðrir sem halda varla vatni af hrifningu. Mörgum þykir það skrýtið af Tesla að taka slíka áhættu með útlit bílsins en allt hefur sínar ástæður. Efnið í yfirbyggingu hans er nefnilega ryðfrítt stál sem hefur verið kaldpressað 30 sinnum og er það sterkasta sem völ er á. Eins og gefur að skilja er erfitt að forma slíkt stál í mjúkar línur og því er útlitið örlítið skiljanlegra þegar þetta er haft í huga. Birst hafa tölvumyndir á netinu þar sem Tesla Cybertruck hefur verið breytt í enn meira torfærutröll og kannski er það ekki svo óraunhæft þegar grannt er skoðað. Cybertruck kemur á loftpúðafjöðrun sem getur lækkað bílinn að aftan þannig að hægt er að keyra fjórhjól beint upp í hann á rafdrifnum rampi, eins og sýnt var á kynningunni. Tesla fjórhjólið er þó aðeins endurhannað Yamaha Raptor sem fengið hefur hlífar í stíl við pallbílinn og að sjálfsögðu rafmótor. Það er mjög hátt undir bílinn eða 406 mm undir lægsta punkt. Einnig er aðfallshorn hans með besta móti eða 35° og fráfallshornið 28° sem er betra en hjá helstu keppinautum. Þegar aflið bætist við fer dæmið að líta vel út. Enn eigum við þó eftir að sjá hvað bíllinn er þungur og hvort hann getur yfirhöfuð ekið í vatni að einhverju ráði.Eflaust eru einhverjir sem myndu vilja Tesla pallbílinn í svona útgáfu.En hversu aflmikill er Tesla Cybertruck? Hægt verður að fá hann með einum, tveimur eða þremur rafmótorum. Með einum mótor er bíllinn 6,5 sekúndur í hundraðið með 400 km drægni. Þannig getur hann dregið 3.400 kg og haft 1.360 kg á pallinum. Hann mun líka kosta aðeins 39.900 dollara sem er vel undir samkeppninni. Með tveimur mótorum er Cybertruck pallbíllinn 4,5 sekúndur í hundraðið og getur dregið 4.500 kg. Með Plaid rafmótorum í þriggja mótora útfærslu er bíllinn með 800 km drægni og fer í hundraðið á aðeins 2,9 sekúndum sem er fordæmalaust í pallbíl. Sá bíll getur dregið 6.350 kg sem er harla gott. Bíllinn er sex manna og eins og í öðrum Teslum er stór skjár fyrir miðju. Stýrið í kynningarbílnum er svipað og í Roadster sportbílnum eða ferkantað, en hvort það verði reyndin í framleiðslu verður að koma í ljós. Fyrstu bílarnir munu koma á götuna árið 2021 og þá bara með einum mótor en Plaid útgáfan árið 2022. Að sögn Elon Musk hafa þegar um 200.000 manns lagt inn pöntun í trukkinn í Bandaríkjunum svo að viðtökurnar þar lofa góðu. Samkvæmt talnaspekingum innan bílgreinarinnar verða að minnsta kosti níu rafdrifnir pallbílar komnir á göturnar í lok ársins 2021 í Bandaríkjunum. Árið 2024 verður framleiðslugetan komin upp í 250.000 ökutæki á ári en samkvæmt fyrrgreindum talnaspekingum er markaður fyrir aðeins um 70.000 á ári. Bílarnir sem eru á leiðinni eru margir hverjir ekki af verri sortinni heldur. Nægir þar að nefna bíla frá Bollinger, Hercules, Atlis, Workhorse, Ford, GM, Neuron og Rivian sem allir koma af framleiðslulínum í Bandaríkjunum. Ljóst er því að samkeppnin verður hörð í þessum flokki.Tesla fjórhjólið er líklegast endurhannað Yamaha Raptor með rafmótor. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tesla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Nýr Tesla Cybertruck pallbíll hefur hvarvetna vakið athygli og sýnist sitt hverjum. Á meðan sumir geta varla leynt vanþóknun sinni á framúrstefnulegu útliti hans með hvössum og beinum línum eru aðrir sem halda varla vatni af hrifningu. Mörgum þykir það skrýtið af Tesla að taka slíka áhættu með útlit bílsins en allt hefur sínar ástæður. Efnið í yfirbyggingu hans er nefnilega ryðfrítt stál sem hefur verið kaldpressað 30 sinnum og er það sterkasta sem völ er á. Eins og gefur að skilja er erfitt að forma slíkt stál í mjúkar línur og því er útlitið örlítið skiljanlegra þegar þetta er haft í huga. Birst hafa tölvumyndir á netinu þar sem Tesla Cybertruck hefur verið breytt í enn meira torfærutröll og kannski er það ekki svo óraunhæft þegar grannt er skoðað. Cybertruck kemur á loftpúðafjöðrun sem getur lækkað bílinn að aftan þannig að hægt er að keyra fjórhjól beint upp í hann á rafdrifnum rampi, eins og sýnt var á kynningunni. Tesla fjórhjólið er þó aðeins endurhannað Yamaha Raptor sem fengið hefur hlífar í stíl við pallbílinn og að sjálfsögðu rafmótor. Það er mjög hátt undir bílinn eða 406 mm undir lægsta punkt. Einnig er aðfallshorn hans með besta móti eða 35° og fráfallshornið 28° sem er betra en hjá helstu keppinautum. Þegar aflið bætist við fer dæmið að líta vel út. Enn eigum við þó eftir að sjá hvað bíllinn er þungur og hvort hann getur yfirhöfuð ekið í vatni að einhverju ráði.Eflaust eru einhverjir sem myndu vilja Tesla pallbílinn í svona útgáfu.En hversu aflmikill er Tesla Cybertruck? Hægt verður að fá hann með einum, tveimur eða þremur rafmótorum. Með einum mótor er bíllinn 6,5 sekúndur í hundraðið með 400 km drægni. Þannig getur hann dregið 3.400 kg og haft 1.360 kg á pallinum. Hann mun líka kosta aðeins 39.900 dollara sem er vel undir samkeppninni. Með tveimur mótorum er Cybertruck pallbíllinn 4,5 sekúndur í hundraðið og getur dregið 4.500 kg. Með Plaid rafmótorum í þriggja mótora útfærslu er bíllinn með 800 km drægni og fer í hundraðið á aðeins 2,9 sekúndum sem er fordæmalaust í pallbíl. Sá bíll getur dregið 6.350 kg sem er harla gott. Bíllinn er sex manna og eins og í öðrum Teslum er stór skjár fyrir miðju. Stýrið í kynningarbílnum er svipað og í Roadster sportbílnum eða ferkantað, en hvort það verði reyndin í framleiðslu verður að koma í ljós. Fyrstu bílarnir munu koma á götuna árið 2021 og þá bara með einum mótor en Plaid útgáfan árið 2022. Að sögn Elon Musk hafa þegar um 200.000 manns lagt inn pöntun í trukkinn í Bandaríkjunum svo að viðtökurnar þar lofa góðu. Samkvæmt talnaspekingum innan bílgreinarinnar verða að minnsta kosti níu rafdrifnir pallbílar komnir á göturnar í lok ársins 2021 í Bandaríkjunum. Árið 2024 verður framleiðslugetan komin upp í 250.000 ökutæki á ári en samkvæmt fyrrgreindum talnaspekingum er markaður fyrir aðeins um 70.000 á ári. Bílarnir sem eru á leiðinni eru margir hverjir ekki af verri sortinni heldur. Nægir þar að nefna bíla frá Bollinger, Hercules, Atlis, Workhorse, Ford, GM, Neuron og Rivian sem allir koma af framleiðslulínum í Bandaríkjunum. Ljóst er því að samkeppnin verður hörð í þessum flokki.Tesla fjórhjólið er líklegast endurhannað Yamaha Raptor með rafmótor.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tesla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent