Sautján ára íslenskum fótboltastrák í Svíþjóð hrósað mikið fyrir hugarfarið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 12:30 Ísak Bergmann Jóhannesson hefur skorað 11 mörk í 21 leik fyrir íslensku unglingalandsliðin. Hann birti þessa mynd af sér í landsliðsbúningnum á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Einn efnilegasti knattspyrnumaður Íslands lætur ekkert trufla sig við það að verða öflugur knattspyrnumaður og það svo aðrir atvinnumenn í kringum hann taka eftir því. Ísak Bergmann er aðeins sautján ára gamall en þegar farinn að banka fast á dyrnar hjá aðalliði Norrköping. Ísak Bergmann var í byrjunarliði Norrköping á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars í æfingaleik á móti Breiðabliki. Vonandi færi hann að spila mikið í sumar og vaxa og dafna sem knattspyrnumaður. Ísak, sem hélt upp á sautján ára afmælisdaginn sinn í mars, kom til sænska liðsins frá ÍA síðasta sumar. Hann hafði tækifæri til að fara til stærra félags en vildi komast í meistaraflokksfótbolta sem fyrst í stað þess að vera í unglingaliðum stærri liðs. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hrífur nýjan liðsfélaga https://t.co/P12I6zzuAe— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 6, 2020 Jonathan Levi er nýkominn til Norrköping frá norska stórklúbbnum Rosenborg og hann hrósar íslenska unglingaliðsmanninum fyrir frábært hugarfar í viðtali við staðarblaðið Norrköpings Tidningar. „Ég veit ekki um marga sautján ára stráka sem eru svona einbeittir og taka fótbolta svona alvarlega eins og hann," sagði Jonathan Levi við Norrköpings Tidningar en fótbolti.net segir frá. „Ísak hefur hrifið mig ótrúlega mikið. Hann er auðvitað hæfileikaríkur fótboltamaður en hann leggur líka svo mikla vinnu á sig. Vanalega eru margir aðrir hlutir að heilla 17 ára unglinga," sagði Jonathan Levi. View this post on Instagram Obstacles don t have to stop you. If you run into a wall, don t turn around and give up. Figure out how to climb it, go though it or work around it. . - Michael Jordan A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isakbergmann10) on Mar 28, 2020 at 8:28am PDT Það er ekki bara Jonathan Levi sem binda væntingar til Ísaks Bergmanns því fyrr í vor var hann valinn efnilegasti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak Bergmann náði að spila einn leik í íslensku deildinni með ÍA áður en hann fór út og þá kom hann við sögu í einum leik með Norrköping síðasta sumar. Faðir Ísaks er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður en núverandi þjálfari Skagamanna í Pepsi Max deildinni. Íslendingar erlendis Sænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Einn efnilegasti knattspyrnumaður Íslands lætur ekkert trufla sig við það að verða öflugur knattspyrnumaður og það svo aðrir atvinnumenn í kringum hann taka eftir því. Ísak Bergmann er aðeins sautján ára gamall en þegar farinn að banka fast á dyrnar hjá aðalliði Norrköping. Ísak Bergmann var í byrjunarliði Norrköping á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars í æfingaleik á móti Breiðabliki. Vonandi færi hann að spila mikið í sumar og vaxa og dafna sem knattspyrnumaður. Ísak, sem hélt upp á sautján ára afmælisdaginn sinn í mars, kom til sænska liðsins frá ÍA síðasta sumar. Hann hafði tækifæri til að fara til stærra félags en vildi komast í meistaraflokksfótbolta sem fyrst í stað þess að vera í unglingaliðum stærri liðs. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hrífur nýjan liðsfélaga https://t.co/P12I6zzuAe— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 6, 2020 Jonathan Levi er nýkominn til Norrköping frá norska stórklúbbnum Rosenborg og hann hrósar íslenska unglingaliðsmanninum fyrir frábært hugarfar í viðtali við staðarblaðið Norrköpings Tidningar. „Ég veit ekki um marga sautján ára stráka sem eru svona einbeittir og taka fótbolta svona alvarlega eins og hann," sagði Jonathan Levi við Norrköpings Tidningar en fótbolti.net segir frá. „Ísak hefur hrifið mig ótrúlega mikið. Hann er auðvitað hæfileikaríkur fótboltamaður en hann leggur líka svo mikla vinnu á sig. Vanalega eru margir aðrir hlutir að heilla 17 ára unglinga," sagði Jonathan Levi. View this post on Instagram Obstacles don t have to stop you. If you run into a wall, don t turn around and give up. Figure out how to climb it, go though it or work around it. . - Michael Jordan A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isakbergmann10) on Mar 28, 2020 at 8:28am PDT Það er ekki bara Jonathan Levi sem binda væntingar til Ísaks Bergmanns því fyrr í vor var hann valinn efnilegasti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak Bergmann náði að spila einn leik í íslensku deildinni með ÍA áður en hann fór út og þá kom hann við sögu í einum leik með Norrköping síðasta sumar. Faðir Ísaks er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður en núverandi þjálfari Skagamanna í Pepsi Max deildinni.
Íslendingar erlendis Sænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira