Þögnin í Vesturbænum ekkert annað en vandræðaleg Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 20:00 Ingi Þór Steinþórsson kvaddi KR sem Íslandsmeistari en ekki var spilað um titilinn í ár vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/DANÍEL Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag. Inga var sagt upp um miðja síðustu viku en KR staðfesti það ekki við fjölmiðla fyrr en með yfirlýsingu í gær. „Þetta virðist hafa gerst ótrúlega hratt því að snemma í síðustu viku var KR með þetta átak sitt, „Stöndum saman“, og þar kemur hann fram og lýsir yfir að Kristófer [Acox] verði áfram. Það er samhugur í Vesturbænum,“ sagði Henry, og Kjartan bætti við: „Og hann segir að hann verði áfram með liðið og svona. Það benti allt til þess. Ég fylgist vel með þessari deild og það kom mér mjög á óvart þegar þetta gerðist.“ Henry segir reisn yfir því hvernig Ingi hafi sagt skilið við sitt uppeldisfélag en að hið sama verði ekki sagt um atburðarásina í kringum brottreksturinn. „Auðvitað er alltaf slúðrað reglulega um eitthvað ósætti og að þetta sé að fara að gerast og annað, en þarna í byrjun síðustu viku var ekkert annað í kortunum en að Ingi yrði áfram. Svo bara kemur þessi sleggja á miðvikudegi, að Ingi er látinn fara, og í kjölfarið kemur þessi ofboðslega furðulega atburðarás, þar sem að körfuknattleiksdeild KR, sem alla jafna er með allt í teskeið, missir atburðarásina algjörlega úr höndunum. Þessir dagar og þessi þögn sem ríkir um þetta mál er náttúrulega ekkert annað en vandræðaleg,“ sagði Henry og hélt áfram: Ingi með fullan rétt á að vera sár „Og það tekur þá fjóra daga að staðfesta þessar fréttir, að Ingi Þór hafi verið látinn fara, og í raun og veru er ekkert annað í því. Það er ekki búið að tilkynna nýjan þjálfara. Eins og Ingi Þór segir er hann eðlilega mjög sár, og hefur fullan rétt á því að því er mér finnst. Hann gerði liðið að meisturum og var á mikilli siglingu með liðið á síðustu leiktíð, og það var heldur betur líklegt til afreka í úrslitakeppninni sem hefði átt að vera nýlokið núna. Maður veltir fyrir sér hvað liggi að baki svona ákvörðunum en það sem að maður heyrir er óánægja leikmanna og að kraftur leikmanna geri það að verkum að honum er bolað út. Þá veltir maður fyrir sér á hvaða vegferð menn séu komnir, þegar leikmenn eru farnir að stýra félögunum og ráða því hverjir séu þjálfarar hjá liðunum. Hvar endar þetta allt saman?“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um þá ákvörðun KR að segja Inga Þór upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00 Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag. Inga var sagt upp um miðja síðustu viku en KR staðfesti það ekki við fjölmiðla fyrr en með yfirlýsingu í gær. „Þetta virðist hafa gerst ótrúlega hratt því að snemma í síðustu viku var KR með þetta átak sitt, „Stöndum saman“, og þar kemur hann fram og lýsir yfir að Kristófer [Acox] verði áfram. Það er samhugur í Vesturbænum,“ sagði Henry, og Kjartan bætti við: „Og hann segir að hann verði áfram með liðið og svona. Það benti allt til þess. Ég fylgist vel með þessari deild og það kom mér mjög á óvart þegar þetta gerðist.“ Henry segir reisn yfir því hvernig Ingi hafi sagt skilið við sitt uppeldisfélag en að hið sama verði ekki sagt um atburðarásina í kringum brottreksturinn. „Auðvitað er alltaf slúðrað reglulega um eitthvað ósætti og að þetta sé að fara að gerast og annað, en þarna í byrjun síðustu viku var ekkert annað í kortunum en að Ingi yrði áfram. Svo bara kemur þessi sleggja á miðvikudegi, að Ingi er látinn fara, og í kjölfarið kemur þessi ofboðslega furðulega atburðarás, þar sem að körfuknattleiksdeild KR, sem alla jafna er með allt í teskeið, missir atburðarásina algjörlega úr höndunum. Þessir dagar og þessi þögn sem ríkir um þetta mál er náttúrulega ekkert annað en vandræðaleg,“ sagði Henry og hélt áfram: Ingi með fullan rétt á að vera sár „Og það tekur þá fjóra daga að staðfesta þessar fréttir, að Ingi Þór hafi verið látinn fara, og í raun og veru er ekkert annað í því. Það er ekki búið að tilkynna nýjan þjálfara. Eins og Ingi Þór segir er hann eðlilega mjög sár, og hefur fullan rétt á því að því er mér finnst. Hann gerði liðið að meisturum og var á mikilli siglingu með liðið á síðustu leiktíð, og það var heldur betur líklegt til afreka í úrslitakeppninni sem hefði átt að vera nýlokið núna. Maður veltir fyrir sér hvað liggi að baki svona ákvörðunum en það sem að maður heyrir er óánægja leikmanna og að kraftur leikmanna geri það að verkum að honum er bolað út. Þá veltir maður fyrir sér á hvaða vegferð menn séu komnir, þegar leikmenn eru farnir að stýra félögunum og ráða því hverjir séu þjálfarar hjá liðunum. Hvar endar þetta allt saman?“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um þá ákvörðun KR að segja Inga Þór upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00 Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00
Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52
Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40