„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. maí 2020 20:32 Mikil samstaða var meðal flugfreyja-og þjóna á fundum hjá Flugfreyjufélagi Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Mikill hugur var í félagsmönnum í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) á fjórum fundum í dag þar sem farið var yfir síðustu tilboð í kjaradeilu félagsmanna og Icelandair. Þá sendi samninganefnd félagsins frá sér tilkynningu þar sem kemur fram meðallaun félagsmanna séu nú þegar undir meðallaunum í landinu og félagsmenn hafi áhyggjur af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair. Þá kemur fram að kaupmáttur félagsmanna FFÍ hafi rýrnað og sé minni en almennt gerist. Fram hefur komið að lokatilboð Icelandair feli í sér 5,7 % hækkun en lægstu laun hækki um 12% þá er farið fram á 5-20% meira vinnuframlag. Laun samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Meðallaun flugfreyja og flugþjóna eru núna samkvæmt upplýsingum frá Icelandair 520 þúsund krónur á mánuði en yfirflugfreyjur eru með 740 þúsund. Innifalið í þessum launum er bifreiða-og skóstyrkur og sölulaun. Mánaðarlegir dagpeningar um 140.000 og önnur kjör eru frí gisting ááfangastað, hressing fyrir flug og akstur til og frá vinnu. Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir vilja til að mæta félaginu. „Það er verið að bjóða launahækkanir en umfram vinnuframlag um 5-20% þannig að í enda dags er þetta launaskerðing. Það er gríðarleg samstaða meðal flugfreyja- og þjóna um að halda áfram baráttunni. Við erum áfram með ríkan samningsvilja og til í að mæta félaginu í þessum erfiðleikum,“ segir Guðlaug. Forsvarsfólk Icelandair hefur sagt að þrátt fyrir þessar breytingar á launakjörum séu flugfreyjur og þjónar með ein bestu kjör sem þekkjast hjá sambærilegum flugfélögum á Vesturlöndum. Því hafnar Guðlaug alfarið. „Við erum aðilar í norrænum og evrópskum samtökum stéttarfélaga og höfum þar aðgang að sambærilegum kjarasamningi og við erum með og ég vísa þessu alfarið á bug að við séum langt yfir það sem gengur og gerist hjá flugfélögum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaug. „Viljum ekki gjaldfella starfið okkar“ Baráttuhugur var hjá flugfreyjum- og þjónum sem voru á fundum í dag á Hótel Hilton. Heiðrún Hauksdóttir hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair í 25 ár. „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum. Það er auðvitað ánægjulegt að Icelandair ætli ekki lengur að bjóða lágmarkslaun uppá 198 þúsund krónur á mánuði fyrir utan vaktaálag sem var punkturinn hjá félaginu þar til á miðvikudag,“ segir Heiðrún. Guðný Jóna Einarsdóttir hefur unnið lengi hjá félaginu og starfar sem yfirflugfreyja. „Mér líst ekkert rosalega vel á stöðuna en ég er aðeins bjartsýnni en ég hef verið. Við þurfum náttúrulega að gefa aðeins eftir en viljum ekki gjaldfella starfið okkar, mér þykir vænt um þetta starf,“ segir Guðný. Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm hefur starfað í þrjú sumur sem flugfreyja. „Það eru allir hér vongóðir um að þetta leysist okkur þykir vænt um félagið og starfið okkar en við viljum ekki koma til baka á hvaða forsendum sem er,“ segir Hreindís. Vilhjálmur Þór Davíðsson flugþjónn hefur starfað hjá félaginu í 8 ár. „Mér þykir svo sannarlega vænt um þetta flugfélag. Maður er búinn að gefa allt sem maður á af hjarta og sál þannig að þetta er snúin staða hvað það varðar. Ég vil að Icelandair hlusti á okkur og okkar stéttarfélag sem er með okkur 120% á bak við sig,“ segir Vilhjálmur. Icelandair Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Flugfreyjur segjast undrandi á óbilgirni samninganefndar Icelandair 22. maí 2020 16:18 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00 Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Mikill hugur var í félagsmönnum í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) á fjórum fundum í dag þar sem farið var yfir síðustu tilboð í kjaradeilu félagsmanna og Icelandair. Þá sendi samninganefnd félagsins frá sér tilkynningu þar sem kemur fram meðallaun félagsmanna séu nú þegar undir meðallaunum í landinu og félagsmenn hafi áhyggjur af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair. Þá kemur fram að kaupmáttur félagsmanna FFÍ hafi rýrnað og sé minni en almennt gerist. Fram hefur komið að lokatilboð Icelandair feli í sér 5,7 % hækkun en lægstu laun hækki um 12% þá er farið fram á 5-20% meira vinnuframlag. Laun samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Meðallaun flugfreyja og flugþjóna eru núna samkvæmt upplýsingum frá Icelandair 520 þúsund krónur á mánuði en yfirflugfreyjur eru með 740 þúsund. Innifalið í þessum launum er bifreiða-og skóstyrkur og sölulaun. Mánaðarlegir dagpeningar um 140.000 og önnur kjör eru frí gisting ááfangastað, hressing fyrir flug og akstur til og frá vinnu. Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir vilja til að mæta félaginu. „Það er verið að bjóða launahækkanir en umfram vinnuframlag um 5-20% þannig að í enda dags er þetta launaskerðing. Það er gríðarleg samstaða meðal flugfreyja- og þjóna um að halda áfram baráttunni. Við erum áfram með ríkan samningsvilja og til í að mæta félaginu í þessum erfiðleikum,“ segir Guðlaug. Forsvarsfólk Icelandair hefur sagt að þrátt fyrir þessar breytingar á launakjörum séu flugfreyjur og þjónar með ein bestu kjör sem þekkjast hjá sambærilegum flugfélögum á Vesturlöndum. Því hafnar Guðlaug alfarið. „Við erum aðilar í norrænum og evrópskum samtökum stéttarfélaga og höfum þar aðgang að sambærilegum kjarasamningi og við erum með og ég vísa þessu alfarið á bug að við séum langt yfir það sem gengur og gerist hjá flugfélögum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaug. „Viljum ekki gjaldfella starfið okkar“ Baráttuhugur var hjá flugfreyjum- og þjónum sem voru á fundum í dag á Hótel Hilton. Heiðrún Hauksdóttir hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair í 25 ár. „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum. Það er auðvitað ánægjulegt að Icelandair ætli ekki lengur að bjóða lágmarkslaun uppá 198 þúsund krónur á mánuði fyrir utan vaktaálag sem var punkturinn hjá félaginu þar til á miðvikudag,“ segir Heiðrún. Guðný Jóna Einarsdóttir hefur unnið lengi hjá félaginu og starfar sem yfirflugfreyja. „Mér líst ekkert rosalega vel á stöðuna en ég er aðeins bjartsýnni en ég hef verið. Við þurfum náttúrulega að gefa aðeins eftir en viljum ekki gjaldfella starfið okkar, mér þykir vænt um þetta starf,“ segir Guðný. Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm hefur starfað í þrjú sumur sem flugfreyja. „Það eru allir hér vongóðir um að þetta leysist okkur þykir vænt um félagið og starfið okkar en við viljum ekki koma til baka á hvaða forsendum sem er,“ segir Hreindís. Vilhjálmur Þór Davíðsson flugþjónn hefur starfað hjá félaginu í 8 ár. „Mér þykir svo sannarlega vænt um þetta flugfélag. Maður er búinn að gefa allt sem maður á af hjarta og sál þannig að þetta er snúin staða hvað það varðar. Ég vil að Icelandair hlusti á okkur og okkar stéttarfélag sem er með okkur 120% á bak við sig,“ segir Vilhjálmur.
Icelandair Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Flugfreyjur segjast undrandi á óbilgirni samninganefndar Icelandair 22. maí 2020 16:18 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00 Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Flugfreyjur segjast undrandi á óbilgirni samninganefndar Icelandair 22. maí 2020 16:18
Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53
Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00
Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19
Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25