Íslandsmeistarar dagsins: Fullkomið tímabil, óvæntur Eyjasigur og góður dagur fyrir Hildi og Gróu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 11:52 Hildur Sigurðardóttir lyftir Íslandsbikarnum á baksíðu Morgunblaðsins 7. apríl 2010. Hildur hefur lyft Íslandsbikarnum tvisvar á þessum degi. Skjámynd/Morgunblaðið Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hafa fjögur lið orðið Íslandsmeistari 6. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru karlalið Keflavíkur í körfubolta sem vann fjórða Íslandsmeistaratitil karlaliðs félagsins 6. apríl 1997, kvennalið ÍBV í handbolta sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 6. apríl 2000, kvennalið KR í körfubolta sem vann fjórtánda Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 6. apríl 2010 og kvennalið Snæfells í körfubolta sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 6. apríl 2014. Frétt um Íslandsmeistaratitil Keflavíkur í DV mánudaginn 7. apríl 1997.Skjámynd/DV Mun erfiðara að vera þjálfari en leikmaður Karlalið Keflavíkur kórónaði fullkomið 1996-97 tímabil sitt á þessum degi með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Grindavík í lokaúrslitunum. Keflavíkurliðið hafði áður unnið fyrirtækjabikarinn í nóvember, bikarmeistaratitilinn í byrjun febrúar og deildarmeistaratitilinn í lok febrúar. Sigurður Ingimundarson var á sínu fyrsta tímabilið með karlaliðið en hafði unnið alla titla í boði með kvennaliðinu tímabilið á undan. Fyrir Keflavíkurliðinu fór hinn frábæri bandaríski leikmaður Damon Johnson sem átti eftir að vinna marga litla hér á landi næstu ár á eftir. eflavíkurliðið var líka skipað mörgum leikmönnum sem höfðu hjálpað liðinu að vinna fyrstu þrjá Íslandsmeistaratitla félagsins 1989, 1992 og 1993 þótt að þjálfarinn frá þeim titlum, Jón Kr. Gíslason, hafi þarna verið leikmaður í lið Grindavíkur. „Aðalstyrkur liðsins í vetur hefur verið að í því eru margir góðir leikmenn. Að sjálfsögðu spila þeir aldrei allir vel, eða það kemur sjaldan fyrir. Það er hins vegar þannig að það er alltaf einhver sem er tilbúinn að taka af skarið þegar á þarf að halda og hann gerir það mjög vel. Þetta er búið að vera frábært í vetur, en erfitt. Það er mun erfiðara að vera þjálfari en leikmaður, eða öðruvísi erfitt. Það er mikil vinna að vera þjálfari. Maður getur verið kærulaus sem leikmaður en ekki sem þjálfari," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, við DV en hann var þarna á sínu fyrsta tímabilið með karlaliðið. Besta lið sem ég hef spilað með „Þetta er besta lið sem ég hef spilað með. Þetta er frábær hópur, mikil breidd og frábær karakter í hópnum. Það var æðisleg tilfinning að taka við bikarnum. Við erum búnir að bíða síðan 1994 og bikarnum mun líða vel hjá okkur," sagði Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, við DV. „Þetta var mjög ljúft og veturinn er búinn að vera skemmtilegur. Það er ekki hægt að gera betur. Við erum bara búnir að tapa fjórum leikjum í vetur, og það er varla hægt að gera miklu betur. Fólk hefur talað um að við séum ekki svona góðir, en ég held við höfum sýnt það núna að í vetur erum við með langbesta liðið. Það tekur það enginn frá okkur," sagði Falur Harðarson við Morgunblaðið. Keflavík Íslandsmeistari 1997 DHL-deild karla í körfubolta Dagssetning: 6.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Guðjón Skúlason Árangur: 19 sigrar og 3 töp í 22 deildarleikjum 8 sigrar og 1 tap í 9 leikjum í úrslitakeppni 87 prósent sigurhlutfall (27-4) Atkvæðamestir í lokaúrslitunum: Damon Johnson 79 stig (26,3 í leik) Falur Harðarson 69 stig (23,0) Guðjón Skúlason 56 stig (18,7) Albert Óskarsson 38 stig (12,7) Kristinn Geir Friðrikss 36 stig (12,0) Gunnar Einarsson 15 stig (5,0) Birgir Örn Birgisson 11 stig (3,7) Ingibjörg Jónsdóttir lyftir Íslandsmeistaratitlinum á forsíðu íþróttakálfs DV föstudaginn 7.apríl 2000.Skjámynd/DV Nú getum við gengið kátar um göturnar Kvennalið ÍBV kom sér á kortið í handboltanum með því að vinna óvænt Íslandsmeistaratitilinn vorið 2000. ÍBV-liðið vann 3-0 sigur á Gróttu/KR í lokaúrslitunum en bæði liðin höfðu slegið topplið deildarkeppninnar, Víking og FH, út úr undanúrslitunum. ÍBV var því með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu þrátt fyrir að hafa endað í þriðja sæti í deildinni. ÍBV liðið var skipað mjög öflugum útlendingum en í öðrum hlutverkum voru öflugar heimastúlkur sem nokkrar höfðu farið í víking upp á land en upplifðu nú langþráða stund með því að vinna stóran titil með uppeldisfélagi sínu. „Við breyttum um stefnu í leiknum og skiptum úr varnarham í árásarham," sagði Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði Eyjaliðsins við Morgunblaðið en Ingibjörg sagði að liðið hefði einsett sér að ná fjórða sætinu í deildinni, allt annað væri bara bónus, en svo náði það þriðja sætinu. „Við þurftum síðan að hafa mikið fyrir því að komast í úrslitaleikinn, sérstaklega var erfitt að eiga við FH því það vofði yfir okkur grýla eftir að þær höfðu leikið okkur illa í deildarleikjum okkar. Það hefur verið mikið í kringum þessa síðustu leiki og stundum hugsaði maður hvort ekki væri betra að vera uppi á landi því það var svo erfitt að halda einbeitingunni. Við fórum því til sálfræðings, sem gat hjálpað okkur að halda einbeitingu á leikjunum sjálfum og nú getum við gengið kátar um göturnar," sagði Ingibjörg Jónsdóttir við Morgunblaðið. Króatarnir Lukrecija Bokan, sem stendur í markinu, og miðjuleikmaðurinn Amela Hegie voru að leika sitt annað tímabil með liðinu en norsku stúlkurnar Anita Andreassen og Mette Einarsen komu til Eyja fyrir þetta tímabil. Aðrar stúlkur í leikmannahópi ÍBV voru Vestmanneyingar að sögn Sigbjörns Óskarssonar þjálfara. Það vildi engin koma „Við höfum í gegnum tíðina reynt mjög mikið að fá íslenskar stelpur af meginlandinu til að koma og leika með okkur en það hefur ekki gengið. Ég held við höfum talað við hverja einustu handboltakonu á íslandi í sumar og haust, en það vildi engin koma. Fyrst engar íslenskar stelpur treystu sér til Eyja varð niðurstaðan að leita út fyrir landsteinana, frekar en að hætta. Mér skilst nú reyndar á forráðamönnum félagsins að það sé ódýrara að fá stúlkur frá útlöndum en íslenskar,“ sagði Sigbjörn Þór Óskarsson, þjálfari ÍBV-liðins. ÍBV Íslandsmeistari 2000 Nissandeild kvenna í handbolta Dagssetning: 6.apríl Staður: Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum Þjálfari: Sigbjörn Þór Óskarsson Fyrirliði: Ingibjörg Jónsdóttir Árangur: 12 sigrar og 5 töp í 20 deildarleikjum 7 sigrar og 1 tap í 8 leikjum í úrslitakeppni 68 prósent sigurhlutfall (19 sigrar í 28 leikjum) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Anita Andreassen 21 mark Amela Hegic 20 mörk (13 víti) Andrea Elín Atladóttir 11 mörk Ingibjörg Jónsdóttir 8 mörk Mette Einarsen 8 mörk (1 víti) Guðbjörg Guðmannsdóttir 7 mörk Opna íþróttakálfs Morgunblaðsins 7. apríl 2010 þar sem sagt var frá sigri KR-liðsins.Skjámynd/Morgunblaðið Gráu hárunum hjá mér fjölgaði aðeins Körfuknattleikskonurnar Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir ættu að halda sérstaklega upp á þennan dag saman en þær hafa unnið tvo Íslandsmeistaratitla á þessum degi og það með sitthvoru liðinu. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði beggja liðanna en Guðrún Gróa gríðarlega mikilvæg ekki síst í varnarleiknum. Fyrri titilinn kom í hús hjá þeim þegar KR-konur unnu 84-79 sigur á Hamar í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR-liðið var þarna í oddaleik um titilinn annað árið í röð en mættu reynslunni ríkari frá tapinu fyrir Haukum ári fyrr. Benedikt Guðmundsson hafði gert karlalið KR að Íslandsmeisturum árið áður en endurtók nú leikinn með kvennaliðið. Hann hafði náð í landsliðsmiðherjann Signýju Hermannsdóttur sem náði þarna að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum. Unnur Tara Jónsdóttir var samt stjarna lokaúrslitanna og var einu stigi frá stigametinu með því að skora 110 stig í leikjunum fimm eða 22,0 stig að meðaltali í leik. „Þetta er aðeins öðruvísi en alveg jafn gaman. Það er reyndar einn stór munur. Það eru fleiri mistök gerð í kvennaboltanum þegar spennan er sem mest. Gráu hárunum hjá mér fjölgaði aðeins en ég gríðarlega stoltur af þessum stelpum. Maður þarf að fara öðruvísi að konunum. Liðið er vel mannað og frábærir einstaklingar sem hafa lagt sitt í það að gera liðið betra en áður,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, við Morgunblaðið. Við liggjum ekki í „dvala“ þegar keppnistímabilið er búið Hildur Sigurðardóttir var ekki í vafa um að „Benni“ hafi lært heilmikið af því að þjálfa kvennalið í fyrsta sinn en hann gerði karlaliðið að Íslandsmeisturum 2009 og gerði svo kvennaliðið að meisturum 2010. Hún greindi líka frá því sem hún gerði aukalega eftir tímabilið á undan. „Það eru miklar íþróttakonur í þessu liði og við liggjum ekki í „dvala“ þegar keppnistímabilið er búið. Ég og Margrét Kara Sturludóttir fórum að æfa frjálsíþróttir hjá ÍR. Það skilaði árangri að mínu mati og ég verð örugglega komin á fullt í frjálsíþróttunum eftir nokkra daga,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, við Morgunblaðið eftir sigurinn. KR Íslandsmeistari 2010 Iceland Express-deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 6.apríl Staður: DHL-höllin í Frostaskjóli Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson Fyrirliði: Hildur Sigurðardóttir Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 6 sigrar og 2 töp í 8 leikjum í úrslitakeppni 86 prósent sigurhlutfall (24-4) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Unnur Tara Jónsdóttir 110 stig (22,0 í leik) Jenny Pfeiffer-Finora 68 stig (13,6) Signý Hermannsdóttir 59 stig (11,8) Margrét Kara Sturludóttir 57 stig (11,4) Hildur Sigurðardóttir 53 stig (10,6) Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 42 stig (8,4) Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins 7. apríl 2014 þar sem er sagt frá fyrsta Íslandsmeistaratitli Snæfellskvenna.Skjámynd/Morgunblaðið Hérna vann ég titilinn í húsinu mínu fyrir framan allt fólkið í bænum Fjórum árum síðar unnu þær Hildur og Guðrún Gróa síðan aftur saman Íslandsmeistaratitil en nú með Snæfellsliðinu. Hildur hafði farið heim í Stykkishólm nokkrum árum áður og hjálpaði nú uppeldisfélaginu sínu að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki. Nú kom Guðrún Gróa líka í Hólminn og það munaði mikið um hana. Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir voru flottar í lokaúrslitunum á móti Haukum sem Snæfell vann 3-0. Þær stigu báðar upp þegar bandaríski bakvörður liðsins meiddist illa í rosaeinvígi á móti Val í undanúrslitunum sem fór alla leið í oddaleik. Chynna Unique Brown skilaði aðeins fjórum stigum samtals í þremur leikjum úrslitaeinvígisins en Hildur var með 21,3 stig, 7,7 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum. Guðrún Gróa átti kannski mestan þátt í því að Snæfell komst í gegn Val í fjarveru Brown í oddaleiknum í undanúrslitunum þar sem hún var með 21 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. „Þegar ég flutti héðan 16 eða 17 ára gömul þá gat ég ekki ímyndað mér að ég ætti eftir að flytja hingað aftur og spila körfubolta. Það hefur margt breyst og fyrir þremur árum sá ég tækifæri til að koma heim aftur. Snæfell hefur byggt upp liðið í mörg ár og þessi þrjú ár síðan ég kom hafa verið mjög skemmtileg. Það er alltaf gaman að vinna titil en ég verð að segja að þessi stendur algerlega upp úr. Hérna vann ég titilinn í húsinu mínu fyrir framan allt fólkið í bænum,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells í samtali við Morgunblaðið. Snæfell Íslandsmeistari 2014 Domino´s deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 6.apríl Staður: Íþróttahúsið í Stykkishólmi Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson Fyrirliði: Hildur Sigurðardóttir Árangur: 25 sigrar og 3 töp í 28 deildarleikjum 6 sigrar og 2 töp í 8 leikjum í úrslitakeppni 86 prósent sigurhlutfall (31-5) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Hildur Sigurðardóttir 64 stig (21,3 í leik) Hildur Björg Kjartansdóttir 48 stig (16,0) Helga Hjördís Björgvinsdóttir 39 stig (13,0) Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 31 stig (10,3) Berglind Gunnarsdóttir 8 stig (2,7) Alda Leif Jónsdóttir 6 stig (2,0) Chynna Unique Brown 4 stig (4,0) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hafa fjögur lið orðið Íslandsmeistari 6. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru karlalið Keflavíkur í körfubolta sem vann fjórða Íslandsmeistaratitil karlaliðs félagsins 6. apríl 1997, kvennalið ÍBV í handbolta sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 6. apríl 2000, kvennalið KR í körfubolta sem vann fjórtánda Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 6. apríl 2010 og kvennalið Snæfells í körfubolta sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 6. apríl 2014. Frétt um Íslandsmeistaratitil Keflavíkur í DV mánudaginn 7. apríl 1997.Skjámynd/DV Mun erfiðara að vera þjálfari en leikmaður Karlalið Keflavíkur kórónaði fullkomið 1996-97 tímabil sitt á þessum degi með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Grindavík í lokaúrslitunum. Keflavíkurliðið hafði áður unnið fyrirtækjabikarinn í nóvember, bikarmeistaratitilinn í byrjun febrúar og deildarmeistaratitilinn í lok febrúar. Sigurður Ingimundarson var á sínu fyrsta tímabilið með karlaliðið en hafði unnið alla titla í boði með kvennaliðinu tímabilið á undan. Fyrir Keflavíkurliðinu fór hinn frábæri bandaríski leikmaður Damon Johnson sem átti eftir að vinna marga litla hér á landi næstu ár á eftir. eflavíkurliðið var líka skipað mörgum leikmönnum sem höfðu hjálpað liðinu að vinna fyrstu þrjá Íslandsmeistaratitla félagsins 1989, 1992 og 1993 þótt að þjálfarinn frá þeim titlum, Jón Kr. Gíslason, hafi þarna verið leikmaður í lið Grindavíkur. „Aðalstyrkur liðsins í vetur hefur verið að í því eru margir góðir leikmenn. Að sjálfsögðu spila þeir aldrei allir vel, eða það kemur sjaldan fyrir. Það er hins vegar þannig að það er alltaf einhver sem er tilbúinn að taka af skarið þegar á þarf að halda og hann gerir það mjög vel. Þetta er búið að vera frábært í vetur, en erfitt. Það er mun erfiðara að vera þjálfari en leikmaður, eða öðruvísi erfitt. Það er mikil vinna að vera þjálfari. Maður getur verið kærulaus sem leikmaður en ekki sem þjálfari," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, við DV en hann var þarna á sínu fyrsta tímabilið með karlaliðið. Besta lið sem ég hef spilað með „Þetta er besta lið sem ég hef spilað með. Þetta er frábær hópur, mikil breidd og frábær karakter í hópnum. Það var æðisleg tilfinning að taka við bikarnum. Við erum búnir að bíða síðan 1994 og bikarnum mun líða vel hjá okkur," sagði Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, við DV. „Þetta var mjög ljúft og veturinn er búinn að vera skemmtilegur. Það er ekki hægt að gera betur. Við erum bara búnir að tapa fjórum leikjum í vetur, og það er varla hægt að gera miklu betur. Fólk hefur talað um að við séum ekki svona góðir, en ég held við höfum sýnt það núna að í vetur erum við með langbesta liðið. Það tekur það enginn frá okkur," sagði Falur Harðarson við Morgunblaðið. Keflavík Íslandsmeistari 1997 DHL-deild karla í körfubolta Dagssetning: 6.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Guðjón Skúlason Árangur: 19 sigrar og 3 töp í 22 deildarleikjum 8 sigrar og 1 tap í 9 leikjum í úrslitakeppni 87 prósent sigurhlutfall (27-4) Atkvæðamestir í lokaúrslitunum: Damon Johnson 79 stig (26,3 í leik) Falur Harðarson 69 stig (23,0) Guðjón Skúlason 56 stig (18,7) Albert Óskarsson 38 stig (12,7) Kristinn Geir Friðrikss 36 stig (12,0) Gunnar Einarsson 15 stig (5,0) Birgir Örn Birgisson 11 stig (3,7) Ingibjörg Jónsdóttir lyftir Íslandsmeistaratitlinum á forsíðu íþróttakálfs DV föstudaginn 7.apríl 2000.Skjámynd/DV Nú getum við gengið kátar um göturnar Kvennalið ÍBV kom sér á kortið í handboltanum með því að vinna óvænt Íslandsmeistaratitilinn vorið 2000. ÍBV-liðið vann 3-0 sigur á Gróttu/KR í lokaúrslitunum en bæði liðin höfðu slegið topplið deildarkeppninnar, Víking og FH, út úr undanúrslitunum. ÍBV var því með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu þrátt fyrir að hafa endað í þriðja sæti í deildinni. ÍBV liðið var skipað mjög öflugum útlendingum en í öðrum hlutverkum voru öflugar heimastúlkur sem nokkrar höfðu farið í víking upp á land en upplifðu nú langþráða stund með því að vinna stóran titil með uppeldisfélagi sínu. „Við breyttum um stefnu í leiknum og skiptum úr varnarham í árásarham," sagði Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði Eyjaliðsins við Morgunblaðið en Ingibjörg sagði að liðið hefði einsett sér að ná fjórða sætinu í deildinni, allt annað væri bara bónus, en svo náði það þriðja sætinu. „Við þurftum síðan að hafa mikið fyrir því að komast í úrslitaleikinn, sérstaklega var erfitt að eiga við FH því það vofði yfir okkur grýla eftir að þær höfðu leikið okkur illa í deildarleikjum okkar. Það hefur verið mikið í kringum þessa síðustu leiki og stundum hugsaði maður hvort ekki væri betra að vera uppi á landi því það var svo erfitt að halda einbeitingunni. Við fórum því til sálfræðings, sem gat hjálpað okkur að halda einbeitingu á leikjunum sjálfum og nú getum við gengið kátar um göturnar," sagði Ingibjörg Jónsdóttir við Morgunblaðið. Króatarnir Lukrecija Bokan, sem stendur í markinu, og miðjuleikmaðurinn Amela Hegie voru að leika sitt annað tímabil með liðinu en norsku stúlkurnar Anita Andreassen og Mette Einarsen komu til Eyja fyrir þetta tímabil. Aðrar stúlkur í leikmannahópi ÍBV voru Vestmanneyingar að sögn Sigbjörns Óskarssonar þjálfara. Það vildi engin koma „Við höfum í gegnum tíðina reynt mjög mikið að fá íslenskar stelpur af meginlandinu til að koma og leika með okkur en það hefur ekki gengið. Ég held við höfum talað við hverja einustu handboltakonu á íslandi í sumar og haust, en það vildi engin koma. Fyrst engar íslenskar stelpur treystu sér til Eyja varð niðurstaðan að leita út fyrir landsteinana, frekar en að hætta. Mér skilst nú reyndar á forráðamönnum félagsins að það sé ódýrara að fá stúlkur frá útlöndum en íslenskar,“ sagði Sigbjörn Þór Óskarsson, þjálfari ÍBV-liðins. ÍBV Íslandsmeistari 2000 Nissandeild kvenna í handbolta Dagssetning: 6.apríl Staður: Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum Þjálfari: Sigbjörn Þór Óskarsson Fyrirliði: Ingibjörg Jónsdóttir Árangur: 12 sigrar og 5 töp í 20 deildarleikjum 7 sigrar og 1 tap í 8 leikjum í úrslitakeppni 68 prósent sigurhlutfall (19 sigrar í 28 leikjum) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Anita Andreassen 21 mark Amela Hegic 20 mörk (13 víti) Andrea Elín Atladóttir 11 mörk Ingibjörg Jónsdóttir 8 mörk Mette Einarsen 8 mörk (1 víti) Guðbjörg Guðmannsdóttir 7 mörk Opna íþróttakálfs Morgunblaðsins 7. apríl 2010 þar sem sagt var frá sigri KR-liðsins.Skjámynd/Morgunblaðið Gráu hárunum hjá mér fjölgaði aðeins Körfuknattleikskonurnar Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir ættu að halda sérstaklega upp á þennan dag saman en þær hafa unnið tvo Íslandsmeistaratitla á þessum degi og það með sitthvoru liðinu. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði beggja liðanna en Guðrún Gróa gríðarlega mikilvæg ekki síst í varnarleiknum. Fyrri titilinn kom í hús hjá þeim þegar KR-konur unnu 84-79 sigur á Hamar í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR-liðið var þarna í oddaleik um titilinn annað árið í röð en mættu reynslunni ríkari frá tapinu fyrir Haukum ári fyrr. Benedikt Guðmundsson hafði gert karlalið KR að Íslandsmeisturum árið áður en endurtók nú leikinn með kvennaliðið. Hann hafði náð í landsliðsmiðherjann Signýju Hermannsdóttur sem náði þarna að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum. Unnur Tara Jónsdóttir var samt stjarna lokaúrslitanna og var einu stigi frá stigametinu með því að skora 110 stig í leikjunum fimm eða 22,0 stig að meðaltali í leik. „Þetta er aðeins öðruvísi en alveg jafn gaman. Það er reyndar einn stór munur. Það eru fleiri mistök gerð í kvennaboltanum þegar spennan er sem mest. Gráu hárunum hjá mér fjölgaði aðeins en ég gríðarlega stoltur af þessum stelpum. Maður þarf að fara öðruvísi að konunum. Liðið er vel mannað og frábærir einstaklingar sem hafa lagt sitt í það að gera liðið betra en áður,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, við Morgunblaðið. Við liggjum ekki í „dvala“ þegar keppnistímabilið er búið Hildur Sigurðardóttir var ekki í vafa um að „Benni“ hafi lært heilmikið af því að þjálfa kvennalið í fyrsta sinn en hann gerði karlaliðið að Íslandsmeisturum 2009 og gerði svo kvennaliðið að meisturum 2010. Hún greindi líka frá því sem hún gerði aukalega eftir tímabilið á undan. „Það eru miklar íþróttakonur í þessu liði og við liggjum ekki í „dvala“ þegar keppnistímabilið er búið. Ég og Margrét Kara Sturludóttir fórum að æfa frjálsíþróttir hjá ÍR. Það skilaði árangri að mínu mati og ég verð örugglega komin á fullt í frjálsíþróttunum eftir nokkra daga,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, við Morgunblaðið eftir sigurinn. KR Íslandsmeistari 2010 Iceland Express-deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 6.apríl Staður: DHL-höllin í Frostaskjóli Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson Fyrirliði: Hildur Sigurðardóttir Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 6 sigrar og 2 töp í 8 leikjum í úrslitakeppni 86 prósent sigurhlutfall (24-4) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Unnur Tara Jónsdóttir 110 stig (22,0 í leik) Jenny Pfeiffer-Finora 68 stig (13,6) Signý Hermannsdóttir 59 stig (11,8) Margrét Kara Sturludóttir 57 stig (11,4) Hildur Sigurðardóttir 53 stig (10,6) Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 42 stig (8,4) Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins 7. apríl 2014 þar sem er sagt frá fyrsta Íslandsmeistaratitli Snæfellskvenna.Skjámynd/Morgunblaðið Hérna vann ég titilinn í húsinu mínu fyrir framan allt fólkið í bænum Fjórum árum síðar unnu þær Hildur og Guðrún Gróa síðan aftur saman Íslandsmeistaratitil en nú með Snæfellsliðinu. Hildur hafði farið heim í Stykkishólm nokkrum árum áður og hjálpaði nú uppeldisfélaginu sínu að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki. Nú kom Guðrún Gróa líka í Hólminn og það munaði mikið um hana. Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir voru flottar í lokaúrslitunum á móti Haukum sem Snæfell vann 3-0. Þær stigu báðar upp þegar bandaríski bakvörður liðsins meiddist illa í rosaeinvígi á móti Val í undanúrslitunum sem fór alla leið í oddaleik. Chynna Unique Brown skilaði aðeins fjórum stigum samtals í þremur leikjum úrslitaeinvígisins en Hildur var með 21,3 stig, 7,7 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum. Guðrún Gróa átti kannski mestan þátt í því að Snæfell komst í gegn Val í fjarveru Brown í oddaleiknum í undanúrslitunum þar sem hún var með 21 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. „Þegar ég flutti héðan 16 eða 17 ára gömul þá gat ég ekki ímyndað mér að ég ætti eftir að flytja hingað aftur og spila körfubolta. Það hefur margt breyst og fyrir þremur árum sá ég tækifæri til að koma heim aftur. Snæfell hefur byggt upp liðið í mörg ár og þessi þrjú ár síðan ég kom hafa verið mjög skemmtileg. Það er alltaf gaman að vinna titil en ég verð að segja að þessi stendur algerlega upp úr. Hérna vann ég titilinn í húsinu mínu fyrir framan allt fólkið í bænum,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells í samtali við Morgunblaðið. Snæfell Íslandsmeistari 2014 Domino´s deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 6.apríl Staður: Íþróttahúsið í Stykkishólmi Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson Fyrirliði: Hildur Sigurðardóttir Árangur: 25 sigrar og 3 töp í 28 deildarleikjum 6 sigrar og 2 töp í 8 leikjum í úrslitakeppni 86 prósent sigurhlutfall (31-5) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Hildur Sigurðardóttir 64 stig (21,3 í leik) Hildur Björg Kjartansdóttir 48 stig (16,0) Helga Hjördís Björgvinsdóttir 39 stig (13,0) Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 31 stig (10,3) Berglind Gunnarsdóttir 8 stig (2,7) Alda Leif Jónsdóttir 6 stig (2,0) Chynna Unique Brown 4 stig (4,0)
Keflavík Íslandsmeistari 1997 DHL-deild karla í körfubolta Dagssetning: 6.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Guðjón Skúlason Árangur: 19 sigrar og 3 töp í 22 deildarleikjum 8 sigrar og 1 tap í 9 leikjum í úrslitakeppni 87 prósent sigurhlutfall (27-4) Atkvæðamestir í lokaúrslitunum: Damon Johnson 79 stig (26,3 í leik) Falur Harðarson 69 stig (23,0) Guðjón Skúlason 56 stig (18,7) Albert Óskarsson 38 stig (12,7) Kristinn Geir Friðrikss 36 stig (12,0) Gunnar Einarsson 15 stig (5,0) Birgir Örn Birgisson 11 stig (3,7)
ÍBV Íslandsmeistari 2000 Nissandeild kvenna í handbolta Dagssetning: 6.apríl Staður: Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum Þjálfari: Sigbjörn Þór Óskarsson Fyrirliði: Ingibjörg Jónsdóttir Árangur: 12 sigrar og 5 töp í 20 deildarleikjum 7 sigrar og 1 tap í 8 leikjum í úrslitakeppni 68 prósent sigurhlutfall (19 sigrar í 28 leikjum) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Anita Andreassen 21 mark Amela Hegic 20 mörk (13 víti) Andrea Elín Atladóttir 11 mörk Ingibjörg Jónsdóttir 8 mörk Mette Einarsen 8 mörk (1 víti) Guðbjörg Guðmannsdóttir 7 mörk
KR Íslandsmeistari 2010 Iceland Express-deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 6.apríl Staður: DHL-höllin í Frostaskjóli Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson Fyrirliði: Hildur Sigurðardóttir Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 6 sigrar og 2 töp í 8 leikjum í úrslitakeppni 86 prósent sigurhlutfall (24-4) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Unnur Tara Jónsdóttir 110 stig (22,0 í leik) Jenny Pfeiffer-Finora 68 stig (13,6) Signý Hermannsdóttir 59 stig (11,8) Margrét Kara Sturludóttir 57 stig (11,4) Hildur Sigurðardóttir 53 stig (10,6) Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 42 stig (8,4)
Snæfell Íslandsmeistari 2014 Domino´s deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 6.apríl Staður: Íþróttahúsið í Stykkishólmi Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson Fyrirliði: Hildur Sigurðardóttir Árangur: 25 sigrar og 3 töp í 28 deildarleikjum 6 sigrar og 2 töp í 8 leikjum í úrslitakeppni 86 prósent sigurhlutfall (31-5) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Hildur Sigurðardóttir 64 stig (21,3 í leik) Hildur Björg Kjartansdóttir 48 stig (16,0) Helga Hjördís Björgvinsdóttir 39 stig (13,0) Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 31 stig (10,3) Berglind Gunnarsdóttir 8 stig (2,7) Alda Leif Jónsdóttir 6 stig (2,0) Chynna Unique Brown 4 stig (4,0)
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira