Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 14:14 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti SHÍ. vÍSIR/VILHELM Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. Ráðherra segir að sú leið hafi vissulega verið skoðuð en ákveðið hefði verið að skapa frekar störf. Aðalkrafa stúdenta vegna þeirrar óvissu sem nú blasir við vegna kórónuveirufaraldursins er að þeim verði gefinn kostur á að fá atvinnuleysisbætur. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að þessari kröfu hafi ekki verið svarað. „Stúdentar eru nú þegar mjög virkir á vinnumarkaði. 70 prósent þeirra vinna samhliða námi og 90 prósent að sumri og greiða hluta af launum sínum tryggingagjald í atvinnutryggingasjóð. Og eiga ekki þann rétt enn þá. Þannig að það á eftir að leiðrétta það.“ Jóna sagði þó ánægjulegt að sjá að kröfur stúdenta um breytingar hjá LÍN hafi náð í gegn. Sömuleiðis sé greiðsludreifing skrásetningargjalda skref í rétta átt þótt krafa stúdenta sé að gjöldin falli niður á næsta skólaári. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að það hafi auðvitað verið skoðað að gera stúdentum kleift að fá atvinnuleysisbætur. „En niðurstaðan var sú að það væri miklu skynsamlegra að leggja áherslu á að skapa störf vegna þess að það tryggir virkni og það skapar verðmætasköpun í samfélaginu og hefur afleidd jákvæð áhrif fyrir hagkerfið.“ Upptöku frá fundinum má sjá að neðan en í lok upptökunnar er rætt við fulltrúa stúdenta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. Ráðherra segir að sú leið hafi vissulega verið skoðuð en ákveðið hefði verið að skapa frekar störf. Aðalkrafa stúdenta vegna þeirrar óvissu sem nú blasir við vegna kórónuveirufaraldursins er að þeim verði gefinn kostur á að fá atvinnuleysisbætur. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að þessari kröfu hafi ekki verið svarað. „Stúdentar eru nú þegar mjög virkir á vinnumarkaði. 70 prósent þeirra vinna samhliða námi og 90 prósent að sumri og greiða hluta af launum sínum tryggingagjald í atvinnutryggingasjóð. Og eiga ekki þann rétt enn þá. Þannig að það á eftir að leiðrétta það.“ Jóna sagði þó ánægjulegt að sjá að kröfur stúdenta um breytingar hjá LÍN hafi náð í gegn. Sömuleiðis sé greiðsludreifing skrásetningargjalda skref í rétta átt þótt krafa stúdenta sé að gjöldin falli niður á næsta skólaári. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að það hafi auðvitað verið skoðað að gera stúdentum kleift að fá atvinnuleysisbætur. „En niðurstaðan var sú að það væri miklu skynsamlegra að leggja áherslu á að skapa störf vegna þess að það tryggir virkni og það skapar verðmætasköpun í samfélaginu og hefur afleidd jákvæð áhrif fyrir hagkerfið.“ Upptöku frá fundinum má sjá að neðan en í lok upptökunnar er rætt við fulltrúa stúdenta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira