Giggs: Ákveðnir leikmenn fengu aldrei hárblásarann frá Ferguson Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. maí 2020 19:30 Gullárgangur Manchester United fékk enga sérmeðferð hjá Sir Alex. Mynd/Gettyimages Manchester United goðsögnin Ryan Giggs er sá leikmaður sem spilaði flesta leiki undir stjórn hins sigursæla Sir Alex Ferguson hjá enska stórveldinu og saman unnu þeir til fjölda verðlauna í 27 ára stjóratíð Ferguson. Ferguson tók við Man Utd árið 1986 og fjórum árum síðar spilaði Giggs sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Ferguson þótti harður í horn að taka og hikaði ekki við að láta leikmenn sína heyra það ef honum fannst þeir ekki vera að leggja sitt af mörkum. Eru mörg dæmi um leikmenn sem fengu eldræðu frá Ferguson yfir sig og hafa þeir lýst því sem þeir hafi lent fyrir hárblásara. Giggs segir fjóra leikmenn hafa fengið sérmeðferð hjá Skotanum og allir áttu þeir eitt sameiginlegt. „Það giltu önnur lögmál um nokkra leikmenn. Þeir fengu meiri slaka. Cantona var einn af þeim auk Bryan Robson. Hinir voru Roy Keane og Cristiano Ronaldo. Þessir leikmenn gátu unnið leiki fyrir okkur upp á eigin spýtur og Ferguson gerði sér grein fyrir því.“ segir Giggs í viðtali við beIN Sports. „Eric átti það til að hreyfast varla á vellinum og við spurðum sjálfa okkur að því hvers vegna Ferguson myndi líða það og héldum að stjórinn myndi hjóla í hann. En það gerðist ekki. Svo tók Eric sig til og vann nokkra leiki í röð fyrir okkur og við skildum afhverju,“ segir Giggs. Giggs hefur sjálfur verið að hasla sér völl sem þjálfari eftir að leikmannaferlinum lauk árið 2014 en hann er nú starfandi landsliðsþjálfari Wales. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Manchester United goðsögnin Ryan Giggs er sá leikmaður sem spilaði flesta leiki undir stjórn hins sigursæla Sir Alex Ferguson hjá enska stórveldinu og saman unnu þeir til fjölda verðlauna í 27 ára stjóratíð Ferguson. Ferguson tók við Man Utd árið 1986 og fjórum árum síðar spilaði Giggs sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Ferguson þótti harður í horn að taka og hikaði ekki við að láta leikmenn sína heyra það ef honum fannst þeir ekki vera að leggja sitt af mörkum. Eru mörg dæmi um leikmenn sem fengu eldræðu frá Ferguson yfir sig og hafa þeir lýst því sem þeir hafi lent fyrir hárblásara. Giggs segir fjóra leikmenn hafa fengið sérmeðferð hjá Skotanum og allir áttu þeir eitt sameiginlegt. „Það giltu önnur lögmál um nokkra leikmenn. Þeir fengu meiri slaka. Cantona var einn af þeim auk Bryan Robson. Hinir voru Roy Keane og Cristiano Ronaldo. Þessir leikmenn gátu unnið leiki fyrir okkur upp á eigin spýtur og Ferguson gerði sér grein fyrir því.“ segir Giggs í viðtali við beIN Sports. „Eric átti það til að hreyfast varla á vellinum og við spurðum sjálfa okkur að því hvers vegna Ferguson myndi líða það og héldum að stjórinn myndi hjóla í hann. En það gerðist ekki. Svo tók Eric sig til og vann nokkra leiki í röð fyrir okkur og við skildum afhverju,“ segir Giggs. Giggs hefur sjálfur verið að hasla sér völl sem þjálfari eftir að leikmannaferlinum lauk árið 2014 en hann er nú starfandi landsliðsþjálfari Wales.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira