Piparkökubollakökur með karamellukremi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 09:00 Þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir bakaði dásamlegar bollakökur ásamt Ingibjörgu Rósu Haraldsdóttur, fimm ára dóttur sinni, fyrir þáttinn Ísland í dag. Þetta er ljúffeng uppskrift sem allir geta leikið eftir. Uppskriftina má finna hér neðar fréttinni en einnig má sjá aðferðina skref fyrir skref í myndbandinu hér að ofan. Mynd/Eva Laufey Piparkökubollakökur með karamellukremi Uppskriftin er fyrir 18-20 bollakökur250g sykur 140g smjör, við stofuhita 3 egg við stofuhita 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi 2 tsk vanilludropar 1 tsk kanill ½ tsk malaður negull ½ tsk hvítur pipar ½ tsk engifer krydd Bollakökuform Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 180°C. 2. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. 3. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk. 4. Skiptið deiginu niður í bollakökuform og bakið við 180°C í 15 – 18 mínútur. 5. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem. Ingibjörg Rósa heillaði áhorfendur Ísland í dag upp úr skónum.Mynd/Eva Laufey Karamellukrem230 g smjör, við stofuhita 500 g flórsykur 1 dl söltuð karamellusósa Aðferð:1. Þeytið smjör og flórsykur saman í nokkrar mínútur, því lengur sem þið hrærið 2. kremið því betri áferð verður á því. 3. Bætið karamellusósu út í og þeytið áfram þar til kremið er silkimjúkt. 4. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar. 5. Skreytið gjarnan með rósmarín greinum, piparkökumulningi, piparkökum og svolítið af flórsykri. Mynd/Eva Laufey Söltuð karamellusósa150 g sykur 4 msk smjör 1 dl rjómi Sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð:1. Bræðið sykur á pönnu við vægan hita, best að hafa alls ekki háan hita og fara hægt af stað. 2. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum. 3. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er orðin þykk og fín. 4. Í lokin bætið þið saltinu saman við. 5. Leyfið sósunni að kólna alveg áður en þið hellið henni. Bollakökur Eva Laufey Ísland í dag Piparkökur Uppskriftir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir bakaði dásamlegar bollakökur ásamt Ingibjörgu Rósu Haraldsdóttur, fimm ára dóttur sinni, fyrir þáttinn Ísland í dag. Þetta er ljúffeng uppskrift sem allir geta leikið eftir. Uppskriftina má finna hér neðar fréttinni en einnig má sjá aðferðina skref fyrir skref í myndbandinu hér að ofan. Mynd/Eva Laufey Piparkökubollakökur með karamellukremi Uppskriftin er fyrir 18-20 bollakökur250g sykur 140g smjör, við stofuhita 3 egg við stofuhita 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi 2 tsk vanilludropar 1 tsk kanill ½ tsk malaður negull ½ tsk hvítur pipar ½ tsk engifer krydd Bollakökuform Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 180°C. 2. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. 3. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk. 4. Skiptið deiginu niður í bollakökuform og bakið við 180°C í 15 – 18 mínútur. 5. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem. Ingibjörg Rósa heillaði áhorfendur Ísland í dag upp úr skónum.Mynd/Eva Laufey Karamellukrem230 g smjör, við stofuhita 500 g flórsykur 1 dl söltuð karamellusósa Aðferð:1. Þeytið smjör og flórsykur saman í nokkrar mínútur, því lengur sem þið hrærið 2. kremið því betri áferð verður á því. 3. Bætið karamellusósu út í og þeytið áfram þar til kremið er silkimjúkt. 4. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar. 5. Skreytið gjarnan með rósmarín greinum, piparkökumulningi, piparkökum og svolítið af flórsykri. Mynd/Eva Laufey Söltuð karamellusósa150 g sykur 4 msk smjör 1 dl rjómi Sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð:1. Bræðið sykur á pönnu við vægan hita, best að hafa alls ekki háan hita og fara hægt af stað. 2. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum. 3. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er orðin þykk og fín. 4. Í lokin bætið þið saltinu saman við. 5. Leyfið sósunni að kólna alveg áður en þið hellið henni.
Bollakökur Eva Laufey Ísland í dag Piparkökur Uppskriftir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira