Fjórða konan tilkynnti meint kynferðisbrot Kristjáns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2019 19:00 Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári. Kristján Gunnar var látinn laus eftir hádegi í dag eftir að héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Hann hefur verið í haldi síðan á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Niðurstaða héraðsdóms um að aflétta gæsluvarðhaldi var samstundis kærð til Landsréttar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki vilja veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en ætla má að niðurstaða héraðsdóms hafi komið lögreglu á óvart. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Farið hefði verið fram á varðhald til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Þá var krafan einnig lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en yfirheyrslum er til að mynda enn ólokið og málið enn á viðkvæmu stigi. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Hann var síðan handtekinn aftur að morgni jóladags, þá vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum á jólanótt. Landsréttur mun að öllum líkindum ekki ná að fjalla um kæru á úrskurði héraðsdóms fyrr en á nýju ári. Kæra á úrskurði héraðsdóms hafði ekki borist Landsrétti síðdegis í dag samkvæmt upplýsingum frá réttinum en það er héraðsdómur sem sendir kæruna áfram. Eftir að kæran berist hefst sólarhringsfrestur málsaðila til að skila inn greinargerð og að þeim fresti liðnum sé málið tekið til úrskurðar. Venja sé sú að ekki sé úrskurðað á gamlárs- og nýársdag og líklegt megi telja að niðurstaða liggi því ekki fyrir fyrr en 2 janúar. Eins og fram hefur komið hafa þrjár konur kært Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið tilkynningu frá fjórðu konunni vegna meints kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað á heimili Kristjáns. Konan er erlendis en hefur óskað eftir því að gefa skýrslu í málinu. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári. Kristján Gunnar var látinn laus eftir hádegi í dag eftir að héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Hann hefur verið í haldi síðan á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Niðurstaða héraðsdóms um að aflétta gæsluvarðhaldi var samstundis kærð til Landsréttar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki vilja veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en ætla má að niðurstaða héraðsdóms hafi komið lögreglu á óvart. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Farið hefði verið fram á varðhald til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Þá var krafan einnig lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en yfirheyrslum er til að mynda enn ólokið og málið enn á viðkvæmu stigi. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Hann var síðan handtekinn aftur að morgni jóladags, þá vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum á jólanótt. Landsréttur mun að öllum líkindum ekki ná að fjalla um kæru á úrskurði héraðsdóms fyrr en á nýju ári. Kæra á úrskurði héraðsdóms hafði ekki borist Landsrétti síðdegis í dag samkvæmt upplýsingum frá réttinum en það er héraðsdómur sem sendir kæruna áfram. Eftir að kæran berist hefst sólarhringsfrestur málsaðila til að skila inn greinargerð og að þeim fresti liðnum sé málið tekið til úrskurðar. Venja sé sú að ekki sé úrskurðað á gamlárs- og nýársdag og líklegt megi telja að niðurstaða liggi því ekki fyrir fyrr en 2 janúar. Eins og fram hefur komið hafa þrjár konur kært Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið tilkynningu frá fjórðu konunni vegna meints kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað á heimili Kristjáns. Konan er erlendis en hefur óskað eftir því að gefa skýrslu í málinu.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57
Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29
Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03
Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06