KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 13:31 Myndin sem birtist á vef Puma í morgun en virðist nú hafa verið fjarlægð. Mynd/Puma Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. Þýski íþróttavöruframleiðandinn Puma sagði frá nýjum sex ára samningi við Knattspyrnusamband Íslands í morgun alveg eins og KSÍ. Munurinn var bara að Puma sýndi mynd af íslenskum landsliðsbúningi með nýja merkinu. Nýtt landsliðsmerki, sem áður hefur verið greint frá, verður kynnt í lok júní og verður það merki á nýja PUMA landsliðsbúningnum, sem verður opinberaður um miðjan júlí, sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ í morgun en þar fylgdi engin mynd. Accidental frumsýning á KSÍ lógóinu right here. Einhver landvættastemmning í gangi. Áhugavert. https://t.co/qQqSdjwEfO— Andri Ólafsson (@andriolafsson) May 26, 2020 „Planið var að við ætluðum að opinbera nýja merkið um miðjan júní og við vorum að undirbúa það, svo þetta náttúrulega kom okkur algerlega í opna skjöldu. Við vorum búin að setja upp ákveðna tímalínu sem er alveg ljóst að er núna í uppnámi svo við erum að endurhugsa það. Við ætlum að gefa okkur smá tíma í það, fá okkur kaffisopa og ráða ráðum okkar með framhaldið,“ Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Viðskiptablaðið. Klara segir að merkið sem sjáist á myndinni hjá PUMA sé í raun bara hluti af því merki sem unnið hefur verið með. „Það er margra mánaða, ef ekki ára, vinna þarna á bak við, og mikil saga sem við ætluðum að segja og ýmsar útgáfur sem við ætluðum að kynna, og ætlum enn að gera, við höldum áfram okkar vinnu í því,“ segir Klara sem staðfesti þó við blaðamann Viðskiptablaðsins að merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi sem myndi eins og stórt X á milli þeirra. Svo virðist sem Puma hafi lekið nýjum búningi og landsliðsmerki Íslands.https://t.co/EwhQUtn6s5— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 26, 2020 „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA, svo það hefur verið langur aðdragandi að þessu," sagði Klara en það má sjá allt viðtalið við hana með því að smella hér. Íslenski boltinn EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. Þýski íþróttavöruframleiðandinn Puma sagði frá nýjum sex ára samningi við Knattspyrnusamband Íslands í morgun alveg eins og KSÍ. Munurinn var bara að Puma sýndi mynd af íslenskum landsliðsbúningi með nýja merkinu. Nýtt landsliðsmerki, sem áður hefur verið greint frá, verður kynnt í lok júní og verður það merki á nýja PUMA landsliðsbúningnum, sem verður opinberaður um miðjan júlí, sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ í morgun en þar fylgdi engin mynd. Accidental frumsýning á KSÍ lógóinu right here. Einhver landvættastemmning í gangi. Áhugavert. https://t.co/qQqSdjwEfO— Andri Ólafsson (@andriolafsson) May 26, 2020 „Planið var að við ætluðum að opinbera nýja merkið um miðjan júní og við vorum að undirbúa það, svo þetta náttúrulega kom okkur algerlega í opna skjöldu. Við vorum búin að setja upp ákveðna tímalínu sem er alveg ljóst að er núna í uppnámi svo við erum að endurhugsa það. Við ætlum að gefa okkur smá tíma í það, fá okkur kaffisopa og ráða ráðum okkar með framhaldið,“ Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Viðskiptablaðið. Klara segir að merkið sem sjáist á myndinni hjá PUMA sé í raun bara hluti af því merki sem unnið hefur verið með. „Það er margra mánaða, ef ekki ára, vinna þarna á bak við, og mikil saga sem við ætluðum að segja og ýmsar útgáfur sem við ætluðum að kynna, og ætlum enn að gera, við höldum áfram okkar vinnu í því,“ segir Klara sem staðfesti þó við blaðamann Viðskiptablaðsins að merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi sem myndi eins og stórt X á milli þeirra. Svo virðist sem Puma hafi lekið nýjum búningi og landsliðsmerki Íslands.https://t.co/EwhQUtn6s5— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 26, 2020 „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA, svo það hefur verið langur aðdragandi að þessu," sagði Klara en það má sjá allt viðtalið við hana með því að smella hér.
Íslenski boltinn EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira