Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af sauðburði vegna Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2020 13:15 Trausti Hjálmarsson, sem er með myndarlegt fjárbú á bænum Austurhlíð í Biskupstungum í Bláskógabyggð með sinni fjölskyldu. Úr einkasafni Nú þegar styttist óðum í sauðburð í sveitum landsins þó óttast sauðfjárbændum að fá ekki þá aðstoð, sem þeir þurfa vegna kórónuveirunnar. Veturinn hefur verið sauðfjárbændum erfiður eins og mörgum landsmönnum vegna mikillar ótíðar. Nú styttist hins vegar í vorið með hækkandi sól og eru sauðfjárbændur að undirbúa sauðburð, sem hefst hjá flestum í byrjun maí og stendur yfir í mánuð og jafnvel lengur á stærstu búunum. Sauðfjárbændur þurfa aðstoð í sauðburði en þeir hafa áhyggjur af því hvort hún fáist vegna kórónuveirunnar. Trausti Hjálmarsson, bóndi á bænum Hlíð í Bláskógabyggð er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. „Það er bara náttúrulega þannig að á flestum búum á landinu er orðið mun færra fólk heldur en var hér áður fyrr og bændur hafa getað treyst á það að fólk hefur ýmist komið í vinnu til þeirra eða að ættingjar, vinir og kunningjar komi til aðstoðar. Þetta á alltaf eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast, hvert aðgengi bænda verður að þessari nauðsynlegu aðstoð og vinnuframlags annars fólks að þessum erfiðu tímum, sem sauðburður getur verið,“ segir Trausti. Trausti hefur áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda nú þegar styttist í að sauðburðurÚr einkasafni Trausti segir að bændum bjóðist afleysing bakvarðarsveitar ef bændur veikjast í sauðburði af kórónuveirunni en þrátt fyrir það sé ekki búið að leysa öll þau mál. „Við þurfum að hugsa það núna, bæði bændaforystan og ríkisvaldið hvernig leysum við stöðu þessa fólks, sem fær kannski ekki þá aðstoð, sem það hefur gengið að, sem vísu síðustu árin. Það þarf að fara fram samtal um það til að vera tilbúin með bakvarðarsveit fyrir bændur þó þeir veikist ekki gætu þurft á nauðsynlegri aðstoð að halda yfir sauðburðinn,“ bætir Trausti við. Trausti segir mikið álag á sauðburði enda séu ærnar að bera allan sólarhringinn. „Já, þær eru ekkert að gera hlé af því. Sumir hafa látið sér detta í hug að taka hrútinn úr á nóttunni í desember en það hefur nú ekki virkað, þannig að þær bara bera allan sólarhringinn, eru ekkert að spyrja um það hvað klukkan er,“ segir Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. Bláskógabyggð Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Nú þegar styttist óðum í sauðburð í sveitum landsins þó óttast sauðfjárbændum að fá ekki þá aðstoð, sem þeir þurfa vegna kórónuveirunnar. Veturinn hefur verið sauðfjárbændum erfiður eins og mörgum landsmönnum vegna mikillar ótíðar. Nú styttist hins vegar í vorið með hækkandi sól og eru sauðfjárbændur að undirbúa sauðburð, sem hefst hjá flestum í byrjun maí og stendur yfir í mánuð og jafnvel lengur á stærstu búunum. Sauðfjárbændur þurfa aðstoð í sauðburði en þeir hafa áhyggjur af því hvort hún fáist vegna kórónuveirunnar. Trausti Hjálmarsson, bóndi á bænum Hlíð í Bláskógabyggð er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. „Það er bara náttúrulega þannig að á flestum búum á landinu er orðið mun færra fólk heldur en var hér áður fyrr og bændur hafa getað treyst á það að fólk hefur ýmist komið í vinnu til þeirra eða að ættingjar, vinir og kunningjar komi til aðstoðar. Þetta á alltaf eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast, hvert aðgengi bænda verður að þessari nauðsynlegu aðstoð og vinnuframlags annars fólks að þessum erfiðu tímum, sem sauðburður getur verið,“ segir Trausti. Trausti hefur áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda nú þegar styttist í að sauðburðurÚr einkasafni Trausti segir að bændum bjóðist afleysing bakvarðarsveitar ef bændur veikjast í sauðburði af kórónuveirunni en þrátt fyrir það sé ekki búið að leysa öll þau mál. „Við þurfum að hugsa það núna, bæði bændaforystan og ríkisvaldið hvernig leysum við stöðu þessa fólks, sem fær kannski ekki þá aðstoð, sem það hefur gengið að, sem vísu síðustu árin. Það þarf að fara fram samtal um það til að vera tilbúin með bakvarðarsveit fyrir bændur þó þeir veikist ekki gætu þurft á nauðsynlegri aðstoð að halda yfir sauðburðinn,“ bætir Trausti við. Trausti segir mikið álag á sauðburði enda séu ærnar að bera allan sólarhringinn. „Já, þær eru ekkert að gera hlé af því. Sumir hafa látið sér detta í hug að taka hrútinn úr á nóttunni í desember en það hefur nú ekki virkað, þannig að þær bara bera allan sólarhringinn, eru ekkert að spyrja um það hvað klukkan er,“ segir Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu.
Bláskógabyggð Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira