Rooney telur sig enn geta spilað í ensku úrvalsdeildinni Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. desember 2019 12:30 Í vígahug vísir/getty Manchester United goðsögnin Wayne Rooney snýr aftur í enska boltann þegar nýtt ár gengur í garð en nú í deild sem hann hefur ekki spilað í áður þar sem hann gekk nýverið í raðir Derby County sem leikur í ensku B-deildinni. „Nú er markmið mitt að koma Derby aftur í úrvalsdeildina og vonandi vera í hlutverki hjá þeim þar. Ryan Giggs gat spilað til fertugs og Gareth Barry ætlar sér að gera það sama,“ segir Rooney. Rooney er 34 ára gamall en eftir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna á 13 ára ferli sínum hjá Manchester United hélt hann til uppeldisfélagsins Everton og lék með þeim í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-2018. Þótti mörgum Rooney ekki standa undir væntingum þar en hann gerði þó 10 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Í kjölfarið færði hann sig um set vestur um haf og hefur leikið með DC United í MLS deildinni undanfarin tvö ár. Rooney skoraði í öðrum hverjum leik að meðaltali í Bandaríkjunum og er sannfærður um að hann hafi enn ýmislegt fram að færa á vellinum, meira að segja í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mikilvægt að hafa skilning á fótbolta. Það snýst ekki bara um að geta hlaupið út um allt heldur að nota höfuðið á þér til að spila.“ „Þetta gleymist stundum af því að menn skora færri mörk en þeir gerðu áður eða eitthvað þess háttar. Með rétta liðið í kringum mig get ég enn spilað í úrvalsdeildinni,“ segir Rooney. Rooney mun eiga verk að vinna við að koma Derby í toppbaráttu í B-deildinni en liðið er um þessar mundir í 16.sæti og eru níu stig upp í umspilssæti þegar deildin er rétt tæplega hálfnuð. Rooney verður löglegur með Derby um áramót og ætti því að geta leikið sinn fyrsta leik þann 2.janúar næstkomandi þegar Derby fær Barnsley í heimsókn. Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Manchester United goðsögnin Wayne Rooney snýr aftur í enska boltann þegar nýtt ár gengur í garð en nú í deild sem hann hefur ekki spilað í áður þar sem hann gekk nýverið í raðir Derby County sem leikur í ensku B-deildinni. „Nú er markmið mitt að koma Derby aftur í úrvalsdeildina og vonandi vera í hlutverki hjá þeim þar. Ryan Giggs gat spilað til fertugs og Gareth Barry ætlar sér að gera það sama,“ segir Rooney. Rooney er 34 ára gamall en eftir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna á 13 ára ferli sínum hjá Manchester United hélt hann til uppeldisfélagsins Everton og lék með þeim í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-2018. Þótti mörgum Rooney ekki standa undir væntingum þar en hann gerði þó 10 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Í kjölfarið færði hann sig um set vestur um haf og hefur leikið með DC United í MLS deildinni undanfarin tvö ár. Rooney skoraði í öðrum hverjum leik að meðaltali í Bandaríkjunum og er sannfærður um að hann hafi enn ýmislegt fram að færa á vellinum, meira að segja í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mikilvægt að hafa skilning á fótbolta. Það snýst ekki bara um að geta hlaupið út um allt heldur að nota höfuðið á þér til að spila.“ „Þetta gleymist stundum af því að menn skora færri mörk en þeir gerðu áður eða eitthvað þess háttar. Með rétta liðið í kringum mig get ég enn spilað í úrvalsdeildinni,“ segir Rooney. Rooney mun eiga verk að vinna við að koma Derby í toppbaráttu í B-deildinni en liðið er um þessar mundir í 16.sæti og eru níu stig upp í umspilssæti þegar deildin er rétt tæplega hálfnuð. Rooney verður löglegur með Derby um áramót og ætti því að geta leikið sinn fyrsta leik þann 2.janúar næstkomandi þegar Derby fær Barnsley í heimsókn.
Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira