Sportpakkinn: Allir nema einn af þeim tuttugu bestu í heimi með á Players í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 17:00 Norður Írinn Rory McIlroy fagnar hér með bikarinn eftir sigur á Players meistaramótinu í fyrra. Getty/David Cannon Svo gott sem allir bestu kylfingar heims eru samankomnir á Flórída þar sem þeir keppa á Players meistaramótinu sem er í margra augum fimmta risamótið. Arnar Björnsson skoðaði mótið fram undan. Players meistaramótið hefst á TPC Sawgrass golfvellinum í Ponte Vedra Beach í Flórída á morgun. Þetta verður í 39. sinn sem mótið er spilað á þessum sögufræga velli. „Það er gott að vera mættur aftur á Sawgrass völlinn“, sagði Rory McIllroy sem freistar þess að verja titilinn sem hann vann í fyrra. Tuttugu efstu menn heimslistans eru allir á meðal keppenda nema sá sem er í 11. sætinu, sá kappi heitir Tiger Woods. „Mér finnst ég sjá margt sameiginlegt með byrjunina á þessu ári og því síðasta. Ég er búinn að spila á nokkrum mótum og hef verið í toppbaráttunni en ekki alveg náð að nýta tækifærin. Það væri frábært að endurtaka leikinn frá í fyrra,“ sagði McIllroy hafði betur í baráttunni við Jim Furyk í fyrra og vann með einu höggi. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Aðeins einn kylfingur af þeim tuttugu bestu í heimi missir af Players í ár „Á þessum stað á ferlinum finnst mér ég bera nokkra ábyrgð, ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur aðra kylfinga líka. Ég er búinn að vera á toppnum í rúman áratug. Mér líður betur, sjálfstraustið er til staðar og ég trúi á ákveðin gildi. Ég hef ekki legið á skoðunum mínum um ýmislegt í íþróttinni á undanförnum árum. Með það er ég ánægður en er ekki að reyna að setja einhver fordæmi en ég vil taka þátt í samræðum og það er það sem ég reyni að gera,“ segir hinn 30 ára Norður Íri. McIllroy heldur efsta sætinu á heimslistanum og er búinn að vera þar í hundrað vikur. „Ég er stoltur af því að hafa verið í tvö ár á toppnum og það er góð tilfinning. Tiger Woods var á listanum í 683 vikur. Það er ótrúlegt, í raun alveg fáránlegt.“ Það er til mikils að vinna, verðlaunaféð hefur verið hækkað úr 12 milljónum dollara í 15 milljónir. Rory McIllroy fékk í fyrra 2,25 milljónir dollara en sigurvegarinn í ár fær 2,7 milljónir í sinn hlut, tæplega 350 milljónir króna. Stöð 2 golf sýnir beint frá mótinu alla fjóra keppnisdagana, fyrsta útsendingin verður á morgun frá klukkan 17. Golf Sportpakkinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Svo gott sem allir bestu kylfingar heims eru samankomnir á Flórída þar sem þeir keppa á Players meistaramótinu sem er í margra augum fimmta risamótið. Arnar Björnsson skoðaði mótið fram undan. Players meistaramótið hefst á TPC Sawgrass golfvellinum í Ponte Vedra Beach í Flórída á morgun. Þetta verður í 39. sinn sem mótið er spilað á þessum sögufræga velli. „Það er gott að vera mættur aftur á Sawgrass völlinn“, sagði Rory McIllroy sem freistar þess að verja titilinn sem hann vann í fyrra. Tuttugu efstu menn heimslistans eru allir á meðal keppenda nema sá sem er í 11. sætinu, sá kappi heitir Tiger Woods. „Mér finnst ég sjá margt sameiginlegt með byrjunina á þessu ári og því síðasta. Ég er búinn að spila á nokkrum mótum og hef verið í toppbaráttunni en ekki alveg náð að nýta tækifærin. Það væri frábært að endurtaka leikinn frá í fyrra,“ sagði McIllroy hafði betur í baráttunni við Jim Furyk í fyrra og vann með einu höggi. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Aðeins einn kylfingur af þeim tuttugu bestu í heimi missir af Players í ár „Á þessum stað á ferlinum finnst mér ég bera nokkra ábyrgð, ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur aðra kylfinga líka. Ég er búinn að vera á toppnum í rúman áratug. Mér líður betur, sjálfstraustið er til staðar og ég trúi á ákveðin gildi. Ég hef ekki legið á skoðunum mínum um ýmislegt í íþróttinni á undanförnum árum. Með það er ég ánægður en er ekki að reyna að setja einhver fordæmi en ég vil taka þátt í samræðum og það er það sem ég reyni að gera,“ segir hinn 30 ára Norður Íri. McIllroy heldur efsta sætinu á heimslistanum og er búinn að vera þar í hundrað vikur. „Ég er stoltur af því að hafa verið í tvö ár á toppnum og það er góð tilfinning. Tiger Woods var á listanum í 683 vikur. Það er ótrúlegt, í raun alveg fáránlegt.“ Það er til mikils að vinna, verðlaunaféð hefur verið hækkað úr 12 milljónum dollara í 15 milljónir. Rory McIllroy fékk í fyrra 2,25 milljónir dollara en sigurvegarinn í ár fær 2,7 milljónir í sinn hlut, tæplega 350 milljónir króna. Stöð 2 golf sýnir beint frá mótinu alla fjóra keppnisdagana, fyrsta útsendingin verður á morgun frá klukkan 17.
Golf Sportpakkinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira