Hilmar frískaði upp á eldhúsið fyrir sex þúsund krónur Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2020 14:29 Hilmar hélt í sama litin en útkoman flott með nýrri málningu. Myndir/Gígja/Hilmar „Ég hef haft það á bakvið eyrað lengi að það mætti fríkka upp á eldhúsinnréttinguna en hún er að hálfu upprunaleg en neðri skáparnir eru frá IKEA. Þar sem þessi gerð af innréttingu er ekki til lengur þá er ekki hægt að kaupa framhliðar eða annað á hana, nema að sérsmíða og þá kostar svipað að kaupa nýtt - og þá voru góð ráð dýr,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð, eigandi Media Group sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu. Hann tók eldhúsið hjá sér í gegn og þegar upp var staðið þá kostaði framkvæmdin aðeins brot af því sem nýtt hefði kostað. Hefði kostað hálfa milljón „IKEA sendi mér tilboð í samskonar innréttingu sem átti að kosta um 280.000 krónur og svo hefði smiður tekið um 160.000 krónur að setja hana upp. Það var ekki beint eitthvað sem maður hefur efni á núna á síðustu og verstu tímum og því ætlaði ég bara að bíða með þetta. Þá datt mér í hug að lakka hana aftur, hún hafði verið lökkuð af fyrri eigendum og leit ágætlega út nema að það voru komnar skellur í hana og liturinn var farinn að láta á sjá. Ég ræddi því við málarameistara sem sagði mér að ofhugsa þetta ekki og skipaði mér að kaupa mjúkan sandpappír og hálfmatt lakk sem ég gerði. Þetta var ekki neitt mál, ég pússaði létt yfir alla fletina og svo lakkaði ég bara aftur með samskonar lit, svart-gráum. Og viti menn - innréttingin er eins og ný.“ Svona lítur eldhúsinnréttingin út í dag. Hilmar segir stundum vera farið í dýrar framkvæmdir þegar vel sé hægt að nota vöðvaaflið og gera hlutina sjálfur. „Við erum að tala um að þetta hefði getað kostað um hálfa milljón sem er ekki beint á lausu en allur pakkinn kostaði um 6000 krónur, lakk, penslar, rúllur og sandpappír. Svo er þetta ekki eins flókið og maður heldur, það þarf bara að henda sér í verkin en ég tek það fram að ég skipulegg núorðið allt vel og fæ góð ráð áður en ég eyðilegg eitthvað. Ég er mjög hvatvís og hef lært af reynslunni að það borgar sig að hugsa vel og skipuleggja hvað maður ætlar að gera, og ræða við fagfólk og fá góð ráð. Það er mjög auðvelt að skemma meira en maður er að reyna að laga.“ Tók til hendinni í ástandinu Hilmar, sem býr í fallegu raðhúsi á Kaplaskjólsvegi í Vesturbænum, segir Covid-19 faraldurinn hafa gefið sér tíma til að vinna niður verkefnalista heimilisins. „Ég fæ reglulega ofvirkniköst og þá verð ég að gera eitthvað. Þetta er hálfgerð meðferð við ástandinu að geta eytt orku í t.d. eitt hvað sem tengist heimilinu. Ég er búinn að taka garðinn í gegn og gróðursetja plöntur, ég er duglegur og vökva og sitja á pallinum í góðviðri og manni líður vel þegar maður hefur sjálfur gert þessa hluti. Það er gott fyrir sálina - ég tala nú ekki um þegar sólin er farin að skína nær daglega og fótboltinn er að fara að rúlla aftur á KR-vellinum. Þetta gæti varla verið betra.“ Hús og heimili Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Ég hef haft það á bakvið eyrað lengi að það mætti fríkka upp á eldhúsinnréttinguna en hún er að hálfu upprunaleg en neðri skáparnir eru frá IKEA. Þar sem þessi gerð af innréttingu er ekki til lengur þá er ekki hægt að kaupa framhliðar eða annað á hana, nema að sérsmíða og þá kostar svipað að kaupa nýtt - og þá voru góð ráð dýr,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð, eigandi Media Group sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu. Hann tók eldhúsið hjá sér í gegn og þegar upp var staðið þá kostaði framkvæmdin aðeins brot af því sem nýtt hefði kostað. Hefði kostað hálfa milljón „IKEA sendi mér tilboð í samskonar innréttingu sem átti að kosta um 280.000 krónur og svo hefði smiður tekið um 160.000 krónur að setja hana upp. Það var ekki beint eitthvað sem maður hefur efni á núna á síðustu og verstu tímum og því ætlaði ég bara að bíða með þetta. Þá datt mér í hug að lakka hana aftur, hún hafði verið lökkuð af fyrri eigendum og leit ágætlega út nema að það voru komnar skellur í hana og liturinn var farinn að láta á sjá. Ég ræddi því við málarameistara sem sagði mér að ofhugsa þetta ekki og skipaði mér að kaupa mjúkan sandpappír og hálfmatt lakk sem ég gerði. Þetta var ekki neitt mál, ég pússaði létt yfir alla fletina og svo lakkaði ég bara aftur með samskonar lit, svart-gráum. Og viti menn - innréttingin er eins og ný.“ Svona lítur eldhúsinnréttingin út í dag. Hilmar segir stundum vera farið í dýrar framkvæmdir þegar vel sé hægt að nota vöðvaaflið og gera hlutina sjálfur. „Við erum að tala um að þetta hefði getað kostað um hálfa milljón sem er ekki beint á lausu en allur pakkinn kostaði um 6000 krónur, lakk, penslar, rúllur og sandpappír. Svo er þetta ekki eins flókið og maður heldur, það þarf bara að henda sér í verkin en ég tek það fram að ég skipulegg núorðið allt vel og fæ góð ráð áður en ég eyðilegg eitthvað. Ég er mjög hvatvís og hef lært af reynslunni að það borgar sig að hugsa vel og skipuleggja hvað maður ætlar að gera, og ræða við fagfólk og fá góð ráð. Það er mjög auðvelt að skemma meira en maður er að reyna að laga.“ Tók til hendinni í ástandinu Hilmar, sem býr í fallegu raðhúsi á Kaplaskjólsvegi í Vesturbænum, segir Covid-19 faraldurinn hafa gefið sér tíma til að vinna niður verkefnalista heimilisins. „Ég fæ reglulega ofvirkniköst og þá verð ég að gera eitthvað. Þetta er hálfgerð meðferð við ástandinu að geta eytt orku í t.d. eitt hvað sem tengist heimilinu. Ég er búinn að taka garðinn í gegn og gróðursetja plöntur, ég er duglegur og vökva og sitja á pallinum í góðviðri og manni líður vel þegar maður hefur sjálfur gert þessa hluti. Það er gott fyrir sálina - ég tala nú ekki um þegar sólin er farin að skína nær daglega og fótboltinn er að fara að rúlla aftur á KR-vellinum. Þetta gæti varla verið betra.“
Hús og heimili Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira