…..og enginn stöðvar tímans þunga nið. Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. apríl 2020 11:30 Í þessari þriðju grein minni um tækifærin sem bíða að loknum veirufaraldri langar mig að fara nokkrum orðum um landbúnað, hefðbundinn auk ylræktar kornræktar og skógræktar. Við Íslendingar stöndum mjög vel að vígi að mörgu leyti hvað landbúnaðarframleiðslu varðar. Við búum að heilbrigðum dýrastofnum sem hafa sérstöðu og skila úrvals afurðum. Við notum sáralítið af sýklalyfjum við framleiðsluna og vel hefur gengið að vinna á sýkingum svo sem salmonellu og kamfýlóbakter og halda í skefjum. Við höfum sem sagt öll færi á að stunda hágæðaframleiðslu. Lífræn framleiðsla eykst hér stöðugt og mun fara vaxandi. Hafa verður þó í huga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við ríkisstyrkta verksmiðjuframleiðslu einkum frá Evrópu auk þess sem landið er harðbýlt. Þess má geta í framhjáhlaupi að enskir bændur hræðast nánustu framtíð þegar þeir missa styrkgreiðslur ESB. Landbúnaðarkerfi okkar er að mörgu leyti staðnað og fast í eldgömlum hlekkjum. Birtingarmyndir þessa eru margar ef til dæmis er lítið til sauðfjárræktar. Upprunamerking er skammt á veg komin. Ekki er haldið utan um birgðahald með ákveðnum hætti. Ekki liggur fyrir hverjar birgðir einstakra skrokkhluta eru á hverjum tíma hvað þá einstakra framleiðenda. Hvernig hægt er að gera markaðsáætlanir við þær aðstæður er mér hulið. Ég er einnig fullviss um að rangar ákvarðanir hafa verið teknar á grundvelli lélegra upplýsinga um birgðahald saman ber verðlækkanir til bænda fyrir tveim þrem árum og skarpan framleiðslusamdrátt í kjölfarið. Vöruþróun er svo aftarlega á merinni að flytja þurfti inn erlenda verslunarkeðju til að bæta skurð og framsetningu. Þarna er fyrst og fremst um metnaðarleysi afurðastöðva að ræða en almenningi hættir til að kenna bændum um allt sem aflaga fer. Verðmyndun afurðanna þarf einnig að verða gegnsærri. Hver er hlutur bóndans í smásöluverði? Afurðastöðva? Verslunar? Hins opinbera? Fyrst og fremst þurfum við að hugsa um að brauðfæða heimamarkað okkar en einnig eru tækifæri hvað varðar útflutning. Tækifærin felast ekki síst í því að við erum að framleiða mjög takmarkað magn af gæðavöru og við þurfum að einblína á sölu til dýrari veitingahúsa og sælkeraverslana og sækja hæstu verð. Dragbíturinn varðandi útflutning er aðallega tregða Evrópusambandsins til að gera tvíhliða samninga sem byggjast á sanngirni. Þetta blasir við í nýjasta samningi aðila. Tæknilegar hindranir ESB til að hamla innflutningi frá Íslandi hafa viðgengist jafn lengi og ég hef þekkt til í þessum geira eða einhver 40 ár rúm. Nýlega kom fram grein þar sem gerð er grein fyrir gæðum íslensks smjörs og er full ástæða til að gera sérstaka athugun á gæðum og efnainnihaldi íslensks smjörs og bera saman við besta smjör í heimi. Þá er það athugunarefni ef lögbundið heildsöluverð heldur aftur af því að sannvirði fáist fyrir smjör og aðrar afurðir erlendis. Um landvinninga skyrs þarf ekki að fjölyrða. Þeir eru flestum kunnir. Nautakjötið okkar fær hæstu einkunn hvað varðar bragð en vöðvafylling er ekki hin sama og víða erlendis. Nautakjöt af grasbítum er í hæsta verði hvarvetna. Hvað kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu varðar eru þær greinar berskjaldaðastar fyrir innflutningi. Styrkleiki þeirra greina liggur fyrst og fremst í heilnæmi afurðanna og lítilli lyfjanotkun. Löngu er tímabært að líta á ylrækt sem stóriðju og skapa henni skilyrði sem slíkri. Þegar þarf að lækka orkuverð til ylræktar og færa að því verði sem stóriðjan býr við. Þar eru möguleikar óendanlegir. Hvorttveggja er að við getum orðið sjálfum okkur nóg um allflest grænmeti auk þess sem útflutningsmöguleikar munu aukast. Erfiðara mun verða að rækta grænmeti þar sem hitnað hefur mjög í veðri og sérstaða okkar Íslendinga í að nota lítið af eiturefnum er tækifæri til markaðssóknar. Auk þess eru mjög verðmætar afurðir eins og til dæmis vanilla svo aðeins ein afurð sé nefnd nú illfáanlegar og hefur verð því hækkað. Grammið af vanillu er nú jafndýrt silfri á heimsmarkaði. Hollendingar hafa þegar tekið til við að rækta hana undir gleri enda búa hollenskir bændur við lægra raforkuverð en íslenskir. Akuryrkja er og verður áfram vaxtarsproti til framleiðslu. Land eigum við nóg og höfum brotið lítið eitt til ræktunar. Áhrif af hlýnandi veðráttu munu verða til góðs í þessu efni. Kornrækt er fyrir löngu búin að sanna sig sem öflug viðbót við framleiðsluna og er nú stunduð til manneldis að nokkru marki. Þar liggja mörg tækifæri. Nýlegar tilraunir til repjuræktar lofa góðu en þar þurfa menn að stefna hátt. Framleiðsla til manneldis skapar miklu meiri verðmæti en eldsneytisframleiðsla. Í árferði eins og nú gengur yfir er rétti tíminn til að rækta skóg. Bæði er það mannfrek starfsemi og öflugasta leið okkar til að kolefnisbinda. Skógur sem sáð var til um 1990 er sem óðast að verða byggingarefni. Það er umhverfisvænt að byggja úr tré. Við búum líka yfir góðri þekkingu svo sem í límtrésframleiðslu. Allt það sem hér hefur verið nefnt eru atriði sem hrinda má í framkvæmd strax eða fljótlega. Öll atriðin munu koma landsmönnum öllum til góða jafnt framleiðendum sem neytendum og falla þau að stefnumiði Miðflokksins um Ísland allt. Til þess að hrinda þessum málum í framkvæmd þarf öflugar rannsóknir og fé til fjárfestingar. Hvorugs er getið í nýframkomnum tillögum ríkisstjórnarinnar en vilji er allt sem þarf! Tíminn til að búa til og byggja upp framtíðaratvinnutækifæri er núna! Í næstu grein verður fjallað um tækifæri í ferðamennsku. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Garðyrkja Tengdar fréttir …….ár og aldir líða……… Í síðustu grein fór ég nokkuð yfir þau líkindi sem mér finnast með núverandi veirufaraldri og heimskreppu og þeim atburðum sem urðu hér og annarsstaðar í heiminum árið 1918. 2. apríl 2020 10:00 Sjá dagar koma……… Margir stjórnmálamenn hafa haft á orði að við lifum nú fordæmalausa tíma. 31. mars 2020 13:30 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Í þessari þriðju grein minni um tækifærin sem bíða að loknum veirufaraldri langar mig að fara nokkrum orðum um landbúnað, hefðbundinn auk ylræktar kornræktar og skógræktar. Við Íslendingar stöndum mjög vel að vígi að mörgu leyti hvað landbúnaðarframleiðslu varðar. Við búum að heilbrigðum dýrastofnum sem hafa sérstöðu og skila úrvals afurðum. Við notum sáralítið af sýklalyfjum við framleiðsluna og vel hefur gengið að vinna á sýkingum svo sem salmonellu og kamfýlóbakter og halda í skefjum. Við höfum sem sagt öll færi á að stunda hágæðaframleiðslu. Lífræn framleiðsla eykst hér stöðugt og mun fara vaxandi. Hafa verður þó í huga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við ríkisstyrkta verksmiðjuframleiðslu einkum frá Evrópu auk þess sem landið er harðbýlt. Þess má geta í framhjáhlaupi að enskir bændur hræðast nánustu framtíð þegar þeir missa styrkgreiðslur ESB. Landbúnaðarkerfi okkar er að mörgu leyti staðnað og fast í eldgömlum hlekkjum. Birtingarmyndir þessa eru margar ef til dæmis er lítið til sauðfjárræktar. Upprunamerking er skammt á veg komin. Ekki er haldið utan um birgðahald með ákveðnum hætti. Ekki liggur fyrir hverjar birgðir einstakra skrokkhluta eru á hverjum tíma hvað þá einstakra framleiðenda. Hvernig hægt er að gera markaðsáætlanir við þær aðstæður er mér hulið. Ég er einnig fullviss um að rangar ákvarðanir hafa verið teknar á grundvelli lélegra upplýsinga um birgðahald saman ber verðlækkanir til bænda fyrir tveim þrem árum og skarpan framleiðslusamdrátt í kjölfarið. Vöruþróun er svo aftarlega á merinni að flytja þurfti inn erlenda verslunarkeðju til að bæta skurð og framsetningu. Þarna er fyrst og fremst um metnaðarleysi afurðastöðva að ræða en almenningi hættir til að kenna bændum um allt sem aflaga fer. Verðmyndun afurðanna þarf einnig að verða gegnsærri. Hver er hlutur bóndans í smásöluverði? Afurðastöðva? Verslunar? Hins opinbera? Fyrst og fremst þurfum við að hugsa um að brauðfæða heimamarkað okkar en einnig eru tækifæri hvað varðar útflutning. Tækifærin felast ekki síst í því að við erum að framleiða mjög takmarkað magn af gæðavöru og við þurfum að einblína á sölu til dýrari veitingahúsa og sælkeraverslana og sækja hæstu verð. Dragbíturinn varðandi útflutning er aðallega tregða Evrópusambandsins til að gera tvíhliða samninga sem byggjast á sanngirni. Þetta blasir við í nýjasta samningi aðila. Tæknilegar hindranir ESB til að hamla innflutningi frá Íslandi hafa viðgengist jafn lengi og ég hef þekkt til í þessum geira eða einhver 40 ár rúm. Nýlega kom fram grein þar sem gerð er grein fyrir gæðum íslensks smjörs og er full ástæða til að gera sérstaka athugun á gæðum og efnainnihaldi íslensks smjörs og bera saman við besta smjör í heimi. Þá er það athugunarefni ef lögbundið heildsöluverð heldur aftur af því að sannvirði fáist fyrir smjör og aðrar afurðir erlendis. Um landvinninga skyrs þarf ekki að fjölyrða. Þeir eru flestum kunnir. Nautakjötið okkar fær hæstu einkunn hvað varðar bragð en vöðvafylling er ekki hin sama og víða erlendis. Nautakjöt af grasbítum er í hæsta verði hvarvetna. Hvað kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu varðar eru þær greinar berskjaldaðastar fyrir innflutningi. Styrkleiki þeirra greina liggur fyrst og fremst í heilnæmi afurðanna og lítilli lyfjanotkun. Löngu er tímabært að líta á ylrækt sem stóriðju og skapa henni skilyrði sem slíkri. Þegar þarf að lækka orkuverð til ylræktar og færa að því verði sem stóriðjan býr við. Þar eru möguleikar óendanlegir. Hvorttveggja er að við getum orðið sjálfum okkur nóg um allflest grænmeti auk þess sem útflutningsmöguleikar munu aukast. Erfiðara mun verða að rækta grænmeti þar sem hitnað hefur mjög í veðri og sérstaða okkar Íslendinga í að nota lítið af eiturefnum er tækifæri til markaðssóknar. Auk þess eru mjög verðmætar afurðir eins og til dæmis vanilla svo aðeins ein afurð sé nefnd nú illfáanlegar og hefur verð því hækkað. Grammið af vanillu er nú jafndýrt silfri á heimsmarkaði. Hollendingar hafa þegar tekið til við að rækta hana undir gleri enda búa hollenskir bændur við lægra raforkuverð en íslenskir. Akuryrkja er og verður áfram vaxtarsproti til framleiðslu. Land eigum við nóg og höfum brotið lítið eitt til ræktunar. Áhrif af hlýnandi veðráttu munu verða til góðs í þessu efni. Kornrækt er fyrir löngu búin að sanna sig sem öflug viðbót við framleiðsluna og er nú stunduð til manneldis að nokkru marki. Þar liggja mörg tækifæri. Nýlegar tilraunir til repjuræktar lofa góðu en þar þurfa menn að stefna hátt. Framleiðsla til manneldis skapar miklu meiri verðmæti en eldsneytisframleiðsla. Í árferði eins og nú gengur yfir er rétti tíminn til að rækta skóg. Bæði er það mannfrek starfsemi og öflugasta leið okkar til að kolefnisbinda. Skógur sem sáð var til um 1990 er sem óðast að verða byggingarefni. Það er umhverfisvænt að byggja úr tré. Við búum líka yfir góðri þekkingu svo sem í límtrésframleiðslu. Allt það sem hér hefur verið nefnt eru atriði sem hrinda má í framkvæmd strax eða fljótlega. Öll atriðin munu koma landsmönnum öllum til góða jafnt framleiðendum sem neytendum og falla þau að stefnumiði Miðflokksins um Ísland allt. Til þess að hrinda þessum málum í framkvæmd þarf öflugar rannsóknir og fé til fjárfestingar. Hvorugs er getið í nýframkomnum tillögum ríkisstjórnarinnar en vilji er allt sem þarf! Tíminn til að búa til og byggja upp framtíðaratvinnutækifæri er núna! Í næstu grein verður fjallað um tækifæri í ferðamennsku. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
…….ár og aldir líða……… Í síðustu grein fór ég nokkuð yfir þau líkindi sem mér finnast með núverandi veirufaraldri og heimskreppu og þeim atburðum sem urðu hér og annarsstaðar í heiminum árið 1918. 2. apríl 2020 10:00
Sjá dagar koma……… Margir stjórnmálamenn hafa haft á orði að við lifum nú fordæmalausa tíma. 31. mars 2020 13:30
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun