Sendiráðin kanna áhuga á tvíhliða ferðasamningum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2020 06:28 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kemur til fundar í Stjórnarráðinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Utanríkisráðherra segist hafa falið sendiráðum Íslands að kanna hvort áhugi sé meðal þeirra þjóða sem hafa staðið sig best í baráttunni við kórónuveiruna að gera tvíhliða samning við Ísland um opnun landamæra. Til þess þyrftu bæði ríkin þó áfram að tryggja varúðarráðstafanir og segist Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Morgunblaðið hafa lagt áherslu á það í samtölum við starfsbræður sína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Hann segir að nú leiti ráðherrar, embættismenn og sérfræðingar á heilbrigðissviði að leiðum til að opna fyrir milliríkjaferðalög á ný. Til að mynda sé til skoðunar hvort setja skuli skilyrði fyrirferðalögum og segir Guðlaugur að mikil áhersla sé lögð á að ekki verði bakslag í baráttunni. Tímasetningar ótímabærar Íslendingar og aðrar þjóðir muni ekki ná fullum bata í efnahagslífinu fyrr en landamærin verði opnuð á ný. Guðlaugur segir Morgunblaðinu að hann sé þó ekki tilbúin að nefna neina dagsetningu í því samhengi. Það sé því ótímabært að slá því föstu að Íslendingar geti ferðast um Norðurlöndin í ágúst, en ferðaþjónustan hefur horft til þess að ferðalög hefjist á ný síðsumars. Guðlaugur segir að til þess að opna á einhverjar ferðir verði að tryggja sóttvarnir, bæði á Íslandi og annars staðar. „Hvað varðar utanríkisþjónustuna hef ég lagt áherslu á þetta í samtölum mínum við kollega mína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum,“ segir Guðlaugur. „Sömuleiðis hef ég falið sendiráðunum að kanna með óformlegum hætti hvort í löndum sem hafa náð bestum árangri í baráttunni gegn veirunni sé vilji til tvíhliða samskipta.“ Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Utanríkisráðherra segist hafa falið sendiráðum Íslands að kanna hvort áhugi sé meðal þeirra þjóða sem hafa staðið sig best í baráttunni við kórónuveiruna að gera tvíhliða samning við Ísland um opnun landamæra. Til þess þyrftu bæði ríkin þó áfram að tryggja varúðarráðstafanir og segist Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Morgunblaðið hafa lagt áherslu á það í samtölum við starfsbræður sína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Hann segir að nú leiti ráðherrar, embættismenn og sérfræðingar á heilbrigðissviði að leiðum til að opna fyrir milliríkjaferðalög á ný. Til að mynda sé til skoðunar hvort setja skuli skilyrði fyrirferðalögum og segir Guðlaugur að mikil áhersla sé lögð á að ekki verði bakslag í baráttunni. Tímasetningar ótímabærar Íslendingar og aðrar þjóðir muni ekki ná fullum bata í efnahagslífinu fyrr en landamærin verði opnuð á ný. Guðlaugur segir Morgunblaðinu að hann sé þó ekki tilbúin að nefna neina dagsetningu í því samhengi. Það sé því ótímabært að slá því föstu að Íslendingar geti ferðast um Norðurlöndin í ágúst, en ferðaþjónustan hefur horft til þess að ferðalög hefjist á ný síðsumars. Guðlaugur segir að til þess að opna á einhverjar ferðir verði að tryggja sóttvarnir, bæði á Íslandi og annars staðar. „Hvað varðar utanríkisþjónustuna hef ég lagt áherslu á þetta í samtölum mínum við kollega mína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum,“ segir Guðlaugur. „Sömuleiðis hef ég falið sendiráðunum að kanna með óformlegum hætti hvort í löndum sem hafa náð bestum árangri í baráttunni gegn veirunni sé vilji til tvíhliða samskipta.“
Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira