Árskort í sund og líkamsrækt í jólagjöf frá Rangárþingi eystra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2019 12:30 Á Hvolsvelli er glæsileg 25 metra útilaug og á sundlaugarsvæðinu eru 2 heitir potta og vaðlaug, auk rennibrautar og gufubaðs. Rangárþing eystra Mikil ánægja er á meðal starfsmanna Rangárþings eystra með jólagjöfina sem allir fengu frá sveitarfélaginu en það er árskort í sund og líkamsræktarstöð sveitarfélagsins á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir að ákveðið hafi verið að gefa þessa jólagjöf því sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag. Það er æði misjafnt hvað sveitarfélög, ríki, fyrirtæki og stofnanir og einkafyrirtæki gefa starfsfólki sínu í jólagjöf. Starfsmenn Rangárþings eystra hafa allir fengið sína jólagjöf og eru hæst ánægðir með hana en það er ókeypis sundkort og líkamsræktarkort allt árið 2020 í sundlaugina á Hvolsvelli og líkamsræktarstöðina þar. Gjöfin nær til 213 starfsmanna sveitarfélagsins. Birna Sigurðardóttir er skólastjóri Grunnskólans á Hvolsvelli þar sem um 60 starfsmenn vinna. „Fólk er bara heild yfir mjög ánægt með þessa rausnarlegu jólagjöf, hún er ofsalega flott, ég held að hún hafi komið fólki mjög á óvart.“ Mjög góð líkamsræktaraðstaða er á Hvolsvelli og sundlaugin á staðnum er flott og til fyrirmyndar. Anton Kári, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er stoltur af jólagjöfinni 2019, sem starfsfólkið fékk.Vísir/Magnús Hlynur Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er ánægður með að sveitarstjórn hafi ákveðið að gefa starfsfólkinu svona heilsusamlega jólagjöf. „Og vonandi að fólk verði duglegt að nýta sér þetta og þetta skili sér bara í betri heilsu og vellíðan og auknu starfsþreki okkar starfsmanna hjá Rangárþingi eystra. Ég hef ekki heyrt annað en að allir hafi bara verið virkilega ánægðir með gjöfina og það fylgdi nú í bónus smá gjafabakki frá SS, bruns, hvað er betra en að byrja á smá bruns og skella sér svo í sund og ræktina,“ segir Anton Kári. Jól Rangárþing eystra Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Mikil ánægja er á meðal starfsmanna Rangárþings eystra með jólagjöfina sem allir fengu frá sveitarfélaginu en það er árskort í sund og líkamsræktarstöð sveitarfélagsins á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir að ákveðið hafi verið að gefa þessa jólagjöf því sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag. Það er æði misjafnt hvað sveitarfélög, ríki, fyrirtæki og stofnanir og einkafyrirtæki gefa starfsfólki sínu í jólagjöf. Starfsmenn Rangárþings eystra hafa allir fengið sína jólagjöf og eru hæst ánægðir með hana en það er ókeypis sundkort og líkamsræktarkort allt árið 2020 í sundlaugina á Hvolsvelli og líkamsræktarstöðina þar. Gjöfin nær til 213 starfsmanna sveitarfélagsins. Birna Sigurðardóttir er skólastjóri Grunnskólans á Hvolsvelli þar sem um 60 starfsmenn vinna. „Fólk er bara heild yfir mjög ánægt með þessa rausnarlegu jólagjöf, hún er ofsalega flott, ég held að hún hafi komið fólki mjög á óvart.“ Mjög góð líkamsræktaraðstaða er á Hvolsvelli og sundlaugin á staðnum er flott og til fyrirmyndar. Anton Kári, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er stoltur af jólagjöfinni 2019, sem starfsfólkið fékk.Vísir/Magnús Hlynur Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er ánægður með að sveitarstjórn hafi ákveðið að gefa starfsfólkinu svona heilsusamlega jólagjöf. „Og vonandi að fólk verði duglegt að nýta sér þetta og þetta skili sér bara í betri heilsu og vellíðan og auknu starfsþreki okkar starfsmanna hjá Rangárþingi eystra. Ég hef ekki heyrt annað en að allir hafi bara verið virkilega ánægðir með gjöfina og það fylgdi nú í bónus smá gjafabakki frá SS, bruns, hvað er betra en að byrja á smá bruns og skella sér svo í sund og ræktina,“ segir Anton Kári.
Jól Rangárþing eystra Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira