Niðurstaða fékkst í deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Eiður Þór Árnason skrifar 20. desember 2019 18:58 Félag sjúkraþjálfara hefur verið ósátt við útboðsstefnu Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Vilhelm Sjúkraþjálfurum var óheimilt að hætta að starfa fyrirvaralaust eftir samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) þann 12. nóvember síðastliðinn samkvæmt niðurstöðu gerðardóms í deilumáli Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Í dómsorðum gerðardóms sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að báðir aðilar eigi að starfa samkvæmt samningnum til 12. janúar. Er þar vísað til þess að félaginu hafi verið skylt að viðhafa hæfilegan uppsagnarfrest á uppsögn sinni sem SÍ var tilkynnt um þann 5. nóvember síðastliðinn. Því hafi félaginu verið óheimilt að segja upp samningnum án nokkurs fyrirvara. Sjúkraþjálfarar ánægðir með dóminn Þrátt fyrir þetta segist Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, vera ánægð með dóminn og segir að fallist hafi verið á meginsjónarmið félagsins. „Þetta var algjörlega það sem við bjuggumst við og við erum náttúrulega afar ánægð með að gerðardómari samþykkir okkar sýn á það að það var ekki þörf á því að segja þessum samningi upp með sex mánaða fyrirvara eins og sjúkratryggingar gerðu kröfu um.“Sjá einnig: Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardómsÍ nóvember síðastliðnum sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. SÍ tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólöglegt verðsamráð. Formaður félagsins sagði ásakanir forstjóra SÍ alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Unnur segir að sú ráðstöfun gerðardómara að miða endalok samstarfs um samninginn við 12. janúar sé eingöngu ætlað til hagræðis fyrir alla aðila í ljósi hátíðanna. “Svo þeir geti gert þær ráðstafanir að nýtt fyrirkomulag utan samnings geti tekið gildi þannig að sem minnst rask verði fyrir skjólstæðinga þjónustunnar.” Ósammála um túlkun dómsins Í tilkynningu frá SÍ sem barst í kvöld segir stofnunin að samkvæmt úrskurði gerðardóms í dag hafi sjúkraþjálfurum verið „óheimilt að innheimta önnur gjöld af sjúklingum en þau sem kveðið er á um í samningi SÍ.” Félag sjúkraþjálfara er ósammála þessari túlkun stofnunarinnar. „Við höfnum því algjörlega, vegna þess að dómurinn segir að sú krafa um það að segja samningunum upp með sex mánaða fyrirvara var ekki rétt og að málinu hafi verið staðið á réttan hátt af okkar hálfu.“ Hún segir að félagið hafi á sínum tíma tekið þá ákvörðun í umboði félagsmanna að „stíga til hliðar hreinlega á meðan Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld myndu setja það í eitthvað vitrænt form hvernig þau vilji haga innkaupum á þjónustu sjúkraþjálfara.“ „Ég les úrskurð gerðardóms algjörlega þannig að hann fellur að okkar meginröksemd að því leitinu til að samningurinn var útrunninn og að þeirra einhliða ákvörðun um það að gefa sjúkraþjálfurum kost á að vinna enn um stund samkvæmt samningnum fól engan veginn í sér þá viðurkenningu á því að það væri gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara í samtali við Vísi. Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. 13. nóvember 2019 20:16 „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. 12. nóvember 2019 23:34 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Sjúkraþjálfurum var óheimilt að hætta að starfa fyrirvaralaust eftir samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) þann 12. nóvember síðastliðinn samkvæmt niðurstöðu gerðardóms í deilumáli Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Í dómsorðum gerðardóms sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að báðir aðilar eigi að starfa samkvæmt samningnum til 12. janúar. Er þar vísað til þess að félaginu hafi verið skylt að viðhafa hæfilegan uppsagnarfrest á uppsögn sinni sem SÍ var tilkynnt um þann 5. nóvember síðastliðinn. Því hafi félaginu verið óheimilt að segja upp samningnum án nokkurs fyrirvara. Sjúkraþjálfarar ánægðir með dóminn Þrátt fyrir þetta segist Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, vera ánægð með dóminn og segir að fallist hafi verið á meginsjónarmið félagsins. „Þetta var algjörlega það sem við bjuggumst við og við erum náttúrulega afar ánægð með að gerðardómari samþykkir okkar sýn á það að það var ekki þörf á því að segja þessum samningi upp með sex mánaða fyrirvara eins og sjúkratryggingar gerðu kröfu um.“Sjá einnig: Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardómsÍ nóvember síðastliðnum sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. SÍ tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólöglegt verðsamráð. Formaður félagsins sagði ásakanir forstjóra SÍ alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Unnur segir að sú ráðstöfun gerðardómara að miða endalok samstarfs um samninginn við 12. janúar sé eingöngu ætlað til hagræðis fyrir alla aðila í ljósi hátíðanna. “Svo þeir geti gert þær ráðstafanir að nýtt fyrirkomulag utan samnings geti tekið gildi þannig að sem minnst rask verði fyrir skjólstæðinga þjónustunnar.” Ósammála um túlkun dómsins Í tilkynningu frá SÍ sem barst í kvöld segir stofnunin að samkvæmt úrskurði gerðardóms í dag hafi sjúkraþjálfurum verið „óheimilt að innheimta önnur gjöld af sjúklingum en þau sem kveðið er á um í samningi SÍ.” Félag sjúkraþjálfara er ósammála þessari túlkun stofnunarinnar. „Við höfnum því algjörlega, vegna þess að dómurinn segir að sú krafa um það að segja samningunum upp með sex mánaða fyrirvara var ekki rétt og að málinu hafi verið staðið á réttan hátt af okkar hálfu.“ Hún segir að félagið hafi á sínum tíma tekið þá ákvörðun í umboði félagsmanna að „stíga til hliðar hreinlega á meðan Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld myndu setja það í eitthvað vitrænt form hvernig þau vilji haga innkaupum á þjónustu sjúkraþjálfara.“ „Ég les úrskurð gerðardóms algjörlega þannig að hann fellur að okkar meginröksemd að því leitinu til að samningurinn var útrunninn og að þeirra einhliða ákvörðun um það að gefa sjúkraþjálfurum kost á að vinna enn um stund samkvæmt samningnum fól engan veginn í sér þá viðurkenningu á því að það væri gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara í samtali við Vísi.
Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. 13. nóvember 2019 20:16 „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. 12. nóvember 2019 23:34 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19
Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. 13. nóvember 2019 20:16
„Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. 12. nóvember 2019 23:34
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40