Manchester City og Liverpool fara bæði til Madrídar í 16 liða úrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 11:15 Jürgen Klopp með Meistaradeildarbikarinn glæsilega. Getty/ Quality Sport Images Það voru mestar líkur á að ensku liðin Manchester City og Liverpool drógust á móti liðunum frá Madríd og það var líka raunin þegar dregið var í sextán liða úrslitin í dag. Manchester City drógst fyrst á móti Real Madrid og fljótlega á eftir drógust Atlético Madrid og Liverpool saman. Í báðum viðureignum fer seinni leikurinn fram á Englandi. Það er ljóst að verkefnið verður ekki mikið erfiðara en það sem bíður Pep Guadiola og lærisveina hans í Manchester City en Pep þekkir það vel að mæta á Santiagi Bernabeu. Liverpool vann Meistaradeildina á heimavelli Atlético Madrid síðasta vor og snýr nú aftur á sama völl í fyrsta leik sínum í úrslitasláttarkeppninni í ár. Chelsea mætir Bayern München og Tottenham fær líklega léttasta mótherjann af ensku liðunum eftir að hafa dregist á móti þýska liðinu RB Leipzig. Barcelona þarf að fara til Napoli og Paris Saint Germain til Dortmund í Þýskalandi. Daprasti leikurinn er án efa viðureign Atalanta og Valencia en nýliðar Atalanta höfðu þar heppnina með sér. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 18. og 19. febrúar og 25. til 26. febrúar en seinni leikirnir fara fram 10. og 11. mars og 17. og 18. mars.Leikirnir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar 2019-20: Leikur 1: Borussia Dortmund (Þýskaland) - Paris Saint-Germain (Frakkland) Leikur 2: Real Madrid (Spánn) - Manchester City (England) Leikur 3: Atalanta (Ítalía) - Valencia (Spánn) Leikur 4: Atlético Madrid (Spánn) - Liverpool (England) Leikur 5: Chelsea (England) - Bayern München (Þýskaland) Leikur 6: Lyon (Frakkland) - Juventus (Ítalía) Leikur 7: Tottenham (England) - RB Leipzig (Þýskaland) Leikur 8: Napoli (Ítalía) - Barcelona (Spánn)Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá drættinum.
Það voru mestar líkur á að ensku liðin Manchester City og Liverpool drógust á móti liðunum frá Madríd og það var líka raunin þegar dregið var í sextán liða úrslitin í dag. Manchester City drógst fyrst á móti Real Madrid og fljótlega á eftir drógust Atlético Madrid og Liverpool saman. Í báðum viðureignum fer seinni leikurinn fram á Englandi. Það er ljóst að verkefnið verður ekki mikið erfiðara en það sem bíður Pep Guadiola og lærisveina hans í Manchester City en Pep þekkir það vel að mæta á Santiagi Bernabeu. Liverpool vann Meistaradeildina á heimavelli Atlético Madrid síðasta vor og snýr nú aftur á sama völl í fyrsta leik sínum í úrslitasláttarkeppninni í ár. Chelsea mætir Bayern München og Tottenham fær líklega léttasta mótherjann af ensku liðunum eftir að hafa dregist á móti þýska liðinu RB Leipzig. Barcelona þarf að fara til Napoli og Paris Saint Germain til Dortmund í Þýskalandi. Daprasti leikurinn er án efa viðureign Atalanta og Valencia en nýliðar Atalanta höfðu þar heppnina með sér. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 18. og 19. febrúar og 25. til 26. febrúar en seinni leikirnir fara fram 10. og 11. mars og 17. og 18. mars.Leikirnir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar 2019-20: Leikur 1: Borussia Dortmund (Þýskaland) - Paris Saint-Germain (Frakkland) Leikur 2: Real Madrid (Spánn) - Manchester City (England) Leikur 3: Atalanta (Ítalía) - Valencia (Spánn) Leikur 4: Atlético Madrid (Spánn) - Liverpool (England) Leikur 5: Chelsea (England) - Bayern München (Þýskaland) Leikur 6: Lyon (Frakkland) - Juventus (Ítalía) Leikur 7: Tottenham (England) - RB Leipzig (Þýskaland) Leikur 8: Napoli (Ítalía) - Barcelona (Spánn)Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá drættinum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira