Mývetningar vonsviknir með stöðuna á Neyðarlínuvirkjun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Frá stífluframkvæmdum Neyðarlínunnar við Drekagil sem nú hafa verið stöðvaðar. „Þetta er allt hið leiðinlegasta mál því í raun er þetta jákvætt verkefni en það verður að vinnast lögum samkvæmt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, um afturköllun leyfa til Neyðarlínunnar til að byggja rafstöð í Drekagili við Öskju. Drekagil er í þjóðlendu og því þurfti Neyðarlínan leyfi frá bæði forsætisráðuneytinu og Skútustaðahreppi fyrir virkjun þar. Virkjunin á að framleiða rafmagn fyrir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar á Vaðöldu og fyrir ferðaþjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélag Akureyrar. Eftir að í ljós kom í haust að stíflumannvirki Neyðarlínunnar var sjöfalt lengra en leyft var afturkallaði Skútustaðahreppur fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfið. Forsætisráðuneytið hefur nú gert slíkt hið sama eftir að frestur sem Neyðarlínan fékk til að gera athugasemdir rann út án þess að svar bærist. „Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðarlínunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um,“ segir Þorsteinn. Eftir að Skútustaðahreppur afturkallaði leyfið hafi Neyðarlínan verið beðin um ný og uppfærð gögn.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.„Því það er ljóst að þessi framkvæmd er hvorki í samræmi við deiliskipulag né framkvæmdaleyfi en það hafa engin gögn eða viðbrögð borist frá þeim,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvernig túlka eigi það. „Þetta veldur okkur bara vonbrigðum.“ Aðspurður hvað gerist bregðist Neyðarlínan ekki við segir Þorsteinn sveitarfélagið geta farið fram á að Neyðarlínan fjarlægi mannvirkin. Ef það verði ekki gert geti sveitarfélagið gert það á kostnað Neyðarlínunnar. „En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki,“ segir sveitarstjórinn. Forsætisráðuneytið hefur nú gert Neyðarlínunni að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma framkvæmdaáætlun og að sækja um nýtt leyfi frá ráðuneytinu eftir að Skútustaðahreppur hefur veitt fyrirtækinu sitt leyfi. Fram kom í Fréttablaðinu 11. október að Skútustaðahreppur hefði kvartað sérstaklega undan framkomu framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar við fulltrúa sveitarfélagsins og að stjórn Neyðarlínunnar hefði í kjölfarið harmað „þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið“, eins og sagði í bréfi stjórnar Neyðarlínunnar. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segist ekkert vilja tjá sig um stöðu mála varðandi framkvæmdirnar í Drekagili. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
„Þetta er allt hið leiðinlegasta mál því í raun er þetta jákvætt verkefni en það verður að vinnast lögum samkvæmt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, um afturköllun leyfa til Neyðarlínunnar til að byggja rafstöð í Drekagili við Öskju. Drekagil er í þjóðlendu og því þurfti Neyðarlínan leyfi frá bæði forsætisráðuneytinu og Skútustaðahreppi fyrir virkjun þar. Virkjunin á að framleiða rafmagn fyrir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar á Vaðöldu og fyrir ferðaþjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélag Akureyrar. Eftir að í ljós kom í haust að stíflumannvirki Neyðarlínunnar var sjöfalt lengra en leyft var afturkallaði Skútustaðahreppur fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfið. Forsætisráðuneytið hefur nú gert slíkt hið sama eftir að frestur sem Neyðarlínan fékk til að gera athugasemdir rann út án þess að svar bærist. „Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðarlínunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um,“ segir Þorsteinn. Eftir að Skútustaðahreppur afturkallaði leyfið hafi Neyðarlínan verið beðin um ný og uppfærð gögn.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.„Því það er ljóst að þessi framkvæmd er hvorki í samræmi við deiliskipulag né framkvæmdaleyfi en það hafa engin gögn eða viðbrögð borist frá þeim,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvernig túlka eigi það. „Þetta veldur okkur bara vonbrigðum.“ Aðspurður hvað gerist bregðist Neyðarlínan ekki við segir Þorsteinn sveitarfélagið geta farið fram á að Neyðarlínan fjarlægi mannvirkin. Ef það verði ekki gert geti sveitarfélagið gert það á kostnað Neyðarlínunnar. „En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki,“ segir sveitarstjórinn. Forsætisráðuneytið hefur nú gert Neyðarlínunni að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma framkvæmdaáætlun og að sækja um nýtt leyfi frá ráðuneytinu eftir að Skútustaðahreppur hefur veitt fyrirtækinu sitt leyfi. Fram kom í Fréttablaðinu 11. október að Skútustaðahreppur hefði kvartað sérstaklega undan framkomu framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar við fulltrúa sveitarfélagsins og að stjórn Neyðarlínunnar hefði í kjölfarið harmað „þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið“, eins og sagði í bréfi stjórnar Neyðarlínunnar. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segist ekkert vilja tjá sig um stöðu mála varðandi framkvæmdirnar í Drekagili.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira