Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 21:13 Sóttvarnalæknir á fræðslufundi í dag. Vísir Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. „Hvenær kemur næsta bylgja, verður önnur bylgja og um þetta er ómögulegt að segja því það fer eftir svo mörgum þáttum sem við vitum ekkert um, sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. Þórólfur sagði lítið enn vitað um veiruna og hegðun hennar og enn óljóst hvort kórónuveiran muni valda árstíðabundnum sýkingum eða einfaldlega deyja út. Spurning væri hvort og hvenær bóluefni yrði tilbúið til dreifingar og notkunar. „Það sem kemur til með að spila rullu hjá okkur er hver er útbreiðslan í öðrum löndum. Hvenær hverfur veiran virkilega,“ sagði Þórólfur og bætti við að raun hafi verið að fyrst og fremst íslendingar hafi komið með veiruna og einungis mjög fái erlendir ferðamenn hafi verið greindir hér á landi og smit út frá þeim lítil sem engin. Þá sagði Þórólfur Íslendinga hafa staðið sig vel í einstaklingsbundnum sýkingavörnum eins og til að mynda handþvotti en útlit sé fyrir að fólk sé farið að gleyma sér aðeins. „Við þurfum sífellt að minna á þetta,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur segir þá að hann telji að útbreiddur faraldur sé mjög ólíklegur hér á landi líkur séu þó á einstaka smitum og hópsýkingum. „Faraldurinn sem kom, hann kom mjög brátt að okkur og ég held að það gerist ekki. Hef ég rétt eða rangt fyrir mér, ég veit það ekki,“ sagði Þórólfur og minntist gagnrýni Kára Stefánssonar við fyrri spádómum Þórólfs. Þórólfur sagði Ísland vera komið með góða innviði og vera í viðbragðsstöðu. „Ég held við fáum einstaka smit áfram, það er held ég óumflýjanlegt og litlar hópsýkingar eru mögulegar. Við erum komin með reynslu af því að fást við það,“ og vísaði þar til Vestfjarða, Hvammstanga og Vestmannaeyja. „Ég held að þetta sé það sem við munum geta séð,“ sagði Þórólfur og sagði að nú þyrfti að tryggja góðan árangur með réttum aðgerðum. Halda þurfi áfram mikilli sýnatöku og beita smitrakningu áfram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. „Hvenær kemur næsta bylgja, verður önnur bylgja og um þetta er ómögulegt að segja því það fer eftir svo mörgum þáttum sem við vitum ekkert um, sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. Þórólfur sagði lítið enn vitað um veiruna og hegðun hennar og enn óljóst hvort kórónuveiran muni valda árstíðabundnum sýkingum eða einfaldlega deyja út. Spurning væri hvort og hvenær bóluefni yrði tilbúið til dreifingar og notkunar. „Það sem kemur til með að spila rullu hjá okkur er hver er útbreiðslan í öðrum löndum. Hvenær hverfur veiran virkilega,“ sagði Þórólfur og bætti við að raun hafi verið að fyrst og fremst íslendingar hafi komið með veiruna og einungis mjög fái erlendir ferðamenn hafi verið greindir hér á landi og smit út frá þeim lítil sem engin. Þá sagði Þórólfur Íslendinga hafa staðið sig vel í einstaklingsbundnum sýkingavörnum eins og til að mynda handþvotti en útlit sé fyrir að fólk sé farið að gleyma sér aðeins. „Við þurfum sífellt að minna á þetta,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur segir þá að hann telji að útbreiddur faraldur sé mjög ólíklegur hér á landi líkur séu þó á einstaka smitum og hópsýkingum. „Faraldurinn sem kom, hann kom mjög brátt að okkur og ég held að það gerist ekki. Hef ég rétt eða rangt fyrir mér, ég veit það ekki,“ sagði Þórólfur og minntist gagnrýni Kára Stefánssonar við fyrri spádómum Þórólfs. Þórólfur sagði Ísland vera komið með góða innviði og vera í viðbragðsstöðu. „Ég held við fáum einstaka smit áfram, það er held ég óumflýjanlegt og litlar hópsýkingar eru mögulegar. Við erum komin með reynslu af því að fást við það,“ og vísaði þar til Vestfjarða, Hvammstanga og Vestmannaeyja. „Ég held að þetta sé það sem við munum geta séð,“ sagði Þórólfur og sagði að nú þyrfti að tryggja góðan árangur með réttum aðgerðum. Halda þurfi áfram mikilli sýnatöku og beita smitrakningu áfram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira