Fjölmiðlamaður kom að innbrotsþjófi í Vesturbænum: „Ég hlóð bara í eitt gott „Hey!““ Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2019 13:42 Atli Már segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi. Facebook/Owen Fiene/Getty Fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson kom í nótt að manni sem reyndi að brjótast inn á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. „Mín fyrstu viðbrögð voru að ég hlóð bara í eitt gott „Hey!“ og hann var þá fljótur að láta sig hverfa,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Atli Már starfar á RÚV og segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi og huga sérstaklega að því að læsa gluggum. Hann segist hafa verið úti að borða með vinum sínum í gærkvöldi og komið heim í kringum klukkan tvö. „Ég er þarna með ljósin kveikt og sit í sófanum að horfa á eitthvað áður en ég myndi fara að sofa. Ég heyri svo einhvern umgang og held fyrst að þetta sé annar kattanna. Ég á tvo ketti og var einn þeirra sofandi hjá mér í sófanum. Hann rumskaði líka við allan þennan umgang.“ Í skíðaúlpu af gamla skólanum Atli Már segist þá hafa farið inn í eldhúsið og séð fingur koma inn um gluggann. „Það er tvöföld læsing á glugganum en hann reyndi að komast þarna inn. Ég sá hann samt ekki þar sem það er filma á glugganum, en hann virtist vera í einhverri „old school“ svartri og hvítri skíðaúlpu. Ég hljóp út þegar ég var búinn að hrópa en maðurinn var þá horfinn. Honum virðist hafa brugðið mjög mikið. Ég tala líka mjög hátt.“ Hann segir þetta hafa verið mjög sérstök upplifun. „Þetta var svo súrrealískt þar sem ég vissi ekkert hvað var í gangi. Það var líka kveikt inni í eldhúsi þannig að það var augljóst að einhver var heima. Ég skil ekki alveg hvað hann ætlaði sér. Hann var líka ekkert hljóðlátur, ekkert að pukrast með þetta.“En hvernig leið þér eftir þetta? Varstu fljótur að sofna? „Við getum orðað þetta þannig að ég var vakandi lengur en ég ætlaði mér. Hringdi í lögguna og sagði að það væri greinilega einhver á ferli.“ Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson kom í nótt að manni sem reyndi að brjótast inn á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. „Mín fyrstu viðbrögð voru að ég hlóð bara í eitt gott „Hey!“ og hann var þá fljótur að láta sig hverfa,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Atli Már starfar á RÚV og segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi og huga sérstaklega að því að læsa gluggum. Hann segist hafa verið úti að borða með vinum sínum í gærkvöldi og komið heim í kringum klukkan tvö. „Ég er þarna með ljósin kveikt og sit í sófanum að horfa á eitthvað áður en ég myndi fara að sofa. Ég heyri svo einhvern umgang og held fyrst að þetta sé annar kattanna. Ég á tvo ketti og var einn þeirra sofandi hjá mér í sófanum. Hann rumskaði líka við allan þennan umgang.“ Í skíðaúlpu af gamla skólanum Atli Már segist þá hafa farið inn í eldhúsið og séð fingur koma inn um gluggann. „Það er tvöföld læsing á glugganum en hann reyndi að komast þarna inn. Ég sá hann samt ekki þar sem það er filma á glugganum, en hann virtist vera í einhverri „old school“ svartri og hvítri skíðaúlpu. Ég hljóp út þegar ég var búinn að hrópa en maðurinn var þá horfinn. Honum virðist hafa brugðið mjög mikið. Ég tala líka mjög hátt.“ Hann segir þetta hafa verið mjög sérstök upplifun. „Þetta var svo súrrealískt þar sem ég vissi ekkert hvað var í gangi. Það var líka kveikt inni í eldhúsi þannig að það var augljóst að einhver var heima. Ég skil ekki alveg hvað hann ætlaði sér. Hann var líka ekkert hljóðlátur, ekkert að pukrast með þetta.“En hvernig leið þér eftir þetta? Varstu fljótur að sofna? „Við getum orðað þetta þannig að ég var vakandi lengur en ég ætlaði mér. Hringdi í lögguna og sagði að það væri greinilega einhver á ferli.“
Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira