Hjólafólk á ekki að gera ráð fyrir að geta farið hraðar en gangandi á göngustígum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 13:11 Mikil umferð hefur verið um hjóla- og göngustíga í höfuðborginni í samkomubanni. Vísir/vilhelm Hjólreiðafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi fólki á blönduðum stíg, þ.e. stíg sem ætlaður er gangandi og hjólandi. Þar sem sérstakur hjólastígur er ekki til staðar ber hjólafólki jafnframt að fara um stígana á forsendum gangandi og má ekki gera ráð fyrir að geta farið hraðar en nemur gönguhraða. Þetta kemur fram í útlistunum á reglum sem gilda um umferð hjólandi og gangandi í Reykjavík, sem áréttaðar eru í tilkynningu frá borginni sem send var út í dag. Stígakerfi borgarinnar samanstendur af þrenns konar stígum auk hefðbundinna gangstétta, það er gangstígum, hjólreiðastígum og blönduðum stígum, þ.e. sameiginlegum gang- og hjólreiðastígum. Borgarbúar hafa í yfirstandandi samkomubanni nýtt sér þessa stíga til útivistar sem aldrei fyrr. En hvaða umferðarreglur gilda á stígunum? Lína á stíg gildir ekki lengur Fyrir þónokkrum árum var gerð tilraun til að skipta gangandi og hjólandi umferð með línu á stíg. Langt er síðan þessi regla var afnumin og nú eru það skiltin við stígana sem sýna um hvernig stíg er að ræða. Sums staðar var línan fræst í burtu en annars staðar hefur hún verið látin eyðast með tímanum. Hjólafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi á blönduðum stíg. Þá skiptir engu hvar gangandi staðsetur sig á stígnum. Sé pláss svo takmarkað á stígum að hjólreiðamaður komist ekki fram hjá skal hann ávallt á vinsamlegan hátt, með bjöllu eða léttu kalli, láta vita af sér og gefa fólki tækifæri til að stíga til hliðar ef þarf. Hraði hjóla á gangstígum er takmörkunum háður „Enginn hjólreiðamaður skal heldur gera ráð fyrir því að geta ferðast um stíga ætlaða gangandi á meiri meðalhraða en sem nemur gönguhraða. Hjólreiðafólk þarf að hægja á sér og víkja fyrir gangandi fólki,“ segir í tilkynningu borgarinnar. „Þegar hjólaumferð er blönduð á stígum og sérstakur hjólastígur er ekki til staðar, þá er öll umferð á forsendum gangandi. Við þær aðstæður ber hjólum að víkja. Þar sem skilti eru uppi sem sýna línu á milli gangandi og hjólandi eru gangandi og hjólandi vegfarendur aðskildir. Þessi skilti eru aðeins sett upp í dag í þeim tilvikum sem fullur aðskilnaður á milli ferðamáta er til staðar. Þá gildir hægri reglan á hjólastígum en það er engin sérstök regla sem gildir þegar umferð er blönduð á stígum. Samkvæmt hefðum er þó gott að halda sig hægra megin til að umferð gangi betur fyrir sig.“ Hjólreiðar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Hjólreiðafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi fólki á blönduðum stíg, þ.e. stíg sem ætlaður er gangandi og hjólandi. Þar sem sérstakur hjólastígur er ekki til staðar ber hjólafólki jafnframt að fara um stígana á forsendum gangandi og má ekki gera ráð fyrir að geta farið hraðar en nemur gönguhraða. Þetta kemur fram í útlistunum á reglum sem gilda um umferð hjólandi og gangandi í Reykjavík, sem áréttaðar eru í tilkynningu frá borginni sem send var út í dag. Stígakerfi borgarinnar samanstendur af þrenns konar stígum auk hefðbundinna gangstétta, það er gangstígum, hjólreiðastígum og blönduðum stígum, þ.e. sameiginlegum gang- og hjólreiðastígum. Borgarbúar hafa í yfirstandandi samkomubanni nýtt sér þessa stíga til útivistar sem aldrei fyrr. En hvaða umferðarreglur gilda á stígunum? Lína á stíg gildir ekki lengur Fyrir þónokkrum árum var gerð tilraun til að skipta gangandi og hjólandi umferð með línu á stíg. Langt er síðan þessi regla var afnumin og nú eru það skiltin við stígana sem sýna um hvernig stíg er að ræða. Sums staðar var línan fræst í burtu en annars staðar hefur hún verið látin eyðast með tímanum. Hjólafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi á blönduðum stíg. Þá skiptir engu hvar gangandi staðsetur sig á stígnum. Sé pláss svo takmarkað á stígum að hjólreiðamaður komist ekki fram hjá skal hann ávallt á vinsamlegan hátt, með bjöllu eða léttu kalli, láta vita af sér og gefa fólki tækifæri til að stíga til hliðar ef þarf. Hraði hjóla á gangstígum er takmörkunum háður „Enginn hjólreiðamaður skal heldur gera ráð fyrir því að geta ferðast um stíga ætlaða gangandi á meiri meðalhraða en sem nemur gönguhraða. Hjólreiðafólk þarf að hægja á sér og víkja fyrir gangandi fólki,“ segir í tilkynningu borgarinnar. „Þegar hjólaumferð er blönduð á stígum og sérstakur hjólastígur er ekki til staðar, þá er öll umferð á forsendum gangandi. Við þær aðstæður ber hjólum að víkja. Þar sem skilti eru uppi sem sýna línu á milli gangandi og hjólandi eru gangandi og hjólandi vegfarendur aðskildir. Þessi skilti eru aðeins sett upp í dag í þeim tilvikum sem fullur aðskilnaður á milli ferðamáta er til staðar. Þá gildir hægri reglan á hjólastígum en það er engin sérstök regla sem gildir þegar umferð er blönduð á stígum. Samkvæmt hefðum er þó gott að halda sig hægra megin til að umferð gangi betur fyrir sig.“
Hjólreiðar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira