Stefnt að því að létt verði frekar á samkomubanni þann 25. maí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:14 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Lögreglan/Júlíus Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna þess hve vel hefur gengið að hemja kórónuveirufaraldurinn hér á landi verði næstu tilslakanir á samkomubanni fyrr en áætlað var í fyrstu, eða þann 25. maí næstkomandi. Þá sé meðal annars stefnt að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Áður hafði verið nefnt að næstu tilslakanir á samkomubanni yrðu í byrjun júní. Síðastliðinn mánudag tóku fyrstu tilslakanir á hertu samkomubanni gildi þegar fimmtíu manns var leyft að koma saman í sama rými, leikskólar og grunnskólar gátu farið að starfa með eðlilegum hætti og háskólar og framhaldsskólar opnuðu á ný. Einnig var þá ýmis konar þjónusta, sem krefst mikillar nálægðar, leyfð á ný, til dæmis starfsemi sjúkraþjálfara, tannlækna, nuddara og hárgreiðslustofa. Þá hófust valkvæðar aðgerðir jafnframt aftur. Á upplýsingafundi síðastliðinn mánudag greindi Þórólfur frá því að stefnt væri á að leyfa opnun sundlauga landsins þann 18. maí næstkomandi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt að stöðvarnar fái ekki að opna sama dag en sóttvarnalæknir hefur sagt að það sé sitt mat að mun fleiri sameiginlegir snertifletir séu í líkamsræktarstöðvum heldur en sundlaugum. Smithættan sé því minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Þá sé klórinn í sundi einnig slæmur fyrir veiruna. Á upplýsingafundinum í dag sagði Þórólfur að í næsta skrefi sem tekið verði 25. maí yrði leyfð opnun á ýmis konar starfsemi, til dæmis líkamsræktarstöðvum, en með ákveðnum skilyrðum. Þá yrði fjöldi þeirra sem koma mega saman hverju sinni á sama svæði hækkaður en talan hefur ekki verið ákveðin. Þórólfur sagði þó að talað hefði verið um að minnsta kosti 100 einstaklinga en útfærslan verði kynnt nánar síðar. Sóttvarnalæknir sagðist vona að allir hefðu skilning á því að við færum okkur hægt í því að aflétta samkomubanninu. Þá minnti hann enn og aftur á mikilvægi einstaklingsbundnu sóttvarnanna, að þvo hendur, spritta, passa hvar maður hefur hendurnar og passa upp á tveggja metra regluna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna þess hve vel hefur gengið að hemja kórónuveirufaraldurinn hér á landi verði næstu tilslakanir á samkomubanni fyrr en áætlað var í fyrstu, eða þann 25. maí næstkomandi. Þá sé meðal annars stefnt að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Áður hafði verið nefnt að næstu tilslakanir á samkomubanni yrðu í byrjun júní. Síðastliðinn mánudag tóku fyrstu tilslakanir á hertu samkomubanni gildi þegar fimmtíu manns var leyft að koma saman í sama rými, leikskólar og grunnskólar gátu farið að starfa með eðlilegum hætti og háskólar og framhaldsskólar opnuðu á ný. Einnig var þá ýmis konar þjónusta, sem krefst mikillar nálægðar, leyfð á ný, til dæmis starfsemi sjúkraþjálfara, tannlækna, nuddara og hárgreiðslustofa. Þá hófust valkvæðar aðgerðir jafnframt aftur. Á upplýsingafundi síðastliðinn mánudag greindi Þórólfur frá því að stefnt væri á að leyfa opnun sundlauga landsins þann 18. maí næstkomandi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt að stöðvarnar fái ekki að opna sama dag en sóttvarnalæknir hefur sagt að það sé sitt mat að mun fleiri sameiginlegir snertifletir séu í líkamsræktarstöðvum heldur en sundlaugum. Smithættan sé því minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Þá sé klórinn í sundi einnig slæmur fyrir veiruna. Á upplýsingafundinum í dag sagði Þórólfur að í næsta skrefi sem tekið verði 25. maí yrði leyfð opnun á ýmis konar starfsemi, til dæmis líkamsræktarstöðvum, en með ákveðnum skilyrðum. Þá yrði fjöldi þeirra sem koma mega saman hverju sinni á sama svæði hækkaður en talan hefur ekki verið ákveðin. Þórólfur sagði þó að talað hefði verið um að minnsta kosti 100 einstaklinga en útfærslan verði kynnt nánar síðar. Sóttvarnalæknir sagðist vona að allir hefðu skilning á því að við færum okkur hægt í því að aflétta samkomubanninu. Þá minnti hann enn og aftur á mikilvægi einstaklingsbundnu sóttvarnanna, að þvo hendur, spritta, passa hvar maður hefur hendurnar og passa upp á tveggja metra regluna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira