Gunnhildur Yrsa tryggði Íslandi sigur á Úkraínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2020 16:00 Tíunda landsliðsmark Gunnhildar Yrsu tryggði Íslandi sigur á Úkraínu. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sigraði Úkraínu, 1-0, í lokaleik sínum á Pinatar-mótinu á Spáni í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins. Eins marks sigur gegn Úkraínu, @Gunnhildur_Yrsa með sitt tíunda landsliðsmark! A single goal win in our final Pinatar match, vs. Ukraine.#dottir pic.twitter.com/YE9NnVe22Q— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði einum. Allir leikirnir enduðu 1-0. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 1-0 tapinu fyrir Skotum. Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komu inn í byrjunarliðið í stað Rakelar Hönnudóttur, Natöshu Anasi og Sigríðar Láru Garðarsdóttur. Byrjunarlið Íslands sem mætir Úkraínu kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending:https://t.co/OAGTJ6zhvw#dottir #LeiðinTilEnglands pic.twitter.com/HroBNOWs4F— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Eina mark leiksins kom á 34. mínútu. Gunnhildur Yrsa tæklaði boltann þá í netið af stuttu færi og skoraði sitt tíunda landsliðsmark. Jón Þór gerði þrjár skiptingar í hálfleik. Anna Rakel Pétursdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Elísa Viðarsdóttir komu inn á í stað Gunnhildar Yrsu, Elínar Mettu Jensen og Ingibjargar Sigurðardóttur. Eftir klukkutíma komu Sandra María Jessen og Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Fanndísi og Öglu Maríu og þegar sex mínútur voru til leiksloka kom Hildur Antonsdóttir inn á fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði sigri. Íslendingar hafa unnið fjóra af sjö leikjum sínum gegn Úkraínumönnum. Næstu leikir Íslands eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM í næsta mánuði. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00 Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sigraði Úkraínu, 1-0, í lokaleik sínum á Pinatar-mótinu á Spáni í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins. Eins marks sigur gegn Úkraínu, @Gunnhildur_Yrsa með sitt tíunda landsliðsmark! A single goal win in our final Pinatar match, vs. Ukraine.#dottir pic.twitter.com/YE9NnVe22Q— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði einum. Allir leikirnir enduðu 1-0. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 1-0 tapinu fyrir Skotum. Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komu inn í byrjunarliðið í stað Rakelar Hönnudóttur, Natöshu Anasi og Sigríðar Láru Garðarsdóttur. Byrjunarlið Íslands sem mætir Úkraínu kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending:https://t.co/OAGTJ6zhvw#dottir #LeiðinTilEnglands pic.twitter.com/HroBNOWs4F— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Eina mark leiksins kom á 34. mínútu. Gunnhildur Yrsa tæklaði boltann þá í netið af stuttu færi og skoraði sitt tíunda landsliðsmark. Jón Þór gerði þrjár skiptingar í hálfleik. Anna Rakel Pétursdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Elísa Viðarsdóttir komu inn á í stað Gunnhildar Yrsu, Elínar Mettu Jensen og Ingibjargar Sigurðardóttur. Eftir klukkutíma komu Sandra María Jessen og Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Fanndísi og Öglu Maríu og þegar sex mínútur voru til leiksloka kom Hildur Antonsdóttir inn á fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði sigri. Íslendingar hafa unnið fjóra af sjö leikjum sínum gegn Úkraínumönnum. Næstu leikir Íslands eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM í næsta mánuði.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00 Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00
Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40