Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 08:30 Þyrla Norðurflugs á leið niður í toppgíg Eyjafjallajökuls. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri til vinstri og Ólafur Eggertsson bóndi til hægri. Stöð 2/Einar Árnason. Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. Afraksturinn myndatökunnar er meðal þess sem sjá má í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur gert um Eyjafjallajökul. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri.Stöð 2/Einar Árnason. Þyrlan kom frá Norðurflugi en flugstjóri var Jón Kjartan Björnsson. Farþegar um borð voru tveir af viðmælendum þáttanna, þeir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, auk Einars Árnasonar, kvikmyndatökumanns Stöðvar 2, og Kristjáns Más Unnarssonar, umsjónarmanns þáttanna. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á gígbarminum.Stöð 2/Einar Árnason. Ferðin var farin síðastliðið haust. Fyrst var flogið upp á Eyjafjallajökul og lent á vestanverðum gígbarminum, við Goðastein. Þar var staldrað við í um hálftíma, kvikmyndað og viðtöl tekin, en síðan flogið niður í gíginn. Gígbotn Eyjafjallajökuls. Hann reyndist að mestu snævi þakinn en auður hryggur sást neðst í botninum. Stöð 2/KMU. Gígbotninn reyndist að mestu snævi þakinn en þó sást þar auður kambur. Þar tyllti Jón Kjartan þyrlunni í um eina mínútu og þar var greinilegur hiti. Allt í kringum kambinn sáust íshellar sem jarðhiti myndaði sem streymdi þaðan upp og sá til þess að snjó festi ekki á hryggnum Þyrlan lent á snjólausa kambinum. Jarðhiti streymdi upp allt í kring og myndaði litla íshella.Stöð 2/KMU. Síðan var flogið niður Gígjökull og meðal annars fylgt öðrum meginfarvegi hamfarahlaupanna sem sturtuðust þar niður þegar eldgosið bræddi ísinn. Sérlega athyglisvert var að skoða stórbrotið gljúfrið sem tók við jökulflóðunum. Stórbrotið gljúfur má nú sjá í Gígjökli eftir hamfarahlaupin sem sturtuðust þarna niður í eldgosinu fyrir tíu árum. Fyrir neðan má sjá fyrrum lónbotn Gígjökulslóns og skriðjökullinn, sem þarna lá áður yfir, er einnig horfinn. Tindfjallajökull í baksýn.Stöð 2/KMU. Lent var á fyrrum lónstæði Gígjökulslóns sem fylltist í upphafi eldgossins þann 14. apríl, en gríðarlegur aur barst þá niður úr toppgígnum með bræðsluvatninu. Að mati Páls Einarssonar tók það eldgosið aðeins um hálfa klukkustund að eyða jökullóninu, sem ekki hefur sést síðan. Flogið niður með Gígjökli. Ólafur Eggertsson nær og Jón Kjartan Björnsson fjær.Stöð 2/KMU. Gróðurinn sem tekinn er að vaxa upp á urðinni sem fyllti lónið vakti athygli bóndans á Þorvaldseyri. Þar eru mosi og annar lággróður tekinn að sá sér og spáir Ólafur því að eftir 10-15 ár verði þetta orðinn samfelld gróðurheild. Þættina má nú sjá á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag kl. 16.40. Hér má sjá kaflann um þyrluflugið niður í gíginn: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. Afraksturinn myndatökunnar er meðal þess sem sjá má í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur gert um Eyjafjallajökul. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri.Stöð 2/Einar Árnason. Þyrlan kom frá Norðurflugi en flugstjóri var Jón Kjartan Björnsson. Farþegar um borð voru tveir af viðmælendum þáttanna, þeir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, auk Einars Árnasonar, kvikmyndatökumanns Stöðvar 2, og Kristjáns Más Unnarssonar, umsjónarmanns þáttanna. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á gígbarminum.Stöð 2/Einar Árnason. Ferðin var farin síðastliðið haust. Fyrst var flogið upp á Eyjafjallajökul og lent á vestanverðum gígbarminum, við Goðastein. Þar var staldrað við í um hálftíma, kvikmyndað og viðtöl tekin, en síðan flogið niður í gíginn. Gígbotn Eyjafjallajökuls. Hann reyndist að mestu snævi þakinn en auður hryggur sást neðst í botninum. Stöð 2/KMU. Gígbotninn reyndist að mestu snævi þakinn en þó sást þar auður kambur. Þar tyllti Jón Kjartan þyrlunni í um eina mínútu og þar var greinilegur hiti. Allt í kringum kambinn sáust íshellar sem jarðhiti myndaði sem streymdi þaðan upp og sá til þess að snjó festi ekki á hryggnum Þyrlan lent á snjólausa kambinum. Jarðhiti streymdi upp allt í kring og myndaði litla íshella.Stöð 2/KMU. Síðan var flogið niður Gígjökull og meðal annars fylgt öðrum meginfarvegi hamfarahlaupanna sem sturtuðust þar niður þegar eldgosið bræddi ísinn. Sérlega athyglisvert var að skoða stórbrotið gljúfrið sem tók við jökulflóðunum. Stórbrotið gljúfur má nú sjá í Gígjökli eftir hamfarahlaupin sem sturtuðust þarna niður í eldgosinu fyrir tíu árum. Fyrir neðan má sjá fyrrum lónbotn Gígjökulslóns og skriðjökullinn, sem þarna lá áður yfir, er einnig horfinn. Tindfjallajökull í baksýn.Stöð 2/KMU. Lent var á fyrrum lónstæði Gígjökulslóns sem fylltist í upphafi eldgossins þann 14. apríl, en gríðarlegur aur barst þá niður úr toppgígnum með bræðsluvatninu. Að mati Páls Einarssonar tók það eldgosið aðeins um hálfa klukkustund að eyða jökullóninu, sem ekki hefur sést síðan. Flogið niður með Gígjökli. Ólafur Eggertsson nær og Jón Kjartan Björnsson fjær.Stöð 2/KMU. Gróðurinn sem tekinn er að vaxa upp á urðinni sem fyllti lónið vakti athygli bóndans á Þorvaldseyri. Þar eru mosi og annar lággróður tekinn að sá sér og spáir Ólafur því að eftir 10-15 ár verði þetta orðinn samfelld gróðurheild. Þættina má nú sjá á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag kl. 16.40. Hér má sjá kaflann um þyrluflugið niður í gíginn:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03