Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2020 15:47 Víðir Reynisson yfirlögreguþjónn var augljóslega ósáttur við þann fjölda sem björgunarsveitir þurftu að koma til aðstoðar um helgina. Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. Hann minnti á þetta á daglegum upplýsingafundi í dag, þeim 37. í röðinni. Víðir hefur stýrt öllum fundunum. Víðir hefur opnað og lokað fundunum, allajafna með lokaorðum til landsmanna. „Var ekki helgin ágætis æfing? Við vorum að tala um að vera heima um helgina og að vera heima um páskana,“ sagði Víðir á fundinum í dag og var greinilega ekki skemmt. „Það voru opnaðar fjöldahjálpastöðvar fyrir Íslendinga sem að festust uppi á heiðum og þurfti að bjarga. Björgunarsveitir björguðu nánast hundrað Íslendingum úr vandræðum um helgina. Er þetta ekki bara komið gott?“ spurði Víðir ákveðinn. Víðir var spurður að því á fundinum hvort stórfjölskyldur mættu hittast um páskana og borða saman. Víðir hvatti fólk til að hugsa um þá meðlimi fjölskyldunnar sem komnir eru á aldur, og að hafa hópa sem hittist sem fámennasta. „Eigum við ekki að slaka á núna um helgina og vera heima? Taka páskana í rólegheitum í fjarfundi með stórfjölskyldunni, matarboð með vinunum í gegnum fjarfundi? Njótum návistar við okkar nánustu, verum áfram góð hvert annað og höldum áfram að vera ábyrg. Þá tekst okkur að komast í gegnum þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. Hann minnti á þetta á daglegum upplýsingafundi í dag, þeim 37. í röðinni. Víðir hefur stýrt öllum fundunum. Víðir hefur opnað og lokað fundunum, allajafna með lokaorðum til landsmanna. „Var ekki helgin ágætis æfing? Við vorum að tala um að vera heima um helgina og að vera heima um páskana,“ sagði Víðir á fundinum í dag og var greinilega ekki skemmt. „Það voru opnaðar fjöldahjálpastöðvar fyrir Íslendinga sem að festust uppi á heiðum og þurfti að bjarga. Björgunarsveitir björguðu nánast hundrað Íslendingum úr vandræðum um helgina. Er þetta ekki bara komið gott?“ spurði Víðir ákveðinn. Víðir var spurður að því á fundinum hvort stórfjölskyldur mættu hittast um páskana og borða saman. Víðir hvatti fólk til að hugsa um þá meðlimi fjölskyldunnar sem komnir eru á aldur, og að hafa hópa sem hittist sem fámennasta. „Eigum við ekki að slaka á núna um helgina og vera heima? Taka páskana í rólegheitum í fjarfundi með stórfjölskyldunni, matarboð með vinunum í gegnum fjarfundi? Njótum návistar við okkar nánustu, verum áfram góð hvert annað og höldum áfram að vera ábyrg. Þá tekst okkur að komast í gegnum þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira