Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 11:50 Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir endurskoðun á barnaverndarkerfinu vera í fullum gangi. Fréttablaðið/Anton Brink Í Kompás gagnrýnir 17 ára stúlka barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi móður sinnar. Nefndin hafi verið full meðvituð um aðstæðurnar. Stúlkan segir klíkuskap hafa haft áhrif, allir þekki fjölskylduna á Seltjarnarnsei og að amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Málið er til rannsóknar hjá Barnaverndarstofu sem hefur eftirlit með störfum barnaverndarnefnda. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir lengi hafa verið vangaveltur um hvort það henti að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé heppilegt fyrirkomulag og við á Barnaverndarstofu höfum lengi gert það. Þetta er með flóknari málum sem hægt er að taka ákvarðanir um og þá er kannski frekar sérstakt að það séu pólitískt skipaðir einstaklingar sem eru í fullri vinnu annars staðar sem taki þyngstu ákvarðanirnar í barnaverndarmálum,“ segir Heiða.Þarf færri, stærri og öflugri nefndir Í félagsmálaráðuneytinu stendur nú yfir vinna við að endurskoða barnaverndarkerfið. Heiða bendir á að mikilvægt sé að stækka barnaverndarumdæmin. „Í dag eru 27 barnaverndarnefndir og það þurfa ekki að vera nema 1500 íbúar bakvið hverja nefnd sem er ekki há tala. Þannig að maður sér fyrir sér færri umdæmi, stærri og öflugri. Einnig að jafnvel þeir sem taka þyngstu ákvarðanirnar séu ekki pólitískt skipaðir heldur í fullri vinnu hjá nefndinni.“ Heiða bendir á að barnaverndarkerfið hér á landi sé byggt á norskri fyrirmynd. „Þar voru pólitískt skipaðar nefndir en það er áratugur síðan þær voru lagðar af. Nú eru þau ekki með pólitískst skipaðar nefndir sem taka ákvarðanir í barnaverndarmálum.“Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í Kompás gagnrýnir 17 ára stúlka barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi móður sinnar. Nefndin hafi verið full meðvituð um aðstæðurnar. Stúlkan segir klíkuskap hafa haft áhrif, allir þekki fjölskylduna á Seltjarnarnsei og að amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Málið er til rannsóknar hjá Barnaverndarstofu sem hefur eftirlit með störfum barnaverndarnefnda. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir lengi hafa verið vangaveltur um hvort það henti að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé heppilegt fyrirkomulag og við á Barnaverndarstofu höfum lengi gert það. Þetta er með flóknari málum sem hægt er að taka ákvarðanir um og þá er kannski frekar sérstakt að það séu pólitískt skipaðir einstaklingar sem eru í fullri vinnu annars staðar sem taki þyngstu ákvarðanirnar í barnaverndarmálum,“ segir Heiða.Þarf færri, stærri og öflugri nefndir Í félagsmálaráðuneytinu stendur nú yfir vinna við að endurskoða barnaverndarkerfið. Heiða bendir á að mikilvægt sé að stækka barnaverndarumdæmin. „Í dag eru 27 barnaverndarnefndir og það þurfa ekki að vera nema 1500 íbúar bakvið hverja nefnd sem er ekki há tala. Þannig að maður sér fyrir sér færri umdæmi, stærri og öflugri. Einnig að jafnvel þeir sem taka þyngstu ákvarðanirnar séu ekki pólitískt skipaðir heldur í fullri vinnu hjá nefndinni.“ Heiða bendir á að barnaverndarkerfið hér á landi sé byggt á norskri fyrirmynd. „Þar voru pólitískt skipaðar nefndir en það er áratugur síðan þær voru lagðar af. Nú eru þau ekki með pólitískst skipaðar nefndir sem taka ákvarðanir í barnaverndarmálum.“Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00