Þegar á reynir Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 12. mars 2020 15:30 Þegar á reynir koma bestu einkenni Íslendinga sem þjóðar venjulega skýrt fram. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll í þessu saman, við deilum öll kjörum og erfiðleikar eins eru erfiðleikar okkar allra. Faraldurinn nú er fordæmalaus í seinni tíma sögu. Hraðar smitleiðir, áður óþekkt veira og vegna breyttrar heimsmyndar breiðist hún hraðar út en í fyrri faröldrum. Aðgerðir sóttvarnalæknis og almannavarna hafa verið fumlausar, leiðbeiningar skýrar og öll inngrip verið úthugsuð og að bestu manna ráðum. En það er ljóst að það hvernig við sjálf bregðumst við skiptir líka gríðarlegu máli. Hvernig við hlítum fyrirmælum, tökum skynsamlegar ákvarðanir og hjálpumst að. Íslensk yfirvöld hafa gripið til ráðstafana sem eru yfirvegaðar, en krefjast þess af almenningi að hann taki þátt og sýni ábyrgð. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við alla þá sem tekið hafa leiðbeiningar um sóttkví og einangrun alvarlega og farið eftir þeim. Verndum viðkvæmustu hópana Það hefur komið fram að þeir sem eru viðkvæmastir í tengslum við faraldurinn eru þeir elstu og þeir sem hafa vissa langvinna sjúkdóma. Ekki vegna þess að þeir smitist frekar, heldur vegna þess að þeir eru líklegir til að þola sýkinguna verr ef þeir fá hana. Við þurfum sem samfélag að vera sérstaklega vakandi gagnvart þessum hópum, bæði hvað það varðar að aðstoða þá eftir föngum sem ekki komast á milli, hjálpa með aðföng og fleira. Við þurfum líka að vera sérstaklega passasöm að bera ekki sýkingar á milli. Við þurfum að gæta að handþvotti, spritta okkur og forðast óþarfa snertingar. Notum tækni til samskipta þar sem það er hægt, jafnvel bara símann. Hringjum í ömmu, mömmu eða gamla frænku. Bjóðumst til að taka á okkur ytri samskipti eldra fólksins okkar, eins og innkaupaferðir og útréttingar. Förum í apótekið fyrir fólkið okkar. Sækjum póstinn. Bjóðum fram hjálp sem við getum flest svo auðveldlega veitt. Með samstöðu og hjálpsemi, samhygð og nærgætni komumst við saman í gegnum þetta verkefni. Spilum þannig úr erfiðri stöðu að við styrkjum tengslin okkar inn á við og komum sterk út úr þessari krísu. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar á reynir koma bestu einkenni Íslendinga sem þjóðar venjulega skýrt fram. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll í þessu saman, við deilum öll kjörum og erfiðleikar eins eru erfiðleikar okkar allra. Faraldurinn nú er fordæmalaus í seinni tíma sögu. Hraðar smitleiðir, áður óþekkt veira og vegna breyttrar heimsmyndar breiðist hún hraðar út en í fyrri faröldrum. Aðgerðir sóttvarnalæknis og almannavarna hafa verið fumlausar, leiðbeiningar skýrar og öll inngrip verið úthugsuð og að bestu manna ráðum. En það er ljóst að það hvernig við sjálf bregðumst við skiptir líka gríðarlegu máli. Hvernig við hlítum fyrirmælum, tökum skynsamlegar ákvarðanir og hjálpumst að. Íslensk yfirvöld hafa gripið til ráðstafana sem eru yfirvegaðar, en krefjast þess af almenningi að hann taki þátt og sýni ábyrgð. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við alla þá sem tekið hafa leiðbeiningar um sóttkví og einangrun alvarlega og farið eftir þeim. Verndum viðkvæmustu hópana Það hefur komið fram að þeir sem eru viðkvæmastir í tengslum við faraldurinn eru þeir elstu og þeir sem hafa vissa langvinna sjúkdóma. Ekki vegna þess að þeir smitist frekar, heldur vegna þess að þeir eru líklegir til að þola sýkinguna verr ef þeir fá hana. Við þurfum sem samfélag að vera sérstaklega vakandi gagnvart þessum hópum, bæði hvað það varðar að aðstoða þá eftir föngum sem ekki komast á milli, hjálpa með aðföng og fleira. Við þurfum líka að vera sérstaklega passasöm að bera ekki sýkingar á milli. Við þurfum að gæta að handþvotti, spritta okkur og forðast óþarfa snertingar. Notum tækni til samskipta þar sem það er hægt, jafnvel bara símann. Hringjum í ömmu, mömmu eða gamla frænku. Bjóðumst til að taka á okkur ytri samskipti eldra fólksins okkar, eins og innkaupaferðir og útréttingar. Förum í apótekið fyrir fólkið okkar. Sækjum póstinn. Bjóðum fram hjálp sem við getum flest svo auðveldlega veitt. Með samstöðu og hjálpsemi, samhygð og nærgætni komumst við saman í gegnum þetta verkefni. Spilum þannig úr erfiðri stöðu að við styrkjum tengslin okkar inn á við og komum sterk út úr þessari krísu. Höfundur er þingmaður VG.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun