Neytendur vilja láta gott af sér leiða en fá ekki næg tækifæri til þess Jan Erik Saugestad skrifar 27. nóvember 2019 14:30 Áhugi almennings á sjálfbærni hefur farið ört vaxandi á síðastliðnum árum og er farinn að geta af sér breytingar í neysluhegðun um alla Evrópu. Tvær skýrslur, annars vegar skýrsla um loftslagsbreytingar og land frá milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) og hins vegar nýleg skýrsla undir heitinu Tískan vegin (Measuring Fashion), sem leggur áherslu á losun gróðurhúsalofttegunda í tískuiðnaðinum, hafa varpað ljósi á hlutverk matvæla, fatnaðar og neyslu í viðbrögðum almennings við loftslagsbreytingum. Neytendur vilja láta gott af sér leiða. Í síbreytilegu landslagi umhverfisvænnar neyslustefnu fer almenningur oft á mis við tækifæri til að beita öflugu vopni, lífeyristekjum sínum og sparnaði, til stuðnings málstaðnum. Samkvæmt tölum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hefur íslenskum lífeyrissjóðum og séreignasparnaðarleiðum vaxið fiskur um hrygg á síðastliðnum árum. Erlendar fjárfestingar þeirra námu 8,7 milljörðum evra í lok 2018. Það ár voru erlendar eignir lífeyrissjóðanna 28% af heildareignum þeirra en markmiðið er að auka hlutfall erlendra eigna í 31% af heildareignum á árinu 2019. Samhliða vexti erlendra fjárfestinga standa Íslendingar frammi fyrir vali. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Eftir því að neytendur haga neysluvenjum sínum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda munu þeir í auknum mæli krefjast ábyrgra sparnaðarleiða. Umbreyting yfir í sjálfbært og kolefnislítið hagkerfi er eins konar ferðalag og brýnt er að halda af stað á þeirri vegferð. Ríki, borgir og sveitarfélög eru farin að biðja um nýjar lausnir enda gerir fólk sér grein fyrir því að sá sem vill koma af stað breytingum á sínu ábyrgðarsviði, í framleiðsluiðnaði, byggingariðnaði, bílastæðamálum o.s.frv., má ekki líta framhjá hlutverki fjármagns í því ferli. Þótt sjálfbær fjárfesting hafi lengi verið úr alfaraleið í Evrópu, svokallaður syllumarkaður, sýnir nýjasta skýrsla Eurosif að hún er það ekki lengur. Þótt fagfjárfestar séu enn stærsti hópur fjárfesta í sjálfbærnimiðuðum lausnum hefur fjárfesting einkaaðila vaxið gríðarlega – úr 3,4% árið 2013 í 30,7% nú, sem er níföld aukning. Sem stendur vaxa sjálfbærar fjármálaafurðir í Evrópu helmingi hraðar en hefðbundnar fjármálaafurðir og auk þess er arðsemi margra hinna sjálfbæru þegar orðin meiri en þeirra hefðbundu. Það er deginum ljósara að gamla kreddan um að við verðum að velja milli hagvaxtar og sjálfbærni er fölsk. Við stöndum einmitt frammi fyrir straumhvörfum í þessu samhengi. Áframhaldandi vöxtur í erlendum eignum Íslendinga felur í sér gríðarleg tækifæri en kallar jafnframt á ákvarðanir varðandi áhrif íslenskra lífeyrissjóða og sparnaðar á umhverfið. Íslendingar verða að krefjast þess að bankar og rekstrarfélög fjárfestinga láti gott af sér leiða og skili hagnaði á sama tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að loftslagsmál og sjálfbærni verði samofin allri ákvarðanatöku í fjármálum og verði viðurkennd sem kjarnalögmál. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Þetta á ekki síður við um þá sem greiða í séreignasparnað og hafa nú þegar frjálst val að töluverðu leyti. Líklegt er að þessir fjárfestar muni taka sjálfbærum valkostum fagnandi. Það segir sig sjálft að neytendur og sparifjáreigendur þurfa ekki einungis góðar lífeyristekjur: þeir þurfa fallegt og heilsusamlegt umhverfi á eftirlaunaárum. Eins og Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, sagði á leiðtogafundi í Tókýó: „Eigi loftslagsáhættuþættir og viðnámsþróttur að færast að miðju fjármálaákvarðanatökuferlis þarf þrennt að vera til staðar: heildstæð upplýsingagjöf um loftslagsmál, gerbreytt loftslagsáhættustýring og megináhersla á fjárfestingu til stuðnings tveggja gráðu markmiðinu.“ Höfundur er framkvæmdastjóri eignastýringar Storebrand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Áhugi almennings á sjálfbærni hefur farið ört vaxandi á síðastliðnum árum og er farinn að geta af sér breytingar í neysluhegðun um alla Evrópu. Tvær skýrslur, annars vegar skýrsla um loftslagsbreytingar og land frá milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) og hins vegar nýleg skýrsla undir heitinu Tískan vegin (Measuring Fashion), sem leggur áherslu á losun gróðurhúsalofttegunda í tískuiðnaðinum, hafa varpað ljósi á hlutverk matvæla, fatnaðar og neyslu í viðbrögðum almennings við loftslagsbreytingum. Neytendur vilja láta gott af sér leiða. Í síbreytilegu landslagi umhverfisvænnar neyslustefnu fer almenningur oft á mis við tækifæri til að beita öflugu vopni, lífeyristekjum sínum og sparnaði, til stuðnings málstaðnum. Samkvæmt tölum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hefur íslenskum lífeyrissjóðum og séreignasparnaðarleiðum vaxið fiskur um hrygg á síðastliðnum árum. Erlendar fjárfestingar þeirra námu 8,7 milljörðum evra í lok 2018. Það ár voru erlendar eignir lífeyrissjóðanna 28% af heildareignum þeirra en markmiðið er að auka hlutfall erlendra eigna í 31% af heildareignum á árinu 2019. Samhliða vexti erlendra fjárfestinga standa Íslendingar frammi fyrir vali. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Eftir því að neytendur haga neysluvenjum sínum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda munu þeir í auknum mæli krefjast ábyrgra sparnaðarleiða. Umbreyting yfir í sjálfbært og kolefnislítið hagkerfi er eins konar ferðalag og brýnt er að halda af stað á þeirri vegferð. Ríki, borgir og sveitarfélög eru farin að biðja um nýjar lausnir enda gerir fólk sér grein fyrir því að sá sem vill koma af stað breytingum á sínu ábyrgðarsviði, í framleiðsluiðnaði, byggingariðnaði, bílastæðamálum o.s.frv., má ekki líta framhjá hlutverki fjármagns í því ferli. Þótt sjálfbær fjárfesting hafi lengi verið úr alfaraleið í Evrópu, svokallaður syllumarkaður, sýnir nýjasta skýrsla Eurosif að hún er það ekki lengur. Þótt fagfjárfestar séu enn stærsti hópur fjárfesta í sjálfbærnimiðuðum lausnum hefur fjárfesting einkaaðila vaxið gríðarlega – úr 3,4% árið 2013 í 30,7% nú, sem er níföld aukning. Sem stendur vaxa sjálfbærar fjármálaafurðir í Evrópu helmingi hraðar en hefðbundnar fjármálaafurðir og auk þess er arðsemi margra hinna sjálfbæru þegar orðin meiri en þeirra hefðbundu. Það er deginum ljósara að gamla kreddan um að við verðum að velja milli hagvaxtar og sjálfbærni er fölsk. Við stöndum einmitt frammi fyrir straumhvörfum í þessu samhengi. Áframhaldandi vöxtur í erlendum eignum Íslendinga felur í sér gríðarleg tækifæri en kallar jafnframt á ákvarðanir varðandi áhrif íslenskra lífeyrissjóða og sparnaðar á umhverfið. Íslendingar verða að krefjast þess að bankar og rekstrarfélög fjárfestinga láti gott af sér leiða og skili hagnaði á sama tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að loftslagsmál og sjálfbærni verði samofin allri ákvarðanatöku í fjármálum og verði viðurkennd sem kjarnalögmál. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Þetta á ekki síður við um þá sem greiða í séreignasparnað og hafa nú þegar frjálst val að töluverðu leyti. Líklegt er að þessir fjárfestar muni taka sjálfbærum valkostum fagnandi. Það segir sig sjálft að neytendur og sparifjáreigendur þurfa ekki einungis góðar lífeyristekjur: þeir þurfa fallegt og heilsusamlegt umhverfi á eftirlaunaárum. Eins og Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, sagði á leiðtogafundi í Tókýó: „Eigi loftslagsáhættuþættir og viðnámsþróttur að færast að miðju fjármálaákvarðanatökuferlis þarf þrennt að vera til staðar: heildstæð upplýsingagjöf um loftslagsmál, gerbreytt loftslagsáhættustýring og megináhersla á fjárfestingu til stuðnings tveggja gráðu markmiðinu.“ Höfundur er framkvæmdastjóri eignastýringar Storebrand.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun