Minnast hjónanna sem létust: „Sorg ríkir í bænum okkar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2020 08:29 Sorg ríkir nú í Hveragerði eftir að hjón sem voru þar búsett létust úr Covid-19. Hjónin sem létust af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur voru búsett í Hveragerði. Konan lést í síðustu viku og maðurinn í fyrrinótt. Bæjarráð Hveragerðisbæjar birti á heimasíðu sinni í gær samúðarkveðjur frá bæjarstjórn. Í bókun bæjarráðs eru innilegar samúðarkveðjur færðar þeim sem eiga um sárt að binda. Þar segir að stórt skarð hafi verið höggvið í Hveragerði vegna yfirstandandi kóronuveirufaraldurs og að sorg ríki í bænum. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri minntist hjónanna á Facebook í gær. „Við minnumst skemmtilegra hjóna, góðra vina, sem kvöddu svo alltof snemma. Hugur okkar er hjá sonum þeirra þremur, fjölskyldum þeirra, systkinum og öðrum ættingjum og vinum. Í kvöld kl. 20 kveikjum við á kerti úti í garði og minnumst þeirra um leið og við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra sem hafið misst svo mikið.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, systir Aldísar og framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, segir höggin þung sem dynji á bænum. Hjónin hafi unnið í Kjörís um árabil og því samofin sögu fyrirtækisins. „Margar minningar streyma fram og sér maður þau svo ljóslifandi fyrir sér,“ segir Guðrún. „Aðstæðurnar núna gera okkur öllum erfitt fyrir. Það er sárt að geta ekki hist og sameinast í sorginni. Því verða samfélagsmiðlar að duga. Ástandið er dauðans alvara! Verum heima, virðum samkomubönnin, gætum hreinlætis!“ Á upplýsingafundi Almannavarna í gær kom fram að fjórir hefðu nú látist af völdum veirunnar á Íslandi. Staðfest smit hér á landi eru nú 1.319. Fjörutíu og fjórir liggja inni á spítala og þar af eru 12 á gjörgæslu. Nýjar upplýsingar um fjölda smita og stöðuna á Landspítala munu berast klukkan eitt í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Hjónin sem létust af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur voru búsett í Hveragerði. Konan lést í síðustu viku og maðurinn í fyrrinótt. Bæjarráð Hveragerðisbæjar birti á heimasíðu sinni í gær samúðarkveðjur frá bæjarstjórn. Í bókun bæjarráðs eru innilegar samúðarkveðjur færðar þeim sem eiga um sárt að binda. Þar segir að stórt skarð hafi verið höggvið í Hveragerði vegna yfirstandandi kóronuveirufaraldurs og að sorg ríki í bænum. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri minntist hjónanna á Facebook í gær. „Við minnumst skemmtilegra hjóna, góðra vina, sem kvöddu svo alltof snemma. Hugur okkar er hjá sonum þeirra þremur, fjölskyldum þeirra, systkinum og öðrum ættingjum og vinum. Í kvöld kl. 20 kveikjum við á kerti úti í garði og minnumst þeirra um leið og við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra sem hafið misst svo mikið.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, systir Aldísar og framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, segir höggin þung sem dynji á bænum. Hjónin hafi unnið í Kjörís um árabil og því samofin sögu fyrirtækisins. „Margar minningar streyma fram og sér maður þau svo ljóslifandi fyrir sér,“ segir Guðrún. „Aðstæðurnar núna gera okkur öllum erfitt fyrir. Það er sárt að geta ekki hist og sameinast í sorginni. Því verða samfélagsmiðlar að duga. Ástandið er dauðans alvara! Verum heima, virðum samkomubönnin, gætum hreinlætis!“ Á upplýsingafundi Almannavarna í gær kom fram að fjórir hefðu nú látist af völdum veirunnar á Íslandi. Staðfest smit hér á landi eru nú 1.319. Fjörutíu og fjórir liggja inni á spítala og þar af eru 12 á gjörgæslu. Nýjar upplýsingar um fjölda smita og stöðuna á Landspítala munu berast klukkan eitt í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira