Streituvaldandi draumaferðir og besta leiðin til þess að komast hjá þeim Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 20. maí 2020 16:30 Þú liggur í iðagrænni laut sem lítill lækur rennur í gegnum, glaðlind en samt lágvær börn leika fallega við hlið þér, rauðköflótti lautarferðardúkurinn sem þú liggur á er ókrumpaður undir þér þar sem þú slakar á. Fjölskyldan er glöð og allir una sér vel í þessari yndislegu útilegu sem þú ert fyrirhafnarlaust búin að koma fjölskyldu þinni í. Sóln skín og í fuglarnir flögra glaðlega hjá. Grilllyktin berst þér að vitum og þú veist að innan skamms mun stundin vera fullkomin með ljúfengum grillmat. Raunveruleikinn: Öll verkefnin sem þú ætlaðir að vera búin að klára áður en þú fórst af stað ollu þér svo miklu stressi að þú ert titlandi þegar þú byrjar að pakka. Veðurspáin er ágæt en bara ekki í nema svona hálfan dag í einu á mismunandi stöðum á landinu næstu 5 dagana. Veðurkvíðinn gerði það að verkum að þú ákvaðst eftir að hafa borðið saman 3 ólíkar spár að fara bara klukkutíma akstur út úr bænum. Það verða líka allir bílveikir ef þið farið lengra. Þú gleymdir að sjálfsögðu lautarferðardúknum enda var hann krumpaður einhverstaðar ofaní geymslu. Inn á þann myrka stað þorir þú ekki fyrir þitt litla líf að stíga fæti inná. Við getum bara þakkað fyrir að svefnpokarnir komu með. Þú ert búinn að garga 8 sinnum á samferðamenn þína áður en þið eruð komin út í bíl. Þegar á staðinn er komið er lækurinn þarna, lautin og allt klárt en þú getur ekki fyrir þitt litla líf slakað á því að flugurnar ráðst á þig og hræðslan við að fá bit er of mikil. Brunalyktin sem berst þér að vitum veldur þér kvíða því mögulega gleymdirðu tómatsósunni svo að þá mun enginn vilja pylsurnar sem þú heldur að þú hafir munað eftir að kaupa. Svona getur hugurinn leikið okkur grátt í næstum alveg sömu aðstæðum. Besta leiðin til þess að hugurinn hlaupi ekki með mann í gönur og búi til vandamál úr einhverju sem þarf ekki að vera það er að hugleiða. Þetta kann að hljóma eins og klysja eða eins og þetta passi ekki fyrir þig því þú sérð með öðruvísi vandamál en aðrir en það er oftast ekki þannig. Við erum flest að glíma við sömu vandamálin og getum þjálfað hugann rétt eins og við getum þjálfað líkamann. Hugleiðsluæfingar notar þú til þess að undirbúa þig fyrir erfiðasta dag lífs þíns en líka læra aðferð sem þú beytir sjálfan þig til þess að dagarnir verði ekki eins erfiðir. Þú lærir að stjórna huganum þannig þú þurfir ekki að lenda í kvíðastorminum eða sogast ofan í þuglyndið. Hauststressið er ekki betra því þá byrjar kvíðinn fyrir vetrinum að gera vart við sig og þunglyndi sem fylgir skammdeginu. Það er mikilvægt að byrja í dag því eftir nokkra daga af því að hugleiða verður þú kannsi tilbúin fyrir næstu bylgju af verkefnum eða draumaferðum sem þú getur þá valið hvort þú villt að sogi þig ofaní áhyggjur og vanlíðan eða tekist á við með jákvæðum og opnum huga. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þú liggur í iðagrænni laut sem lítill lækur rennur í gegnum, glaðlind en samt lágvær börn leika fallega við hlið þér, rauðköflótti lautarferðardúkurinn sem þú liggur á er ókrumpaður undir þér þar sem þú slakar á. Fjölskyldan er glöð og allir una sér vel í þessari yndislegu útilegu sem þú ert fyrirhafnarlaust búin að koma fjölskyldu þinni í. Sóln skín og í fuglarnir flögra glaðlega hjá. Grilllyktin berst þér að vitum og þú veist að innan skamms mun stundin vera fullkomin með ljúfengum grillmat. Raunveruleikinn: Öll verkefnin sem þú ætlaðir að vera búin að klára áður en þú fórst af stað ollu þér svo miklu stressi að þú ert titlandi þegar þú byrjar að pakka. Veðurspáin er ágæt en bara ekki í nema svona hálfan dag í einu á mismunandi stöðum á landinu næstu 5 dagana. Veðurkvíðinn gerði það að verkum að þú ákvaðst eftir að hafa borðið saman 3 ólíkar spár að fara bara klukkutíma akstur út úr bænum. Það verða líka allir bílveikir ef þið farið lengra. Þú gleymdir að sjálfsögðu lautarferðardúknum enda var hann krumpaður einhverstaðar ofaní geymslu. Inn á þann myrka stað þorir þú ekki fyrir þitt litla líf að stíga fæti inná. Við getum bara þakkað fyrir að svefnpokarnir komu með. Þú ert búinn að garga 8 sinnum á samferðamenn þína áður en þið eruð komin út í bíl. Þegar á staðinn er komið er lækurinn þarna, lautin og allt klárt en þú getur ekki fyrir þitt litla líf slakað á því að flugurnar ráðst á þig og hræðslan við að fá bit er of mikil. Brunalyktin sem berst þér að vitum veldur þér kvíða því mögulega gleymdirðu tómatsósunni svo að þá mun enginn vilja pylsurnar sem þú heldur að þú hafir munað eftir að kaupa. Svona getur hugurinn leikið okkur grátt í næstum alveg sömu aðstæðum. Besta leiðin til þess að hugurinn hlaupi ekki með mann í gönur og búi til vandamál úr einhverju sem þarf ekki að vera það er að hugleiða. Þetta kann að hljóma eins og klysja eða eins og þetta passi ekki fyrir þig því þú sérð með öðruvísi vandamál en aðrir en það er oftast ekki þannig. Við erum flest að glíma við sömu vandamálin og getum þjálfað hugann rétt eins og við getum þjálfað líkamann. Hugleiðsluæfingar notar þú til þess að undirbúa þig fyrir erfiðasta dag lífs þíns en líka læra aðferð sem þú beytir sjálfan þig til þess að dagarnir verði ekki eins erfiðir. Þú lærir að stjórna huganum þannig þú þurfir ekki að lenda í kvíðastorminum eða sogast ofan í þuglyndið. Hauststressið er ekki betra því þá byrjar kvíðinn fyrir vetrinum að gera vart við sig og þunglyndi sem fylgir skammdeginu. Það er mikilvægt að byrja í dag því eftir nokkra daga af því að hugleiða verður þú kannsi tilbúin fyrir næstu bylgju af verkefnum eða draumaferðum sem þú getur þá valið hvort þú villt að sogi þig ofaní áhyggjur og vanlíðan eða tekist á við með jákvæðum og opnum huga. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar