Samtök kvenna í íþróttum gagnrýna ÍSÍ, SA, og fleiri vegna máls Emilíu Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 20:39 Skautakonan Emilía Rós sagði sögu sína af kynferðislegri áreitni þjálfara. SKÍÍ/Getty/Alexander Hassenstein Samtök kvenna í íþróttum hvetja ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag og Skautasamband Íslands til þess að leita úrlausna og bregðast við máli skautakonunnar Emilíu Rósar Ómarsdóttur sem steig fram og sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið. Þá gagnrýna samtökin félögin fyrir viðbrögð sín við málinu. Þá sagði Emilía Rós að enginn hafi beðið hana afsökunar eftir umfjöllunina í öðru viðtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Þetta er aldrei í lagi Samtök kvenna í íþróttum hafa alvarlegar áhyggjur af stöðu mála og birtust í dag athugasemdir samtakanna í færslu á Facebook síðu þeirra. „Ef einhvern lærdóm mátti draga af #metoo byltingu íþróttakvenna, er það sá að þolendur vantaði skilgreindan farveg fyrir tilkynningar, úrvinnslu mála var ábótavant og í sumum tilfellum var úrræðaleysið algjört.“ „Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið þegar svara er leitað og Emilía stendur enn í baráttunni um réttlæti án baklands íþróttahreyfingarinnar? Öll benda á hvert annað þegar hún leitast við að fá aðstoð við að vinna málið og að auki þarf hún að bíða í óeðlilega langan tíma til að fá svör, svör sem sum hver hafa enn ekki borist, mörgum mánuðum síðar?“ segir í færslunni.Hvers vegna er brugðist seint og illa við? Emilía greindi frá því að hún hafi flutt frá heimabæ sínum, Akureyri, til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar. Emilía fékk ekki stuðning frá SA sem lýsti yfir stuðningi við þjálfarann í yfirlýsingu þar sem greint var frá því að engar sannanir væru um að þjálfarinn hafi brotið siðareglur. „Hvers vegna hafa ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Skautasamband Íslands brugðist seint og illa við ítrekuðum óskum Emilíu um aðstoð við úrlausn málsins? “Hvernig er hægt að ætlast til þess að félög og sérsambönd vinni ofbeldis og áreitnismál faglega þegar æðsta stofnun íþrótta á Íslandi gerir það takmarkað/ekki sjálf?„ segir í færslu samtakanna sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Akureyri MeToo Skautaíþróttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Samtök kvenna í íþróttum hvetja ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag og Skautasamband Íslands til þess að leita úrlausna og bregðast við máli skautakonunnar Emilíu Rósar Ómarsdóttur sem steig fram og sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið. Þá gagnrýna samtökin félögin fyrir viðbrögð sín við málinu. Þá sagði Emilía Rós að enginn hafi beðið hana afsökunar eftir umfjöllunina í öðru viðtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Þetta er aldrei í lagi Samtök kvenna í íþróttum hafa alvarlegar áhyggjur af stöðu mála og birtust í dag athugasemdir samtakanna í færslu á Facebook síðu þeirra. „Ef einhvern lærdóm mátti draga af #metoo byltingu íþróttakvenna, er það sá að þolendur vantaði skilgreindan farveg fyrir tilkynningar, úrvinnslu mála var ábótavant og í sumum tilfellum var úrræðaleysið algjört.“ „Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið þegar svara er leitað og Emilía stendur enn í baráttunni um réttlæti án baklands íþróttahreyfingarinnar? Öll benda á hvert annað þegar hún leitast við að fá aðstoð við að vinna málið og að auki þarf hún að bíða í óeðlilega langan tíma til að fá svör, svör sem sum hver hafa enn ekki borist, mörgum mánuðum síðar?“ segir í færslunni.Hvers vegna er brugðist seint og illa við? Emilía greindi frá því að hún hafi flutt frá heimabæ sínum, Akureyri, til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar. Emilía fékk ekki stuðning frá SA sem lýsti yfir stuðningi við þjálfarann í yfirlýsingu þar sem greint var frá því að engar sannanir væru um að þjálfarinn hafi brotið siðareglur. „Hvers vegna hafa ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Skautasamband Íslands brugðist seint og illa við ítrekuðum óskum Emilíu um aðstoð við úrlausn málsins? “Hvernig er hægt að ætlast til þess að félög og sérsambönd vinni ofbeldis og áreitnismál faglega þegar æðsta stofnun íþrótta á Íslandi gerir það takmarkað/ekki sjálf?„ segir í færslu samtakanna sem má sjá í heild sinni hér að neðan.
Akureyri MeToo Skautaíþróttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira