„Hvað var planið hjá Gústa í fyrra?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. maí 2020 13:30 Spekingarnir voru ekki sammála um stefnu Blika í fyrra. vísir/s2s Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson spyr sig hvaða markmið Ágúst Gylfason hafi verið með hjá Breiðabliki í fyrra og hver leikstíll liðsins hafi verið. Breiðablik var eitt þeirra liða sem var rætt í Sportinu í kvöld þar sem Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Mána í heimsókn. Breiðablik lét Ágúst Gylfason fara eftir síðustu leiktíð eftir að hafa lent í öðru sæti tvö tímabil í röð en við skútunni tók Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Það hlýtur að vera augljós krafa að ætla fara eftir þeim stóra því þeir láta Gústa fara eftir tvö tímabil í öðru sæti. Þeir hljóta að horfa á eitthvað aðeins meira. Leikmannahópurinn hjá Blikum er einnig alveg svaðalega sterkur. Ég trúi ekki öðru en að þeir komi út með það að ætla sér að verða meistarar,“ sagði Atli Viðar. Máni hafði þetta að segja. „Það er málið; hvort ætlarðu að tjalda til og ná Íslandsmeistaratitli á einu ári eða áttu að vera með einhverjar hugmyndir? Blikarnir hafa smá tilgang og þeir ætla að búa til leikmenn sem eru í hæsta gæðaflokki. Hvað var planið hjá Gústa í fyrra? Hver var tilgangurinn? Hvert var markmiðið? Hver var leikstíllinn?“ sagði Máni áður en Atli Viðar tók við boltanum á ný: „Það sem mér fannst vinna gegn Gústa í fyrra var að það voru seldir í burtu frá honum menn. Hann missti þrjá menn á miðju tímabili í fyrra þegar hann var að gera alvöru atlögu að þessu en svo datt botninn úr þessu í smá tíma.“ Máni segir að það hafi aldreið verið hægt að ganga að neinu vísu með Blikana á síðustu leiktíð. „Það var samt alltaf verið að breyta um taktík og plön og alla hluti. Blikarnir gátu spilað frábærlega skemmtilegan leik og svo hundleiðinlegan leik næsta á eftir.“ Umræðuna um Blika má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson spyr sig hvaða markmið Ágúst Gylfason hafi verið með hjá Breiðabliki í fyrra og hver leikstíll liðsins hafi verið. Breiðablik var eitt þeirra liða sem var rætt í Sportinu í kvöld þar sem Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Mána í heimsókn. Breiðablik lét Ágúst Gylfason fara eftir síðustu leiktíð eftir að hafa lent í öðru sæti tvö tímabil í röð en við skútunni tók Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Það hlýtur að vera augljós krafa að ætla fara eftir þeim stóra því þeir láta Gústa fara eftir tvö tímabil í öðru sæti. Þeir hljóta að horfa á eitthvað aðeins meira. Leikmannahópurinn hjá Blikum er einnig alveg svaðalega sterkur. Ég trúi ekki öðru en að þeir komi út með það að ætla sér að verða meistarar,“ sagði Atli Viðar. Máni hafði þetta að segja. „Það er málið; hvort ætlarðu að tjalda til og ná Íslandsmeistaratitli á einu ári eða áttu að vera með einhverjar hugmyndir? Blikarnir hafa smá tilgang og þeir ætla að búa til leikmenn sem eru í hæsta gæðaflokki. Hvað var planið hjá Gústa í fyrra? Hver var tilgangurinn? Hvert var markmiðið? Hver var leikstíllinn?“ sagði Máni áður en Atli Viðar tók við boltanum á ný: „Það sem mér fannst vinna gegn Gústa í fyrra var að það voru seldir í burtu frá honum menn. Hann missti þrjá menn á miðju tímabili í fyrra þegar hann var að gera alvöru atlögu að þessu en svo datt botninn úr þessu í smá tíma.“ Máni segir að það hafi aldreið verið hægt að ganga að neinu vísu með Blikana á síðustu leiktíð. „Það var samt alltaf verið að breyta um taktík og plön og alla hluti. Blikarnir gátu spilað frábærlega skemmtilegan leik og svo hundleiðinlegan leik næsta á eftir.“ Umræðuna um Blika má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira